Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8244 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er munurinn á stjörnuþoku og vetrarbraut?

Orðin stjörnuþoka og vetrarbraut eru samheiti yfir sama fyribærið sem á erlendum málum nefnist galaxy, en það er komið beint úr grísku, dregið af orðinu gala sem merkir mjólk. Vetrarbrautin NGC 4565. Í stjörnufræði er vetrarbraut næsta skipulagseining ofan við sólkerfi. Í hverri vetrarbraut er fjöldi stjarna....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru til mörg nöfn yfir djöfulinn á íslensku og hver eru þau?

Erfitt er að segja með vissu hversu mörg orð eru til yfir djöfulinn í íslensku. Flest þeirra heita sem þekkjast hafa orðið til við það að ekki þótti við hæfi að nefna djöfulinn og því var það gert með því að nota umritanir eða gæluorð. Í Íslenskri samheitabók eru þessi talin upp undir flettiorðinu fjandi:andskotia...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík?

Í heild hljóðar spurningin svona: Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík? Báðar útgáfur af þessu orði koma fyrir í fræðiritum og bókum. Í Landnámu (Íslensk fornrit I:392 og víðar) og fornbréfum er nafnið ritað Krýsuvík. Uppruni þess er óviss. Alexander Jóhannesson taldi að forliður nafnsins gæti verið...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er himinninn blár? - Myndband

Ljósið sem berst til okkar frá himninum er upphaflega hvítt sólarljós sem hefur síðan dreifst frá sameindum lofthjúpsins. Bláa ljósið, sem er hluti hvíta ljóssins, dreifist miklu meira en annað og því er himinninn blár. Samkvæmt nútíma eðlisfræði má líta á ljósgeisla sem straum ljóseinda. Hver þeirra hefur sína...

category-iconMálvísindi: íslensk

Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Skráir Orðabók HÍ málnotkun hlutlaust og hvernig þá, eða leitast hún við að hafa leiðbeinandi áhrif og skilgreina "rétt mál"?Orðabók Háskólans er stofnun sem vinnur að orðfræðilegum rannsóknum. Eitt meginhlutverk hennar er að safna til sögulegrar orðabókar sem ná á yfir mál...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað blikkum við augunum oft á dag?

Augnlokin gegna mikilvægu hlutverki við að halda augunum á okkur rökum og verja þau gegn aðskotahlutum, ryki og birtu svo eitthvað sé nefnt. Þegar við blikkum augunum dreifa augnlokin táravökva yfir augun og þannig haldast þau rök. Ef við myndum hætta að blikka myndu augun mjög fljótt þorna upp og hefði það alvarl...

category-iconVísindi almennt

Hvað er keppt í mörgum íþróttum á Ólympíuleikunum?

Á opinberri heimasíðu Ólympíuleikanna í Peking sem fram fara 8. til 24. ágúst 2008 eru taldar upp 38 mismunandi íþróttagreinar sem keppt er í á leikunum. Með því að smella hér má sjá lista yfir þessar greinar. Flestar, ef ekki allar íþróttagreinarnar telja fleiri en eina keppnisgrein, til dæmis er keppt í mörg...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Myndast höggbylgja ef kjarnorkusprengja springur úti í geimnum?

Ef kjarnorkusprengja springur í geimnum myndast ekki höggbylgja. Í geimnum er ekkert andrúmsloft og agnirnar sem losna við kjarnahvörfin í sprengingunni geta þess vegna ekki rekist á neitt. Ef kjarnorkusprengja springur í lofthjúpi, eins og er á jörðinni, myndast höggbylgja þegar agnir sem losna með gífurlegum...

category-iconFélagsvísindi

Hylma ríkisstjórnir yfir tilvist geimvera eins og oft má sjá í kvikmyndum?

Þrátt fyrir allt leita ríkisstjórnir oft ráða hjá þeim sem best vita um viðkomandi efni, til dæmis hjá vísindamönnum. Vísindamenn krefjast yfirleitt staðgóðra gagna eða "sannana" áður en þeir fara að trúa verulegum nýmælum eins og þeim til að mynda að geimverur hafi sést á jörðinni eða þeim hnetti sem um er að ræð...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða kosti hefur kjötát fram yfir grænmetisát (ef mjólkurvarnings er neytt líka)?

Það sem grænmetisætur þurfa að huga að í sínu mataræði, er meðal annars prótein, B12- vítamín, og ýmis steinefni, svo sem járn, sink og kalk. Þessi næringarefni eru öll til staðar í kjötvörum (að vísu innihalda kjötvörur lítið kalk), en í minna mæli í grænmetisfæði. Mjólkurvörur með grænmetisfæði tryggja nægil...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til sérstakar reglur um umritun íslenskra stafa yfir á önnur tungumál?

Í staðlinum Upplýsingatækni – íslenskar kröfur ÍST 130:2004:12 frá Staðlaráði Íslands stendur um þetta:Íslensku skal að jafnaði rita með íslenskum bókstöfum. Ef tiltækur búnaður leyfir það ekki má hafa þetta til viðmiðunar: Upprunalegur stafur Staðgengill á/Á a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós?

Upprunlega hljóðaði spurningin svona:Í Hvalfirði er landsvæði sem heitir Kjós. Nálægt Skaftafelli, inn af Morsárdal er líka landsvæði sem heitir Kjós. Spurningin er hvað gerir landsvæði að Kjós? Yfir hverju þarf landsvæði að búa til að það sé kallað Kjós? Orðið kjós merkti í fornu máli ‚þröng vík‘ en merkir n...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju sést strókur þegar þotur fljúga yfir? Geta flugstjórar stýrt þessu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Á heiðskírum degi má sjá útblástur frá þotu sem flýgur yfir. Vildi spyrja hvort þessi strókur sé „stýrður“, það er á valdi flugstjórans, eða er allan tímann „blásið út“ meðan flogið er? Í Landsveitinni er víður sjóndeildarhringur, þar erum við með sumarbústað. Vegna fl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til fornt íslenskt orð yfir það að hreinsa lús úr höfði?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sonur minn Hannes, er að leika í Jörundi hundadagakonungi um þessar mundir í Færeyjum. Hann spurði mig um orð yfir lúshreinsun, á íslensku. Ég var með orðið, að kemba, og lúshreinsa, menn voru svo kallaðir lúsablesar, en það orð var nú notað í fleirri merkingum. Er til ...

category-iconSálfræði

Hvers vegna eru sumir strákar miklu kvenlegri en aðrir?

Áður en ráðist er til atlögu við spurninguna hvers vegna sumir strákar séu kvenlegri en aðrir er mikilvægt að skilgreina við hvað er átt þegar talað er um kvenleika og karlmennsku. Erum við að tala um líkamleg einkenni, vöðvamassa, líkamsburði og andlitsfall, eða snýst spurningin um þætti sem lúta að persónuleika ...

Fleiri niðurstöður