Reiknað er með að um 10.500 keppendur taki þátt í leikunum frá 205 löndum. Íslendingar eiga 28 keppendur á leikunum sem keppa í fimm íþróttagreinum, handbolta, sundi, frjálsum íþróttum, júdó og badminton. Í hinum fornu Ólympíuleikum var í upphafi aðeins keppt í einni grein, kapphlaupi á tæplega 200 metra langri braut. Síðar bættust lengri hlaup við og um árið 700 f.Kr. var keppt í glímu og fimmþraut. Hægt er að lesa meira um þetta í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikarnir haldnir? Hvers vegna? Hvaða íþróttir voru þá?
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hver hefur unnið til flestra verðlauna á Ólympíuleikunum og í hvaða greinum?
- Hvað tákna hringirnir í ólympíufánanum? Táknar hver litur eitthvað sérstakt?
- The Official Website of the Beijing 2008 Olympic Games August 8-24. Skoðað 08. 08. 2008.
- Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Skoðað 08. 08. 2008.