Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4556 svör fundust
Maður hefur oft heyrt orðasambandið „að vísa einhverju á bug“. Hvað merkir orðið „bugur“ ?
Orðasambandið að vísa einhverju á bug er notað um að 'hafna e-u, mótmæla e-u, reka e-ð burt' og er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Ekki er fullvíst hvað bugur merkir hér. Orðið kemur fyrir í öðrum samböndum skyldrar merkingar eins og að aka e-m á bug 'reka e-n burt', sem þekkt er í fornu máli, fara í bug við e...
Af hverju nota Íslendingar arabíska orðið fíll um skepnuna sem flestar nágrannaþjóðir nefna elephant?
Norræna orðið yfir fílinn hefur sennilega borist með víkingum norður á bóginn. Vitað er að þeir ferðuðust langt suður í álfur meðal annars í því skyni að stunda verslun. Þá hafa þeir án efa kynnst fílabeini og arabíska heitinu fil á dýrinu. Í fornsænsku og gamalli dönsku var notað orðið fil en fíll í forníslensku ...
Af hverju heita einvígi ekki tvívígi, samanber enska orðið 'duel' og 'Zweikampf' á þýsku?
Orðið einvígi er þekkt þegar í fornu máli um vopnaviðskipti tveggja manna. Það er samgermanskt og var í fornsænsku envîghe, fornháþýsku einwîc og fornensku ânwîg. Algengara var þó að tala um hólmgöngu og að skora einhvern á hólm, einkum á vesturnorræna svæðinu þótt svo virðist af sumum gömlum heimildum að munur ha...
Hversu gamalt er orðið 'ófatlaður' sem heyrist nú æ oftar notað yfir heilbrigða einstaklinga?
Í dæmasafni Orðabókar Háskólans er elsta heimild um orðið 'ófatlaður' úr Lagasafni handa alþýðu sem kom út á árunum 1890–1910. Þar vísar orðið reyndar ekki til manneskju heldur til kýr: „Kýr telst leigufær, sem er ófötluð“ (1898). Greinilega er átt við heilbrigða kú. Elsta dæmi þar sem 'ófatlaður' vísar til pe...
Er það rétt að tíðahringur kvenna sem eyða miklum tíma saman geti orðið samstilltur?
Fleiri spyrjendur voru:Viktoría Jensdóttir, Guðrún Oddsdóttir, Grétar Gunnarsson, Sigurlín Atladóttir, Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, Sveinar GunnarssonMargar konur hafa upplifað það að tíðahringur þeirra er í takt við tíðahring kvenna sem þær eru í miklum samvistum við eða búa með. Þetta getur til dæmis gerst hjá ...
Er mælieiningin "mörk" um þyngd nýbura séríslensk, og hvaðan kemur orðið í þessari merkingu?
Spurningin í heild var: Er mælieiningin "mörk" sem er notuð við að vega nýbura séríslensk? Hvaðan er þessi mælieining upprunnin og hvernig stendur á "nafni" hennar? Orðið mörk er eitt af erfðaorðunum, það er það hefur verið til í málinu allt frá landnámsöld sem verð- og mælieining. Í færeysku er til orðið mørk o...
Á hvaða sviði málfræðinnar hafa mestar breytingar orðið frá forníslensku til dagsins í dag?
Einhverjar breytingar hafa orðið á öllum þáttum tungumálsins frá forníslensku og fram á okkar daga, mismiklar þó. Skipta má þessum þáttum í orðaforða, orðmyndun, hljóðkerfi og beygingarkerfi. Ýmsar breytingar hafa einnig orðið á setningagerð og er um það efni vísað til bókarinnar Íslensk tunga III eftir Höskuld Þr...
Hvað merkir orðið hamingja bókstaflega? Er það sett saman úr orðunum hamur og ungur?
Orðið hamingja merkir ‘gæfa, heill, gifta’ og í elsta máli einnig ‘heilladís, verndarvættur’. Það er sett saman úr orðunum hamur sem merkir ‘skinn, húð, gervi’ en einnig í eldra máli ‘fylgja, verndarandi’ og viðliðnum –ingja sem kominn er úr *(g)engja af sögninni að ganga, eiginlega ‘vættur sem gengur inn í ham eð...
Af hverju eru tungl alltaf kölluð luna og er orðið lunatic eitthvað skylt því?
Orðið luna merkir á latínu tungl. Rómverjar töldu að tunglið væri gyðja sem nefndist Luna (á íslensku Lúna). Hún samsvaraði grísku tunglgyðjunni Selenu en virðist þó hafa gegnt veigaminna hlutverki hjá Rómverjum en Selena hjá Grikkjum. Lúnu var tileinkað hof á Aventínusarhæð í Róm við hliðina á hofi Díönu, sem síð...
Hvað þýðir orðið mæra og í hvaða merkingu er það notað hér á landi?
Orðið mæra getur verið nafnorð og sögn. Ef það er notað sem nafnorð er merkingin ‛ögn, smá biti af einhverju’, til dæmis um sælgætismola, ávaxtabita eða þess háttar en einnig um smákekki í ystri mjólk. Heimildir um nafnorðið eru til allt frá 18. öld. Nafnorðið mæra merkir lítill biti af einhverju, til dæ...
Er orðið sundföt ekki bara til í fleirtölu? Stafsetningarperrinn telur að sundfat sé rétt.
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Ég var í Laugardalslauginni í dag og kom þar auga á skilti fyrir ofan þeytivindu inni í kvennaklefanum. Á henni var útskýrt hvernig maður þurrkar sundfötin en þar stóð eitthvað á þessa leið: „Setjið sundfatið ofan í.“ Þannig að mín spurning er: Er orðið sundföt ekki bara ti...
Af hverju var orðið skrælingi notað um inúíta og er það skylt orðinu skríll?
Orðið skrælingi merkir villimaður eða ruddi. Það var áður fyrr notað í niðrandi merkingu um frumbyggja Grænlands og meginlands Ameríku, til að mynda í Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Í Íslenskri orðsifjabók er bent á tengsl orðsins skrælingi við karlkynsnafnorðið skrælingur sem er haft um 'rignd og skræ...
Er orðið babbl komið af orðinu babel og tengist það þá sögunni um Babelsturninn?
Samkvæmt 1. Mósebók töluðu mennirnir einu sinni allir sömu tungu og notuðu sömu orð. Þeir vildu reisa borg og turn sem átti að ná til himins og sögðu: "Þar með verðum við frægir en tvístrumst ekki um alla jörðina." (1. Mósebók 11:4) Guð refsaði mönnunum fyrir hroka sinn og ruglaði tungumál þeirra þannig að þeir sk...
Hvaða munur er á orðunum innstæða og innistæða? Hvort orðið á maður að nota?
Bæði orðin hafa lengi verið í notkun um fé í sjóði eða á reikningi. Í Íslenskri orðabók (2007) eru innstæða og innistæða sögð notuð um hið sama í hagfræði og í viðskiptum. Það sýna einnig dæmi í textasafni Orðabókar Háskólans en þau um innstæðu eru talsvert fleiri. Í eldra máli var orðið innstæða einnig haft um hö...
Hvað eru mörg gos þekkt í Bárðarbungu og hefur orðið mikið tjón af þeim?
Eldstöðvakerfið sem kennt er við Bárðarbungu og Veiðivötn er eitt það stærsta á landinu, um 190 kílómetra langt. Miðhluti þess er undir norðvestanverðum Vatnajökli. Stór megineldstöð, Bárðarbunga, og önnur minni sunnan hennar, Hamarinn, eru undir jöklinum. Í Bárðarbungu er stór askja, barmafull af ís, allt að 850 ...