Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er mælieiningin "mörk" um þyngd nýbura séríslensk, og hvaðan kemur orðið í þessari merkingu?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild var:

Er mælieiningin "mörk" sem er notuð við að vega nýbura séríslensk? Hvaðan er þessi mælieining upprunnin og hvernig stendur á "nafni" hennar?

Orðið mörk er eitt af erfðaorðunum, það er það hefur verið til í málinu allt frá landnámsöld sem verð- og mælieining. Í færeysku er til orðið mørk og í nýnorsku mark í sömu merkingu. Mörk er skyld orðunum mark og merki.


Orðið mörk er gamalt í málinu en er nú aðeins notað um þyngd nýbura. Þetta barn er 3590 g eða um 14 merkur.

Í nútímamáli er mörk notað um hálft pund (um 250 g) og hálfpott af vökva (um 250 ml). Gömul hefð ræður því að þyngd nýbura er gefin upp í mörkum, en annars er orðið lítið sem ekkert notað. Um 1300 var vegin mörk 214 eða 217 g en eftir árið 1619 um 248 g. Kringum árið 1300 var mæld mörk aftur á móti 260 eða 257 ml en eftir 1619 um 248 ml. Þyngd og rúmtak voru merkt með strikum eða rákum á mæliílát og vogir.

Orðið mörk var einnig notað um mynteiningu. Talað var til dæmis um mörk silfurs. Í sænsku og dönsku þekkist einnig mark um mynteiningu og sömuleiðis í miðlágþýsku og miðháþýsku mark(e), og háþýsku Mark.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.3.2007

Spyrjandi

Gunnar Runólfsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er mælieiningin "mörk" um þyngd nýbura séríslensk, og hvaðan kemur orðið í þessari merkingu?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2007, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6557.

Guðrún Kvaran. (2007, 27. mars). Er mælieiningin "mörk" um þyngd nýbura séríslensk, og hvaðan kemur orðið í þessari merkingu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6557

Guðrún Kvaran. „Er mælieiningin "mörk" um þyngd nýbura séríslensk, og hvaðan kemur orðið í þessari merkingu?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2007. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6557>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er mælieiningin "mörk" um þyngd nýbura séríslensk, og hvaðan kemur orðið í þessari merkingu?
Spurningin í heild var:

Er mælieiningin "mörk" sem er notuð við að vega nýbura séríslensk? Hvaðan er þessi mælieining upprunnin og hvernig stendur á "nafni" hennar?

Orðið mörk er eitt af erfðaorðunum, það er það hefur verið til í málinu allt frá landnámsöld sem verð- og mælieining. Í færeysku er til orðið mørk og í nýnorsku mark í sömu merkingu. Mörk er skyld orðunum mark og merki.


Orðið mörk er gamalt í málinu en er nú aðeins notað um þyngd nýbura. Þetta barn er 3590 g eða um 14 merkur.

Í nútímamáli er mörk notað um hálft pund (um 250 g) og hálfpott af vökva (um 250 ml). Gömul hefð ræður því að þyngd nýbura er gefin upp í mörkum, en annars er orðið lítið sem ekkert notað. Um 1300 var vegin mörk 214 eða 217 g en eftir árið 1619 um 248 g. Kringum árið 1300 var mæld mörk aftur á móti 260 eða 257 ml en eftir 1619 um 248 ml. Þyngd og rúmtak voru merkt með strikum eða rákum á mæliílát og vogir.

Orðið mörk var einnig notað um mynteiningu. Talað var til dæmis um mörk silfurs. Í sænsku og dönsku þekkist einnig mark um mynteiningu og sömuleiðis í miðlágþýsku og miðháþýsku mark(e), og háþýsku Mark. ...