Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna má ekki sökkva skipum við Ísland sem gætu orðið áhugaverðir köfunarstaðir?

Baldur S. Blöndal

Sú háttsemi sem spyrjandi lýsir hér er skilgreint sem varp í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda. Með varpi er átt við það þegar skipum eða öðrum hlutum er fleygt í hafið, vísvitandi án lögmæts tilgangs. Varp nær einnig yfir það þegar fljótandi efnum er hellt í sjó.

Varp er almennt óheimilt skv. 9. gr. sömu laga en undantekningar eru gerðar fyrir fiskúrgang í tilteknum tilfellum, dýpkunarefni og náttúruleg óvirk efni. Til þess að mega sökkva þessu í sæ þarf þó skilyrt leyfi Umhverfisstofnunar. Engar undantekningar ná hins vegar til skipa eða báta og því getur Umhverfisstofnun ekki veitt leyfi til að varpa þeim í sæ.

Engin leyfi eru veitt til þess að sökkva skipum í sæ við Íslandsstrendur.

Refsing þeirra sem brjóta gegn lögunum er tilgreindur í 25. gr.; sekt eða fangelsi allt að tveimur árum. Með þessu er löggjafinn að reyna að sporna við mengun stranda og sjávar en varp eins og það sem spyrjandi vísar til skaðar auðlindir hafsins, getur hæglega raskað lífríki sjávar og spillt umhverfinu.

Í 20. gr. laganna er athyglisverð heimild. Ef skip sökkva geta eigendur þess sent beiðni til Umhverfisstofnunar þess efnis að skipið fái að standa óhreyft, að því gefnu að eigandi telji að ill- eða ógerlegt sé að fjarlægja skipið. Áhættumat þarf að fylgja beiðninni þar sem gerð er grein fyrir umhverfislegum ávinningi, ásamt kostnaði við að láta fjarlægja hið sokkna skip. Ef markmiðið væri því að útbúa athyglisverðan köfunarstað þyrfti því að halda sig við þau skip sem þegar hafa sokkið og erfitt er að fjarlægja af hafsbotni.

Mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

23.3.2021

Spyrjandi

Arnbjörn Eyþórsson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Hvers vegna má ekki sökkva skipum við Ísland sem gætu orðið áhugaverðir köfunarstaðir?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2021, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81341.

Baldur S. Blöndal. (2021, 23. mars). Hvers vegna má ekki sökkva skipum við Ísland sem gætu orðið áhugaverðir köfunarstaðir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81341

Baldur S. Blöndal. „Hvers vegna má ekki sökkva skipum við Ísland sem gætu orðið áhugaverðir köfunarstaðir?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2021. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81341>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna má ekki sökkva skipum við Ísland sem gætu orðið áhugaverðir köfunarstaðir?
Sú háttsemi sem spyrjandi lýsir hér er skilgreint sem varp í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda. Með varpi er átt við það þegar skipum eða öðrum hlutum er fleygt í hafið, vísvitandi án lögmæts tilgangs. Varp nær einnig yfir það þegar fljótandi efnum er hellt í sjó.

Varp er almennt óheimilt skv. 9. gr. sömu laga en undantekningar eru gerðar fyrir fiskúrgang í tilteknum tilfellum, dýpkunarefni og náttúruleg óvirk efni. Til þess að mega sökkva þessu í sæ þarf þó skilyrt leyfi Umhverfisstofnunar. Engar undantekningar ná hins vegar til skipa eða báta og því getur Umhverfisstofnun ekki veitt leyfi til að varpa þeim í sæ.

Engin leyfi eru veitt til þess að sökkva skipum í sæ við Íslandsstrendur.

Refsing þeirra sem brjóta gegn lögunum er tilgreindur í 25. gr.; sekt eða fangelsi allt að tveimur árum. Með þessu er löggjafinn að reyna að sporna við mengun stranda og sjávar en varp eins og það sem spyrjandi vísar til skaðar auðlindir hafsins, getur hæglega raskað lífríki sjávar og spillt umhverfinu.

Í 20. gr. laganna er athyglisverð heimild. Ef skip sökkva geta eigendur þess sent beiðni til Umhverfisstofnunar þess efnis að skipið fái að standa óhreyft, að því gefnu að eigandi telji að ill- eða ógerlegt sé að fjarlægja skipið. Áhættumat þarf að fylgja beiðninni þar sem gerð er grein fyrir umhverfislegum ávinningi, ásamt kostnaði við að láta fjarlægja hið sokkna skip. Ef markmiðið væri því að útbúa athyglisverðan köfunarstað þyrfti því að halda sig við þau skip sem þegar hafa sokkið og erfitt er að fjarlægja af hafsbotni.

Mynd:...