Sólin Sólin Rís 07:49 • sest 19:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 07:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 12:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:49 • sest 19:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 07:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 12:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir orðið „blá“ í samhenginu „mýrar og blár“ og „engjar og blár“?

Guðrún Kvaran

Kvenkynsorðið blá í merkingunni ‘mýri, flói, flatlendi sem liggur undir vatni’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá 18. öld. Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans á til dæmis þrjár heimildir eftir Árna Magnússon handritasafnara úr verkinu Arne Magnussons levned og skrifter sem gefið var út 1930.

Blá heiter hvar vætueinge er, og vatned eigi diupara enn sem ná kunni i kálfaspord edur midiann legg.

blá kallar þeir og i Medallandi (ad eg hygg) þar gras vex upp ur sandinum.

Blá fæm. generis. grunnar tiarner þar gras vex upp ur.

Blá er nokkuð staðbundið orð frá austan- og suðaustanverðu landinu. Árni hafði til dæmis eina heimild sína úr Meðallandi. Hallgrímur Scheving, kennari í Bessastaðaskóla, fór að safna til íslenskrar orðabókar og merkti sérstaklega við orð sem hann taldi staðbundin. Meðal orða sem hann taldi bundin Austurlandi er blá sem hann sagði merkja ‘stór mýri milli ása’. Danski fræðimaðurinn Rasmus Christian Rask, sem var á ferð um Ísland 1814 og 1815, skráði einnig hjá sér orð sem hann heyrði og þekkti ekki. Eitt þeirra var blá sem hann sagði merkja ‘mýri, flói’ og væri austfirskt (sjá Guðrún Kvaran 2000:208).

Kvenkynsorðið blá er í nefnifalli og þolfalli fleirtölu blár (það er blár, um blár), samanber setninguna sem nefnd var í fyrirspurninni.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.3.2025

Spyrjandi

Ingigerður Ingvarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið „blá“ í samhenginu „mýrar og blár“ og „engjar og blár“?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2025, sótt 14. mars 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=86880.

Guðrún Kvaran. (2025, 11. mars). Hvað merkir orðið „blá“ í samhenginu „mýrar og blár“ og „engjar og blár“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86880

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið „blá“ í samhenginu „mýrar og blár“ og „engjar og blár“?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2025. Vefsíða. 14. mar. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86880>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir orðið „blá“ í samhenginu „mýrar og blár“ og „engjar og blár“?
Kvenkynsorðið blá í merkingunni ‘mýri, flói, flatlendi sem liggur undir vatni’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá 18. öld. Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans á til dæmis þrjár heimildir eftir Árna Magnússon handritasafnara úr verkinu Arne Magnussons levned og skrifter sem gefið var út 1930.

Blá heiter hvar vætueinge er, og vatned eigi diupara enn sem ná kunni i kálfaspord edur midiann legg.

blá kallar þeir og i Medallandi (ad eg hygg) þar gras vex upp ur sandinum.

Blá fæm. generis. grunnar tiarner þar gras vex upp ur.

Blá er nokkuð staðbundið orð frá austan- og suðaustanverðu landinu. Árni hafði til dæmis eina heimild sína úr Meðallandi. Hallgrímur Scheving, kennari í Bessastaðaskóla, fór að safna til íslenskrar orðabókar og merkti sérstaklega við orð sem hann taldi staðbundin. Meðal orða sem hann taldi bundin Austurlandi er blá sem hann sagði merkja ‘stór mýri milli ása’. Danski fræðimaðurinn Rasmus Christian Rask, sem var á ferð um Ísland 1814 og 1815, skráði einnig hjá sér orð sem hann heyrði og þekkti ekki. Eitt þeirra var blá sem hann sagði merkja ‘mýri, flói’ og væri austfirskt (sjá Guðrún Kvaran 2000:208).

Kvenkynsorðið blá er í nefnifalli og þolfalli fleirtölu blár (það er blár, um blár), samanber setninguna sem nefnd var í fyrirspurninni.

Heimildir og mynd:

...