Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 970 svör fundust
Hver var Elísabeta Hevelius og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar?
Elisabeth Catherina Koopmann Hevelius (1647-1693) var þýsk-pólskur stjörnufræðingur og önnur eiginkona stjörnufræðingsins fræga Jóhannesar Heveliusar (1611-1687). Hún hefur stundum verið kölluð fyrsti kvenkyns stjörnufræðingurinn en hvort sem svo er eða ekki þá birtist hún að minnsta kosti fyrst kvenna á mynd við ...
Á hvaða árstíma gagga tófur aðallega?
Tófan er einfari (e. solitary) en félagskerfi tegundarinnar byggir á einkvæni og óðalshegðun. Algengasta fyrirkomulagið er að parið heldur saman svo lengi sem bæði lifa en mökun fer fram í mars. Samskipti fara fram með lyktarskilaboðum, sem eru yfirleitt þvagmerki eða með því að nudda lyktarkirtli sem staðsettur e...
Hvað er fellibylur, af hverju og við hvaða aðstæður myndast fellibyljir?
Fellibyljir eru djúpar og krappar lægðir sem myndast yfir hafi í hitabeltinu. Lægðir þessar valda oft miklu tjóni þegar þær ganga á land, ýmist vegna fárviðris, úrfellis eða sjávarflóða sem oft fylgja. Ólíkt lægðum sem fara um Ísland og myndast og dýpka á mörkum kaldra og hlýrra loftmassa sækja fellibyljir ork...
Af hverju gerir NATO ekkert stórtækt varðandi stríðið milli Ísraels og Palestínu?
Á alþjóðavettvangi er engin alheimsstjórn sem setur sameiginlegar reglur og fylgir þeim eftir. Alþjóðakerfið er sjálfshjálparkerfi sem byggir á samstarfi fullvalda ríkja. Sameinuðu þjóðirnar eru stærsti sameiginlegi vettvangur fullvalda ríkja til að leita lausna á vandamálum heimsins með friðsamlegum hætti. ...
Náði Hitler að ráðast inn í Moskvu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um innrás Hitlers í Moskvu? Í bók sinni og pólitískri stefnuyfirlýsingu Mein Kampf (Baráttan mín) hafði Hitler gefið út að til þess að þýska ríkið gæti dafnað og þrifist þá þyrfti það að stækka. Til þess horfði hann til Austur-Evrópu. Hitler leit svo...
Hvaðan komu veirur og hvenær urðu þær til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni veira og hver er saga þeirra? Hafa þær alltaf verið til? Allt líf á jörðinni er af einum meiði. Þetta staðfesta nokkrar staðreyndir, erfðaefnið (DNA) og táknmálið er það sama í öllum lífverum,[1] og örvhentar amínósýrur (e. left handed amino acids) eru ...
Verða apar nútímans að mönnum framtíðar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er þróunin ennþá í gangi? Verða apar nútímans að mönnum framtíðar? Þróunin er ennþá í fullum gangi en hún felur ekki í sér að apar nútímans verði að mönnum framtíðar. Þróun hefur ekki fyrirframgefna stefnu, þannig að þótt að menn hafi þróast af öpum eða átt sameig...
Hvenær var fyrsta steinhúsið landsins byggt og hvaða hús er það?
Um miðja 18. öld fóru dönsk stjórnvöld að beita sér fyrir eflingu iðnaðar hér á landi. Konungur styrkti hlutafélagið Innréttingar sem Skúli Magnússon, sem var skipaður landfógeti 1749, stofnaði með öðrum 1751. Aðalaðsetur Innréttinganna var valinn staður í Reykjavík og lagði grunn að þéttbýlismyndun þar. Skúli...
Hvaða reglur giltu um z í íslensku?
Bókstafurinn z barst snemma inn í íslenskt stafróf og var hann talsvert notaður í fornu máli. Í bókinni Íslenzkar rjettritunarreglur eftir Halldór Kr. Friðriksson frá árinu 1859 voru settar fram reglur sem giltu nær óbreyttar fram til ársins 1974 en þá var z felld brott í stafsetningnu, annars staðar en í mannanöf...
Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálftum er þá miðað við sjávarmál?
Í heild hljóðaði spurningin svona: Þegar Veðurstofan gefur upp dýpi á jarðskjálfta, er þá átt við dýpi frá yfirborði þess landssvæðis þar sem upptök skjálftans eru eða er átt við dýpi miðað við sjávarmál? Dæmi: Ef jarðskjálfti verður á 0,1 km dýpi undir Bárðarbungu er þá átt við að upptökin séu 100 m undir yfi...
Hvað getið þið sagt mér um frumefnið ál?
Ál er frumefni nr. 13 í lotukerfinu. Ál er silfurhvítur léttmálmur með mólmassa 26,98 g/mól. Efnið er sterkt miðað við eðlisþyngd og auðvelt í mótun. Þessir eiginleikar álsins endurspeglast í því að það er annar mest notaði málmurinn í heiminum á eftir stáli. Ál er ekki segulmagnað en eins og almennt gildir um mál...
Hvað er naflaslit, geta fullorðnir lent í því líka?
Upprunalega hljómaði spurningin svona:Hvað er naflaslit (hjá ungbörnum) og hvert er fræðiheitið? Naflaslit (naflahaull, e. umbilical hernia) er ein tegund af kviðsliti enda einnig kallað naflakviðslit. Kviðslit verður þar sem kviðveggur veikist á afmörkuðu svæði og rofnar þannig að innihald kviðarins eins og kv...
Hvernig breytist snjór í jökulís?
Þegar snjór fellur á jörðina byrjar hann strax að umbreytast. Kristallarnir missa greinótta stjörnulögun sína (1. mynd), verða óreglulegri og renna síðan saman við aðra kristalla. 1. mynd. Snjókristall. Verður þá fyrst til grókornóttur snjór sem oft er kallaður hjarn. Ummyndunin heldur áfram og kornin verða...
Hvenær hófust fuglamerkingar á Íslandi og af hverju eru fuglar merktir?
Fuglamerkingar hófust hér á landi árið 1921 fyrir tilstilli danska fuglafræðingsins Peter Skovgaard. Þrátt fyrir að hafa verið upphafsmaður fuglamerkinga á Íslandi kom Skovgaard aldrei til Íslands heldur sendi hann merkin hingað og fékk góðan hóp heimamanna til þess að sjá um merkingarnar. Árið 1932 hóf Hið ísl...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Helga Lund rannsakað?
Sigrún Helga Lund er dósent í líftölfræði við læknadeild Háskóla Íslands og tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknir Sigrúnar miða fyrst og fremst að því að nota upplýsingar úr lýðgrunduðum gagnasöfnum til að skilja eðli og umfang sjúkdóma og annarra heilsutengdra viðfangsefna. Hér á landi eru skrá...