Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 809 svör fundust
Hvernig er lykt?
Margir heimspekingar halda því fram að suma þekkingu sé ekki hægt að hafa án þess að tiltekin reynsla búi að baki. Í frægu ímynduðu dæmi lýsir heimspekingurinn Frank Jackson til að mynda konunni Mary, sem hefur alla sína tíð lifað í einangrun í svarthvítu herbergi. Í einangruninni hefur Mary lesið sér einhver óskö...
Er þrælahald einhvers staðar leyft?
Þrælahald var formlega afnumið með upplýsingunni á 18. öld og lagt er bann við því, án undantekninga, í öllum helstu mannréttindasamningum og að alþjóðlegum venjurétti. Bann við þrælkun er meðal elstu viðurkenndu mannréttinda og fyrsti fjölþjóðlegi mannréttindasamningurinn, alþjóðasamningur um þrælahald frá 1926, ...
Eiga aðstandendur látins manns rétt á að sjá sjúkraskrár hans?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Eiga aðstandendur látins manns rétt á því að fá afrit af sjúkraskrám hins látna hafi hann meðan á sjúkralegu sinni stóð veitt samþykki sitt fyrir því? Í sjúkraskrám er oft að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og því gilda mjög strangar reglur um afhendingu þeirra. Í 14. gr...
Hvað er svartími og birtuskil í sjónvarpstækjum?
Með svartíma (e. response time) er átt við þann tíma sem líður frá því að einn díl (pixel) á skjá er óvirkur (svartur) þar til hann verður virkur (hvítur) og síðan aftur óvirkur (svartur). Svartími mælist í millisekúndum, það er þúsundustu hlutum úr sekúndu, og því skemmri sem hann er því skarpari helst myndin þeg...
Hver er munurinn á náttúrulyfjum og náttúruvörum?
Jurtir hafa verið notaðar frá örófi alda í bæði í hefðbundinni og óhefðbundinni lyfja- og læknisfræði. Innihaldsefni plantna eru breytileg í mismunandi plöntulíffærum (til dæmis rót, fræ, blöð og börkur) og einnig eftir vaxtarstað, uppskerutíma, meðhöndlun eftir uppskeru og vinnsluaðferð. Á síðustu áratugum hef...
Er hægt að hlaupa hraðar aftur á bak en áfram?
Við vitum ekki svarið við þessari spurningu en fjölmargir vísindamenn vinna að því að rannsaka þetta áhugaverða og mikilvæga efni. Háskóli Íslands hefur sem kunnugt er í hyggju að komast í röð fremstu háskóla í heiminum á næstu árum og það hefur verið ljóst frá upphafi að leiðin að því markmiði er fyrst og fremst ...
Brýt ég höfundarétt ef ég skrifa bók með persónunni Sherlock Holmes?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað nær höfundaréttur rithöfunda á skáldsagnapersónum langt aftur í tímann? Mætti ég skrifa bók um Sherlock Holmes? Í stuttu máli er svarið að finna í 43. gr. höfundalaga (nr. 73/1972) en þar segir að höfundaréttur helst í 70 ár frá andláti höfundar. Miðað er við næst...
Hvernig kemst maður í tæri við díoxín og hvernig lýsir díoxín-eitrun sér?
Díoxín og PCB-efni dreifast með lofti, vatni og jarðvegi og finnast því um allan heim. Dýr og fiskar taka þau upp með fæðu, jarðvegi og seti. Efnin eru vatnsfælin og setjast í líkamsfitu dýra þar sem þau safnast fyrir. Helmingunartími díoxína í líkamanum er talinn vera 7 til 11 ár. Díoxín safnast fyrir í fæðukeðju...
Hvað getur þú sagt mér um heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna?
Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins, sem haldin var í Stokkhólmi árið 1972, viðurkenndu ríki nauðsyn verndunar þar sem „það skaðar arfleifð allra þjóða heims ef einhver hluti hinnar menningarlegu eða náttúrulegu arfleifðar spillist eða hverfur“. Á sama ári var á þingi Menningarmálastofnunar Same...
Hvernig var samfélag Mayanna, við hvað unnu þeir og hver var heimsmynd þeirra?
Öll samfélög Mayanna byggðu á akuryrkju þar sem maísræktun var undirstaðan og maís meginfæða íbúanna. En þeir ræktuðu ótrúlegan fjölda nytjajurta, svo sem fjölda afbrigða af sílípipar og baunum, sætar kartöflur, tómata, lárperur, grasker, kakó, vanillu, tóbak, baðmull og henekvín (e. henequin). Reyndar ræktuðu May...
Hvernig reikna menn út rennsli í rúmmetrum í jökulhlaupum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig er farið að því að finna út rennsli í rúmmetrum í hlaupum eins og Skaftárhlaupi? Rennsli fallvatns er fundið með því að mæla rúmmál vatns sem berst í gegnum þversnið farvegarins á tímaeiningu. Venja er að nota mælieininguna rúmmetrar á sekúndu [m3/s]. $$R...
Ég er að draga 300 kg rör, hversu mikla þyngd dreg ég í raun og veru?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hæ. Ég er að reyna að finna út hvað ég er í raun að draga mikla þyngd en hef ekki rétta formúlu, ég er að draga 4 metra langt rör sem er 300 kg að þyngd og er með grófa möl undir. Getið þið hjálpað mér? Erfitt er að svara spurningunni með nákvæmu svari þar sem ýmsar nau...
Hvaða rannsóknir hefur Auður H. Ingólfsdóttir stundað?
Alþjóðakerfið, tengsl hins alþjóðlega við hið staðbundna, valdatengsl ólíkra hópa og samskipti manns og náttúru eru þeir þræðir sem tvinnast saman í rannsóknum Auðar H. Ingólfsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og sérfræðings við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF). Miðstöðin hefur aðsetur við Háskólann á Akureyri en ...
Hvaða dýr sjá liti rétt?
Menn sjá aðeins rafsegulbylgjur á tilteknu öldulengdarbili sem ljós, og líklegt er að svipað gildi um flest önnur dýr. Þessa takmörkun bilsins má trúlega rekja til þess að bylgjur á þessu bili berast vel í vatni og sjónin þróaðist fyrst hjá dýrum í hafinu. Litnemar augans, keilurnar, eru yfirleitt þrenns konar í ...
Hver var James Cook og hvað hvert sigldi hann?
James Cook (1728-1779) var einn mesti landkönnuður á sinni tíð. Hann sigldi yfir Kyrrahafið þvert og endilangt, fór yfir 70. breiddargráðu bæði í norðri og suðri, var fyrstur manna til þess að sigla umhverfis jörðina á mjög suðlægum slóðum, fann óþekktar eyjur, kannaði aðrar sem áður var vitað um og skildi eftir s...