Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er lykt?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Margir heimspekingar halda því fram að suma þekkingu sé ekki hægt að hafa án þess að tiltekin reynsla búi að baki. Í frægu ímynduðu dæmi lýsir heimspekingurinn Frank Jackson til að mynda konunni Mary, sem hefur alla sína tíð lifað í einangrun í svarthvítu herbergi. Í einangruninni hefur Mary lesið sér einhver ósköp til um eðlisfræði lita og lífeðlisfræði litaskynjunar og veit þannig eins mikið og hægt er að vita um skilgreiningar á litum, hvernig litir verða til og svo framvegis. Samt, segir Jackson, eru tilteknir hlutir um til dæmis rauðan lit sem hún getur ekki vitað. Hún getur ekki vitað hvernig það er að sjá eitthvað rautt.

Skoðun Jacksons hefur verið útfærð á mismunandi vegu. Sumir vilja halda því fram að það séu ákveðnar staðreyndir, eða gerð staðreynda, sem ekki er mögulegt að hafa þekkingu á nema tiltekin gerð reynslu sé til staðar. Aðrir hafna þessari flokkun staðreynda, en vilja í staðinn greina þekkingu niður í mismunandi gerðir. Samkvæmt þeim veit Mary vel hvað rauður litur er í einum skilningi þess að vita, en í öðrum skilningi orðsins veit hún ekkert um það.



Hvernig ætli þessi ljónsmunni lykti?

Að baki hugmynda á borð við dæmið um Mary, býr sú skoðun að skynjun okkar og upplifun einkennist af því sem kalla má finningar (e. qualia). Finningu er þá lýst sem einhvers konar eiginleika skynreynslu og annarra hughrifa, sem er það sem við notumst við til að greina viðkomandi gerð reynslu frá öðrum. Munurinn á því hvernig það er að sjá eitthvað rautt og hvernig það er að sjá eitthvað blátt felst þá í mismunandi finningum.

Út frá þessu má svo fara að svara því sem hér var spurt um: Hafi Jackson og skoðanasystkin hans rétt fyrir sér, þá er engin leið að lýsa því hvernig lykt er fyrir þeim sem hefur ekki lyktarskyn. Þær aðferðir sem við höfum til að lýsa lykt fela alltaf í sér vísun til reynslu af lykt. Þetta gerum við iðulega þegar við lýsum lykt: “Ég finn einhverja skrýtna lykt hérna, hún er eins og sambland af rauðkálslykt og fisklykt.” Svona lýsing hefur sáralítið gildi fyrir þann sem hvorki hefur fundið rauðkáls- né fisklykt.

Þeir heimspekingar sem hafa hafnað því að til sé eitthvað á borð við finningar, eða að þekkingu Mary hans Jacksons á rauðum lit sé á einhvern hátt ábótavant, telja að upplýsingarnar komi allar fram í fræðilegum úttektum á viðkomandi reynslu. Samkvæmt þeim ætti að duga fyrir þann lyktarskynslausa að skoða svör vísindamanna við spurningum á borð við "Hvað er lykt?".

Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Frank Jackson (1982), "Epiphenomenal Qualia", Philosophical Quarterly, 32 (1982), bls. 127-36.
  • Purdue University

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

21.12.2005

Spyrjandi

Jóhann Ingi Ólafsson

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvernig er lykt?“ Vísindavefurinn, 21. desember 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5502.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2005, 21. desember). Hvernig er lykt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5502

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvernig er lykt?“ Vísindavefurinn. 21. des. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5502>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er lykt?
Margir heimspekingar halda því fram að suma þekkingu sé ekki hægt að hafa án þess að tiltekin reynsla búi að baki. Í frægu ímynduðu dæmi lýsir heimspekingurinn Frank Jackson til að mynda konunni Mary, sem hefur alla sína tíð lifað í einangrun í svarthvítu herbergi. Í einangruninni hefur Mary lesið sér einhver ósköp til um eðlisfræði lita og lífeðlisfræði litaskynjunar og veit þannig eins mikið og hægt er að vita um skilgreiningar á litum, hvernig litir verða til og svo framvegis. Samt, segir Jackson, eru tilteknir hlutir um til dæmis rauðan lit sem hún getur ekki vitað. Hún getur ekki vitað hvernig það er að sjá eitthvað rautt.

Skoðun Jacksons hefur verið útfærð á mismunandi vegu. Sumir vilja halda því fram að það séu ákveðnar staðreyndir, eða gerð staðreynda, sem ekki er mögulegt að hafa þekkingu á nema tiltekin gerð reynslu sé til staðar. Aðrir hafna þessari flokkun staðreynda, en vilja í staðinn greina þekkingu niður í mismunandi gerðir. Samkvæmt þeim veit Mary vel hvað rauður litur er í einum skilningi þess að vita, en í öðrum skilningi orðsins veit hún ekkert um það.



Hvernig ætli þessi ljónsmunni lykti?

Að baki hugmynda á borð við dæmið um Mary, býr sú skoðun að skynjun okkar og upplifun einkennist af því sem kalla má finningar (e. qualia). Finningu er þá lýst sem einhvers konar eiginleika skynreynslu og annarra hughrifa, sem er það sem við notumst við til að greina viðkomandi gerð reynslu frá öðrum. Munurinn á því hvernig það er að sjá eitthvað rautt og hvernig það er að sjá eitthvað blátt felst þá í mismunandi finningum.

Út frá þessu má svo fara að svara því sem hér var spurt um: Hafi Jackson og skoðanasystkin hans rétt fyrir sér, þá er engin leið að lýsa því hvernig lykt er fyrir þeim sem hefur ekki lyktarskyn. Þær aðferðir sem við höfum til að lýsa lykt fela alltaf í sér vísun til reynslu af lykt. Þetta gerum við iðulega þegar við lýsum lykt: “Ég finn einhverja skrýtna lykt hérna, hún er eins og sambland af rauðkálslykt og fisklykt.” Svona lýsing hefur sáralítið gildi fyrir þann sem hvorki hefur fundið rauðkáls- né fisklykt.

Þeir heimspekingar sem hafa hafnað því að til sé eitthvað á borð við finningar, eða að þekkingu Mary hans Jacksons á rauðum lit sé á einhvern hátt ábótavant, telja að upplýsingarnar komi allar fram í fræðilegum úttektum á viðkomandi reynslu. Samkvæmt þeim ætti að duga fyrir þann lyktarskynslausa að skoða svör vísindamanna við spurningum á borð við "Hvað er lykt?".

Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Frank Jackson (1982), "Epiphenomenal Qualia", Philosophical Quarterly, 32 (1982), bls. 127-36.
  • Purdue University

...