Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2173 svör fundust
Til hvers voru menn sendir til tunglsins?
Eftir umfangsmiklar kannanir á tunglinu á sjöunda áratugnum, sem meðal annars fólu í sér nákvæma kortlagningu yfirborðsins og fimm lendingar ómannaðra geimfara, sendu Bandaríkjamenn níu mönnuð geimför til tunglsins. Fyrsta mannaða geimfarið sem fór á braut um tunglið var Apollo 8., sem flaug í desember 1968, og va...
Er til efni sem er ósýnilegt en hefur samt þyngd?
Svarið er já, hvaða skilningur sem lagður er í spurninguna. Sýnileiki annars vegar og þyngd, massi eða orka hins vegar eru óskyldir hlutir. Eitthvert einfaldasta dæmið um efni sem við sjáum ekki en hefur samt þyngd eða massa er andrúmsloftið kringum okkur. Einn rúmmetri af lofti við staðalaðstæður hefur massa s...
Hvað getið þið sagt mér um eldflugur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað getið þið sagt mér um eldflugur, hvaðan koma þær, hvers vegna lýsa þær í myrkri og hvert er hlutverk þeirra í náttúrunni?Eldflugur eru ekki flugur heldur bjöllur af ættinni Lampyridae. Á ensku nefnast bjöllur af þessari ætt „fireflies“ eða „lightning bug.“ Rúmlega 1100 ...
Báru lögsögumenn á Alþingi til forna einhvern hlut sem merki um stöðu sína? Líkt og biskupar báru bagal?
Ekki er til þess vitað að lögsögumenn hafi borið einhver tákn um stöðu sína. Ekkert kemur fram um það í fornum heimildum og enginn slíkur hlutur hefur fundist, hvorki í fornleifauppgreftri né á annan máta. Bagall Páls Jónssonar biskups. Smellið til að sjá stærri mynd. Hér á landi hafa hins vegar fundist mjög ga...
Hvað getið þið sagt mér um maríubjöllur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað borða maríubjöllur?Hvar finn ég upplýsingar um maríubjöllu á netinu? Eru maríuhænur á Íslandi? Maríubjöllur (Coccinellidae) er í raun sérstök ætt bjalla og innan ættarinnar eru um 4.500 tegundir sem finnast um allt þurrlendi jarðar. Þær eru kúlulaga og eru skjaldvængirnir í ...
Er satt að danski fangavörðurinn Sigvardt Bruun hafi á 18. öld nauðgað 60 föngum í Reykjavík og myrt þá?
Víst var Sigvardt Bruun til en að hann hafi nauðgað og myrt 60 fanga er vafasamara. Bruun var ráðinn fangavörður við tukthúsið á Arnarhóli 1785 og 1786 tók hann við starfi ráðsmanns þar. Þessum störfum sinnti Bruun á miklum harðindaárum. Móðuharðindi ríktu í kjölfar eldgosanna 1783 og jarðskjálftahrina gekk yfir S...
Hvað eru stýrivextir?
Stýrivextir seðlabanka eru þeir vextir sem bankinn notar til að hafa áhrif á markaðsvexti. Seðlabanki Íslands, líkt og seðlabankar annarra landa, á í ýmiss konar viðskiptum við önnur innlend fjármálafyrirtæki, sérstaklega innlánsstofnanir. Með innlánsstofnunum er átt við banka og sparisjóði sem hafa heimild til...
Hvar heldur síldin til eftir árstíðum við Ísland?
Síldin er árstíðabundin þar sem hún hrygnir á ákveðnum stöðum og gengur síðan eftir hrygningu á ætisstöðvar. Á síldarárunum svokölluðu fóru síldveiðar á norsku vorgotssíldinni, eða norsk-íslensku síldinni eins og hún nefnist í dag, fram á vorin og sumrin og var hún því árstíðabundin hérlendis. Þrír síldarstofna...
Hvað er Marsjeppinn Curiosity stór og hvernig er hann knúinn áfram?
Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar...
Hvaða eitranir af völdum þörunga eru þekktar í skelfiski hér við land?
Um 75 tegundir eiturmyndandi þörunga eru þekktar í dag. Svo virðist sem blómi þessara eitruðu tegunda hafi aukist undanfarna áratugi um allan heim. Ekki er vitað hvers vegna en talið er að mikið magn næringarefna frá landbúnaði sem berst í sjó og breytingar á hitastigi sjávar kunni að hafa þar áhrif, einnig geta þ...
Hvaða maður talar inn á flestar stiklur fyrir bandarískar kvikmyndir?
Umræddur maður heitir Donald Leroy „Don“ LaFontaine og fæddist 26. ágúst árið 1940. Hann er hvað þekktastur fyrir að tala inn á myndbrot úr væntanlegum kvikmyndum. Fyrir utan yfir 5000 stiklur (e. trailers) hefur hann ljáð fjölda auglýsinga og tölvuleikja rödd sína. Don LaFontaine fór snemma í mútur en að hans...
Hvað getur þú sagt mér um heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna?
Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins, sem haldin var í Stokkhólmi árið 1972, viðurkenndu ríki nauðsyn verndunar þar sem „það skaðar arfleifð allra þjóða heims ef einhver hluti hinnar menningarlegu eða náttúrulegu arfleifðar spillist eða hverfur“. Á sama ári var á þingi Menningarmálastofnunar Same...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Gunnar Bernburg rannsakað?
Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og snúa núverandi rannsóknir hans að fjöldamótmælum í samtímanum. Jón Gunnar hefur reyndar komið víða við í rannsóknum og spanna verk hans fjölmörg svið félagsfræðinnar. Doktorsverkefni hans skoðaði áhrif afbrotastimplunar á lífshlaupið, en rannsók...
Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?
Í stuttu máli hefur handþvottur með sápublönduðu vatni þau áhrif að sápusameindir ná að hrifsa til sín veirur og þannig er hægt að skola þær af húðinni. Sápa er eins konar tengiliður milli vatns og vatnsfælinna efna. Vatnsfælin efni eru þau sem blandast vatni illa eða alls ekki, en það á til dæmis við um fitusa...
Hvað getið þið sagt mér um skötur?
Hér við land finnast nokkrar tegundir af ættbálki skatna (Hypotremata). Má þar helst nefna tindaskötuna (Raja radiata) sem kunnari er undir heitinu tindabikkja. Aðrar tegundir eru til dæmis skjótta skata (Raja Hyperborea), skata (Raja batis), hvítaskata (Raja lintea) og maríuskata (Bathyraja spinicauda). Skötur...