Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1432 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Voru haldnar stórar veislur með þorramat á þorranum hér áður fyrr?

Súrmatur var borðaður nánast á hverjum degi til sveita nokkuð fram á 20. öld. Hann var því enginn sérstakur hátíðamatur. Orðið þorramatur varð ekki til í málinu fyrr en eftir miðja 20. öld, og kjarni hans er því ekkert annað en gamall íslenskur hversdagsmatur. Kæstur hákarl, hangikjöt, sviðakjammar, sviðasulta, s...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við með þjóðstjórn og utanþingsstjórn?

Orðið þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðiflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Hér er hægt að skoða dæmi um orðið þjóðstjórn á vef alþingis...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að spekúlera og hvaðan er það komið?

Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjármálabrask’. Danska sögnin og sú íslenska eiga rætur að rekja til latínu spekulārī 'skoða’. Sögnin að spekúlera var tekin að láni úr dönsku á 17. öld í merkingunni 'velta fyrir sér; fást við fjár...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðalagið að vera stikk eða stikkfrí?

Stikk er sérstakur leikur sem vinsæll var þegar í upphafi 20. aldar. Hann fór þannig fram að hnappar, tölur eða annað þess háttar var lagt á jörðina í ákveðinni fjarlægð frá þeim sem voru að spila. Þeir höfðu í hendinni lítinn, flatan stein eða litla málmplötu, sem nefndist stikki, og köstuðu í átt að hnöppunum ei...

category-iconHugvísindi

Hvað er átt við með orðinu gjaldkeri?

Orðið gjaldkeri er talið gamalt tökuorð í íslensku í merkingunni ‘féhirðir’. Það er til í nýnorsku sem gjaldkere, fornsænsku sem gjældkyre og í forndönsku gælkyræ, gælkæræ. Hugsanlegt er að vesturnorrænu málin, íslenska og norska, hafi tekið orðið að láni úr austurnorrænu málunum, dönsku eða sænsku. Gjaldkeri er...

category-iconHugvísindi

Hve margir Íslendingar fluttust til Vesturheims og hve margir sneru heim aftur?

Hve margir fluttust til Vesturheims? Athugum fyrst hvar hægt er að finna upplýsingar um einstaka íslenska vesturfara. Um þá er til stórmerkileg bók, Vesturfaraskrá 1870–1914, eftir Júníus Kristinsson. Þar eru taldir upp, í röð eftir sýslum, hreppum og sveitabæjum, ekki færri en 14.268 íslenskir vesturfarar. Til...

category-iconHagfræði

Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu?

Áhrifin á verðbólgu af inngöngu í Evrópusambandið eru líklegast hverfandi. Áhugaverða spurningin í því sambandi er hins vegar hvort upptaka evru mundi hafa áhrif. Í sjálfu sér er óvíst hvort evran sem slík hefði beinlínis áhrif en ljóst er að svonefnd Maastricht-skilyrði sem uppfylla verður til að hægt sé að taka ...

category-iconHagfræði

Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans?

Spurningi í fullri lengd hljóðar svona: Hvers vegna styrkist gengi íslensku krónunnar við aukið innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands? Gjaldeyrir kemur inn í landið þegar erlendir aðilar kaupa vöru eða þjónustu af innlendum aðilum. Hinir erlendu aðilar greiða með gjaldeyri. Ísle...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég veit að flestir líkamshlutar okkar eiga sér samsvörun í germönskum málum. En sum þeirra virðast ekki falla í þann flokk. Hvaðan koma heiti eins og heili, enni, mæna, vélinda, lófi, il, þind og bris? Germönsk mál skiptast í þrjár málaættir, norðurgermönsk mál (ís...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver var Jón Helgason og hvert var framlag hans til íslenskra fræða?

Jón Helgason (1899-1986) var bráðger á unga aldri, lauk snemma öllum æðstu lærdómsprófum og lifði svo langa ævi að starfsferillinn spannaði nærfellt sjötíu ár. Hann vann mörg og stór verk á flestum sviðum íslenskra fræða allt frá fyrsta skeiði íslenskra mennta og fram á 19. öld. Hann bjó í Kaupmannahöfn nánast all...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva?

Þegar búa þurfti til íslenskt orð yfir enska heitið 'computer' varð orðið tölva fyrir valinu. Í desember árið 1964 eignaðist Háskóli Íslands fyrstu tölvu sína, IBM 1620. Orð þótti vanta yfir gripinn og er Sigurði Nordal prófessor eignað orðið tölva sem hann setti fram 1965. Áður höfðu menn notast eitthvað við orði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan eru nafnorðin „herbergi” og „stígvél” komin?

Orðið herbergi kemur fyrir í fornu máli í merkingunni 'íbúðarhús, gististaður'. Það er síðar einnig notað um 'vistarveru'. Orðið er til í nágrannamálunum, nýnorsku herbyrgi, sænsku härberge, dönsku herberg(e), í merkingunni 'gististaður, húsaskjól'. Það er talið tökuorð úr miðlágþýsku herberge 'gistihús', sbr. háþ...

category-iconLandafræði

Hver er höfuðborg Hollands?

Í Íslensku alfræðiorðabókinni segir að höfuðborg sé borg eða bær sem er opinbert stjórnsetur ríkis eða þjóðar. Samkvæmt þessu ætti Haag að vera höfuðborg Hollands þar sem aðsetur stjórnvalda er þar. En sú er ekki raunin heldur er það Amsterdam sem er höfuðborgin. Í Britannica Online er sú skýring gefin að samk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið lambskalli til í íslensku í merkingunni sviðahaus?

Orðið lambskalli finnst ekki í hefðbundnum orðabókum og engin dæmi voru til í söfnum Orðabókar Háskólans. Ef leitað er á leitarvélinni Google finnst eitt dæmi um orðið á síðu um færeyskan mat. Mynd er af matnum og enginn vafi er á að þar er um sviðahaus að ræða. Orðið finnst ekki í nýlegri færeyskri orðabók en...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á takmarki og markmiði?

Ekki er mikill merkingarmunur á orðunum takmark og markmið. Í Íslenskri orðabók er markmið skýrt sem ‛eitthvað sem keppt er að, tilgangur’ en takmark ‛mark, mið, eitthvað til að keppa að’. Menn setja sér markmið, markmiðið getur verið skammt (eða langt) undan og að lokum ná menn markmiðinu eða ná því e...

Fleiri niðurstöður