Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er orðið lambskalli til í íslensku í merkingunni sviðahaus?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið lambskalli finnst ekki í hefðbundnum orðabókum og engin dæmi voru til í söfnum Orðabókar Háskólans. Ef leitað er á leitarvélinni Google finnst eitt dæmi um orðið á síðu um færeyskan mat. Mynd er af matnum og enginn vafi er á að þar er um sviðahaus að ræða.

Orðið finnst ekki í nýlegri færeyskri orðabók en færeyska orðið yfir svið er sviðin seyðarhøvd.



Lambskalli.

Á Google finnst einnig orðið lammskalle um vinsælan rétt á Gotlandi. Ekki virðist um sambærilegan rétt að ræða og íslensk svið. Lammskalle er ekki fletta í sænskum orðabókum, til dæmis Svenska akademiens ordbok, en skalle er þar notað um þann hluta höfuðkúpunnar sem umlykur heilann.

Lambskalli er dæmigert slanguryrði notað í gamansömum tón og gæti vel verið notað þannig í færeysku. Þegar lambshausinn hefur verið sviðinn líkist hvirfillinn óneitanlega skalla á manni. Vel er líklegt að orðið þekkist eitthvað í talmáli hérlendis.

Fleiri svör um kindur og Færeyjar:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.10.2007

Spyrjandi

Einar Haraldsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er orðið lambskalli til í íslensku í merkingunni sviðahaus?“ Vísindavefurinn, 8. október 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6835.

Guðrún Kvaran. (2007, 8. október). Er orðið lambskalli til í íslensku í merkingunni sviðahaus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6835

Guðrún Kvaran. „Er orðið lambskalli til í íslensku í merkingunni sviðahaus?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6835>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er orðið lambskalli til í íslensku í merkingunni sviðahaus?
Orðið lambskalli finnst ekki í hefðbundnum orðabókum og engin dæmi voru til í söfnum Orðabókar Háskólans. Ef leitað er á leitarvélinni Google finnst eitt dæmi um orðið á síðu um færeyskan mat. Mynd er af matnum og enginn vafi er á að þar er um sviðahaus að ræða.

Orðið finnst ekki í nýlegri færeyskri orðabók en færeyska orðið yfir svið er sviðin seyðarhøvd.



Lambskalli.

Á Google finnst einnig orðið lammskalle um vinsælan rétt á Gotlandi. Ekki virðist um sambærilegan rétt að ræða og íslensk svið. Lammskalle er ekki fletta í sænskum orðabókum, til dæmis Svenska akademiens ordbok, en skalle er þar notað um þann hluta höfuðkúpunnar sem umlykur heilann.

Lambskalli er dæmigert slanguryrði notað í gamansömum tón og gæti vel verið notað þannig í færeysku. Þegar lambshausinn hefur verið sviðinn líkist hvirfillinn óneitanlega skalla á manni. Vel er líklegt að orðið þekkist eitthvað í talmáli hérlendis.

Fleiri svör um kindur og Færeyjar:

Mynd: