Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3410 svör fundust
Af hverju heitir Nýja-Sjáland þessu nafni?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvar er Sjálandið í nafninu Nýja-Sjáland?Hvaðan fær Nýja-Sjáland nafnið sitt? Er það eitthvað tengt Sjálandi í Danmörku? Árið 1642 kom hollenski sæfarinn og landkönnuðurinn Abel Janszoon Tasman fyrstur Evrópumanna auga á landið sem við þekkjum í dag undir nafninu Nýja-Sjáland. Þ...
Hvað varð kalt árið 1918?
Lægsti hiti sem mælst hefur á Íslandi var á Grímsstöðum og Möðrudal þann 21. janúar 1918. Eftir 1918 hefur hiti á veðurstöð aldrei farið niður fyrir -35°C. Janúar 1918 er kaldasti mánuður á Íslandi á 20. öld og ekki hefur enn orðið jafnkalt það sem af er þeirri 21. Vitað er um fáeina ámóta eða kaldari mánuði á ...
Hvaðan kemur sögnin 'að spóka sig'?
Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um sögnina að spóka sig ‛ganga um, sýna sig, láta á sér bera’ eru frá síðasta þriðjungi 19. aldar. Eldra er nafnorðið spóki ‛oflátungur, spjátrungur’ frá síðasta þriðjungi 18. aldar. Einnig eru til lýsingarorðin spók(ar)alegur og spókinn í merkingunni ̵...
Foss á Vestfjörðum er bæði kallaður Dynjandi og Fjallfoss. Hvort nafnið er réttara og af hverju?
Fossinn heitir Dynjandi og dregur nafn af hljóði sínu. Nöfn á fossum og ám eru oft mynduð með –andi, samanber Rjúkandi, Mígandi. Nafnið Fjallfoss á fossinum er rangnefni, en sagt er um bæinn Dynjanda í sóknarlýsingu Rafnseyrarkirkjusóknar 1839 eftir sr. Sigurð Jónsson, að hann taki „nafn af stórum fjallfossi á...
Af hverju heitir Viðey þessu nafni, var svona mikið af trjám þar?
Viðey heitir eyja ein á Kollafirði á Faxaflóa, rétt utan við Reykjavík. Önnur Viðey mun vera í Þjórsá og Viðeyjar eru nyrst í Faxaflóa, úti fyrir Skógarnesi. Viðey á Kollafirði. Nafnið er dregið af skógi eða kjarri sem hefur einkennt eyjarnar þegar þær fengu nafn. Fornleifarannsóknir í Viðey á Kollafirði ha...
Hversu mörg ríki eru í fleiri en einni heimsálfu?
Í eftirfarandi svari er miðað við mörk heimsálfanna eins og þeim í lýst í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að ákveða hvort eingöngu er átt við þau ríki sem mörk heimsálfanna liggja í gegnum eða hvort einnig er átt við þau ríki sem „e...
Hvers vegna er lögum um fyrirtækjanöfn ekki framfylgt?
Lengi vel var ekki allt sem sýndist þegar kom að nöfnum íslenskra fyrirtækja því að það tíðkaðist um hríð að fyrirtæki hétu íslenskum nöfnum í firmaskrá en notuðu önnur og jafnvel erlend nöfn í viðskiptum sínum. Margir kannast til dæmis við það að á yfirlitum um greiðslukortaviðskipti standa oft önnur fyrirtækjanö...
Hver var Alois Alzheimer og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?
Sjúkdómsheitið „Alzheimers-sjúkdómur“ er væntanlega öllum kunnugt og flestir vita sennilega að sjúkdómurinn leggst á heilann og veldur því að minni og önnur vitræn geta skerðist. Sjúkdómurinn fékk nafn sitt af þýska lækninum Alois Alzheimer sem fyrstur lýsti honum í ritgerð árið 1907 en það var þó ekki hann sjálfu...
Komu „læknisrannsóknir“ dr. Mengeles heiminum að einhverju gagni?
Dr.Josef Mengele, sem gekk undir nafninu Engill dauðans, var læknir í illræmdum útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz í Póllandi í seinni heimsstyrjöld. Nafn hans tengist fyrst og fremst óhugnanlegum illvirkjum sem hann framdi í nafni læknisfræðinnar. Ekki er hægt að kalla þær pyntingar sem hann lét fangana í Auschw...
Getið þið sagt mér frá termítum og lifnaðarháttum þeirra?
Termítar eru lítil eða meðalstór skordýr af ættbálki jafnvængja (Isoptera). Termítar hafa löngum verið kallaðir hvítmaurar en staðreyndin er sú að þó þeir lifi mjög þróuðu félagslífi og minni um margt á maura þá eru þeir ekkert sérlega skyldir þeim. Líkami termíta er mjúkur og litlaus og þeir eru með áberandi b...
Hvað þýðir mánaðarheitið þorri og hversu gamall siður eru þorrablótin?
Þorri er nafnið á fjórða mánuði vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á laugardegi áður en góa tekur við. Sá laugardagur er nefndur þorraþræll. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1188) kemur fram að orðið sé oftast tengt sögninni að...
Hvaða áhrif hafa sólvindar og sólblettir á jörðu?
Svör við spurningunni um sólvinda má lesa um í svari við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin? Lesa má um sólbletti í svari við spurningunni Hvað eru sólgos og segulstormur? Til viðbótar er spurt um áhrif sólbletta á hitafar á jörðinni. Vitað er að fjöldi sólbletta eykst og minnkar í sveiflu sem ...
Hvernig getur eitthvað verið kolólöglegt? Hvaða kol er átt við?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað getið þið sagt mér um forsliðinn kol- sem til dæmis má finna í orðunum kolólöglegt, kolvitlaust og kolrangstæður? Hvað þýðir það í þessu samhengi og hver er uppruni þess? Forliðurinn kol- er oft notaður í samsettum orðum til áherslu. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blö...
Hvað merkir bæjarnafnið Hrifla?
Bærinn Hrifla er í gamla Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu, nú Þingeyjarsveit. Jörðin liggur vestan Skjálfandafljóts, ekki langt frá Goðafossi. Nafnið mun upphaflega hafa verið Hriflugerði en síðan styst í Hriflu. Elsta dæmið um nafnið í skjölum er frá 1390 og stendur þar „hriflugerdi“. Nafnið hefur stundum ...
Hvenær kom nafnið Ómar inn í íslenska tungu, mér finnst það hljóma svo arabískt?
Fyrsti einstaklingurinn sem bar nafnið Ómar á Íslandi fæddist á fyrri hluta 20. aldar. Hér eru fæðingarár og full nöfn fyrstu fimm Ómara landsins samkvæmt gagnagrunni Íslendingabókar:Haraldur Ómar Vilhelmsson, 1913Ómar Allal, f. 1923Karl Ómar Jónsson, f. 1927Ómar Alfreð Elíasson, f. 1932Ómar Örn Bjarnason, f. 1...