Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2202 svör fundust
Hvaða tímatal notuðu menn fyrir Krists burð?
Ýmis tímatöl voru notuð áður en það tímatal sem nú er notað á Vesturlöndum og víðar var tekið upp. Raunar var ekki farið að miða við meint fæðingarár Jesú fyrr en á fyrri hluta 6. aldar. Það var Dionysius Exiguus sem gerði það árið 525 en hann vann þá að því að framlengja töflur yfir tímasetningu páskanna fyrir Jó...
Getur maður gefið helminginn af lifrinni sinni til manneskju með skemmda lifur?
Já, að vissum skilyrðum uppfylltum getur einstaklingur gefið hluta lifrar sinnar til annarrar manneskju með skemmda lifur. Þessi skilyrði eru að vera á aldrinum 18-60 ára, vera í blóðflokki sem hæfir blóðflokki lifrarþegans og vera jafnstór eða stærri en þeginn. Hvað mestu máli skiptir er þó að lifrargjafi sé hrau...
Hvenær hófst kaffidrykkja í heiminum og hvernig breiddist hún út?
Kaffitré vaxa villt á nokkrum svæðum í Afríku og sú tegund (Coffea arabica) sem fyrst nýttist til kaffigerðar rekur upphafleg heimkynni sín til fjalla í Eþíópíu. Ekki er ólíklegt að þar hafi menn lengi tuggið kaffiber sér til hressingar, en þess verður fyrst vart í Jemen (handan við Rauðahaf) um eða fyrir miðja 15...
Hver var G. Stanley Hall og hvert var hans framlag til sálfræðinnar?
Granville Stanley Hall var fjölvirkur fræðimaður sem hafði gott orð á sér sem háskólakennari. Hall var Bandaríkjamaður og gegndi lykilhlutverki í að móta sálfræðina sem fræðigrein á upphafsárum hennar þar vestra. Hann var frumkvöðull í ýmsu tilliti, varð til dæmis fyrstur til að hljóta doktorsnafnbót í sálfræði í ...
Hver er sagan á bak við hátíðahöld um verslunarmannahelgina?
Verslunarmannahelgin er kennd við frídag verslunarmanna fyrsta mánudag í ágúst. Sú dagsetning hefur haldist óbreytt frá 1934. Áður höfðu verslunarmenn í Reykjavík átt frídag á ýmsum dögum frá 1894. Tímasetningin á rót að rekja til þjóðhátíðarinnar 2. ágúst 1874. Hennar var reglulega minnst í Reykjavík kringum alda...
Er hægt að sanna að veiran SARS-CoV-2 valdi COVID-19?
Upprunalega spurningin var svona: Hefur SARS-CoV-2 verið einangruð, hreinsuð og hefur verið sýnt fram á að veiran valdi COVID-19? (been isolated, purified and demonstrated to be the cause of COVID19). Innan veirufræðinnar gilda ákveðnar reglur um sönnunarbyrði til að hægt sé að álykta án verulegs vafa að ák...
Hvort á að skrifa fyrirfram eða fyrir fram?
Upphafleg spurning var sem hér segir: Er orðið fyrirfram/fyrir fram skrifað í einu eða tveimur orðum? Íslenskukennarar í MR og Orðabók Háskólans virðast ekki vera sammála um það. Í auglýsingu um íslenska stafsetningu, sem birt var í Stjórnartíðindum B, nr. 132/1974, stendur í 37. grein: Þegar atviksorð er til orði...
Hvort er betra að geyma kartöflur í ísskáp eða við herbergishita?
Fyrir venjulega neyslu er talið betra að geyma kartöflur við 4-5°C sem er dæmigerður ísskápshiti. Við þetta hitastig er öndun í kartöflunum hægari en við hærra hitastig og minni líkur á skemmdarbreytingum. Æskilegt rakastig við geymslu á kartöflum er 75-90%, en þó er mælt með að geyma kartöflur í þurru lofti, 15-2...
Hvaðan kemur orðið póstur og hver er uppruni þess?
Orðið póstur er til í fleiri en einni merkingu og er uppruninn ekki alltaf hinn sami. Í fyrsta lagi er póstur notað um mann sem ber út eða flytur bréf og böggla milli staða. Sendingin sjálf er einnig nefnd póstur og sömuleiðis sú stofnun sem annast slíka þjónustu. Í þessari merkingu er orðið til í íslensku frá því...
Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð?
Þó að kettir lendi yfirleitt alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð gera þeir það ekki alltaf. Hæfileikinn til að lenda á löppunum er afleiðing af því að kettir hafa mjög góða jafnvægisskynjun og eru mjög liðugir. Ef ketti er sleppt úr einhverri hæð getur hann um leið skynjað stöðu sína í rúmi. Og ...
Gáta: Hver á fiskinn í gátu Einsteins?
Sagt er að Albert Einstein hafi sett fram þessa gátu: Fimm hús í fimm mismunandi litum standa í röð frá vinstri til hægri. Í hverju húsi býr maður af ákveðnu þjóðerni, engir tveir af því sama. Íbúarnir fimm drekka ákveðinn drykk, reykja ákveðna vindlategund og hafa ákveðið gæludýr. Engir tveir þeirra drekka sam...
Sleikja kettir sig af vana eða þegar þeir eru skítugir?
Svarið við þessari spurningu er bæði já og nei. Margar ástæður geta legið á bak við þetta atferli kattardýra. Eins og glöggir kattareigendur vita eyðir kötturinn miklum tíma í að snyrta sig. Samkvæmt atferlisrannsóknum er um að ræða allt að helmingi þess tíma sem dýrið er vakandi. En hver er tilgangurinn með al...
Hvar er hægt að sjá stjörnumerkið Hrútinn og hvað getið þið sagt mér um það?
Hrúturinn er talið fyrsta merki dýrahringsins þó að staðreyndin sé sú að með framrás vorpunktsins sé fiskamerkið það í raun. Í grísku goðafræðinni var hrúturinn klæddur gullna reyfinu og Hermes, sendiboði guðanna, sendi hann til að bjarga tveim börnum konungsins í Þessalóníku frá brjálaðri stjúpmóður sinni. Hr...
Hversu margir bjuggu á Íslandi þegar Snorri Sturluson var uppi?
Erfitt er að meta íbúafjölda á Íslandi fyrir tíma fyrsta manntalsins 1703. Það hefur þó verið reynt, til dæmis hér á Vísindavefnum í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? Snorri Sturluson fæddist árið 1179 og lést árið 1241. Um tímab...
Af hverju gerðist Miklihvellur ("big bang") út úr engu?
Í fyrsta lagi þá er ekki vitað hvort Miklihvellur hafi gerst "út úr engu". Í raun er ekki víst að við fáum nokkurn tíman svar við þeirri spurningu. Vitað er í dag að alheimurinn er að þenjast út og frá þeirri vitneskju koma hinar viðteknu hugmyndir um Miklahvell. En ef við gerum ráð fyrir að Miklihvellur hafi ...