Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1000 svör fundust

category-iconHagfræði

Hvað eru gullkrónur sem tilgreindar eru í lögum um hvalveiðar og hvert er verðgildi þeirra?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru gullkrónur og hvert er verðgildi þeirra sé miðað við íslenska krónu? Til frekari upplýsinga segir í 1. mgr. 10. gr. laga nr. 26/1949 um hvalveiðar að heimilt sé að sekta um 2.000 - 40.000 gullkrónur fyrir brot gegn lögunum en vísað í lög nr. 4/1924 um að miða við...

category-iconHeimspeki

Hvort tveggja má rita dygð og dyggð. Hvort er "réttara" og hvers vegna?

Okkur sýnist að þetta sé gott dæmi um þróun tungumálsins og um aukamerkingar í orðum, sem geta meðal annars tengst rithætti. Til skamms tíma var ekki endilega gerður neinn greinarmunur á dygð og dyggð í íslensku en á síðustu árum hafa íslenskir heimspekingar farið að gera greinarmun á þessum tveimur orðum og merki...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru fleiri stafir í íslenskum orðum en í skyldum tungumálum?

Í íslenska stafrófinu eru taldir 33 bókstafir: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó p, r, s, t, u, ú, v, x, y, ý, z, þ, æ, ö Auk þessara bókstafa eru c og w sem aðeins eru notaðir í mannanöfnum af erlendum uppruna. Í dönsku og norsku eru bókstafirnir 29. Þar eru ekki notaðir broddstafi...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er uppruni orðtaksins OK (ókei) og hvað þýðir skammstöfunin í raun?

Venjulegasta skýringin á þessu orði eða skammstöfun er sú að það tengist orðtakinu ‘all correct’ sem er sem kunnugt er borið fram þannig að það mætti allt eins skrifa ‘oll korrekt.’ Eiginleg merking þess orðtaks er ‘allt rétt’ en í íslensku er eðlilegra að segja ‘allt í lagi.’ Önnur skýring á upprunanum sjálfum ...

category-iconLögfræði

Mætti nota erlenda bókstafi eða tölustafi sem listabókstafi í íslenskum kosningum?

Í 38. grein laga um kosningar til Alþingis segir meðal annars:Dómsmálaráðuneytið skal þegar tilkynna stjórnmálasamtökum, sem eru á skrá, um ný stjórnmálasamtök sem tilkynnt eru og um ósk þeirra um listabókstaf. Ákveður ráðuneytið bókstaf nýrra samtaka að fengnum óskum þeirra og með hliðsjón af listabókstöfum annar...

category-iconStærðfræði

Hvernig skilgreinir maður hring?

Orðið hringur í íslensku hefur margar merkingar en spyrjandi er trúlega á höttunum eftir merkingu þess í stærðfræði. Hún er sem hér segir:Hringur eða hringferill er mengi þeirra punkta í sléttu eða plani sem eru í tiltekinni fjarlægð frá gefnum punkti. Sá punktur nefnist miðja eða miðpunktur hringsins. Gefni pu...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig lýsir það sér að vera með oflæti eða maníu?

Oflæti, eða manía, er ásamt þunglyndi eitt aðaleinkenni tvískautaröskunar (bipolar disorder), geðröskunar sem lýsir sér í miklum skapsveiflum. Á þunglyndistímabilum verður fólk með tvískautaröskun vansælt, áhugalaust og orkulítið. Í oflæti er það aftur á móti ört og hátt uppi, jafnvel eirðarlaust og æst. Við væ...

category-iconLífvísindi: almennt

Er piparminta búin til úr mintu og pipar? Ef það er enginn pipar í henni af hverju heitir hún þá piparminta?

Piparminta er kryddjurt af svonefndri varablómaætt. Á fræðimáli kallast hún Mentha x piperita. Piparminta er blendingur tveggja mintutegunda, Mentha aquatica og Mentha spicata. Orðið piparminta er líka notað um sælgætistöflur með piparmintubragði en jurtin er oft notuð til að gefa sælgæti, ís, tyggjói og tannkremi...

category-iconTrúarbrögð

Hvað þýða hin ýmsu tákn sem koma efst í dánartilkynningum?

Þegar dánartilkynning er birt á prenti er venjan að efst í tilkynningunni sé tákn. Í langflestum tilfellum hér á landi er um krossták að ræða sem er trúartákn kristinna manna. Í sumum tilfellum er blóm, friðardúfa, ankeri og ýmis trúartákn önnur en kristin. Í ritinu Trúarbrögð og útfararsiðir er fjallað um útfa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar strik er sett í reikninginn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er slæmt að setja strik í reikning? Hvers konar strik er það? Orðasambandið að setja/gera strik í reikninginn merkir að eitthvað breyti einhverju, raski einhverju sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Það þekkist að minnsta kosti frá miðri 19. öld samkvæmt Rit...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert var fyrsta spendýrið?

Þegar fjallað er um tilkomu og þróun nýrra hópa lífvera þá verður að hafa í huga að slíkt gerist ekki í einu vetfangi heldur eru breytingarnar hægfara. Sérkenni spendýra (Mammalia) eru afleiðing ármilljóna þróunar. Eins og fram kemur hér á eftir eru flestir steingervingafræðingar sammála um hvert var fyrsta „sanna...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru estrógen og prógesterón og hvaða hlutverki gegna þau?

Estrógen og prógesterón eru kynhormón sem einkum er að finna í konum. Meginhlutverk þeirra er að stjórna tíðahring kvenna, en einnig gegna þau veigamiklu hlutverki við meðgöngu og fósturþroska. Bæði estrógen og prógesterón myndast í eggjastokkunum og að auki í svolitlu magni í nýrnahettum bæði kvenna og karla. ...

category-iconHugvísindi

Hvar og hvernig voru grísku guðirnir dýrkaðir til forna?

Spurninguna um hvar grísku guðirnir voru dýrkaðir má skilja á ýmsa vegu. Eitt svarið er að grísku guðirnir voru dýrkaðir í Grikklandi hinu forna. Það liggur eflaust í augum uppi en þó má segja að þeir hafi líka verið dýrkaðir utan Grikklands. Í fyrsta lagi kom fyrir að aðrar þjóðir tækju upp dýrkun grísku guðanna....

category-iconEfnafræði

Hver er munurinn á efnasambandi og efnablöndu?

Í svari við spurningunni Hver er munurinn á jónaefni og sameindaefni? segir þetta um efnasamband: Að lokum má nefna hugtakið efnasamband (e. chemical compound) sem á við þegar tvö eða fleiri frumefni af mismunandi gerð tengjast í ákveðnum hlutföllum. Öll jónaefni (með fáeinum undantekningum eins og Fe1-xO) og s...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er E. coli?

Enterohemoragísk E. coli (EHEC) sýking orsakast af Escherichia coli (E. coli) bakteríu, sem framleiðir ákveðna tegund eiturefnis (e. toxin) og á það sök á mörgum skaðlegum einkennum sýkingarinnar. EHEC-sýkingar hafa ekki verið stórt vandamál hérlendis en þónokkuð hefur borið á þeim í nágrannalöndum okkar. Uppruna ...

Fleiri niðurstöður