Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Mun Snæfellsjökull gjósa og ef svo er, er hægt að reikna út hvenær það verður?
Allar líkur eru á því að Snæfellsjökull gjósi en við vitum ekki hvenær það verður. Megineldstöðin Snæfellsjökull hefur gosið nokkrum sinnum á síðustu 10.000 árum. Ævilengd slíkra eldstöðva er um milljón ár. Sjaldgæft er að eldstöðvar gjósi eins og Hekla með reglulegu millibili. Stundum líða nokkrar vikur mi...
Gætu Sankti-Bernharðshundur og chihuahua-hundur eignast afkvæmi og hvernig liti hvolpurinn þá eiginlega út?
Vissulega gætu Sankti-Bernharðshundur og chihuahua-hundur eignast saman afkvæmi þar sem um sömu dýrategund er að ræða. Það er nær öruggt að æxlunin yrði að fara fram með hjálp mannsins þar sem stærðarmunur og ýmis annar munur á líkamsbyggingu ræktunarafbrigðanna kemur í veg fyrir æxlun við venjulegar kringumstæður...
Hvaða könnuður er kominn lengst út í geiminn og hvert er verkefni hans í framtíðinni?
Spútnik 1 var fyrsti ómannaði könnuðurinn sem skotið var út í geiminn en það var 4. október 1957. Spútnik var á braut umhverfis jörðu í 3 mánuði og fór um 60 milljón km á þeim tíma, en hraðinn var um 29.000 km á klukkustund. Tuttugu árum síðar, árið 1977, var Voyager 1 og Voyager 2 skotið á loft en það eru þeir...
Er það góð aðferð til að bæta heiminn að reka hið illa út með ofbeldi?
Hver veit nema engin aðferð sé skilvirkari þegar bregðast þarf við einhverju böli. Í þeim skilningi getur aðferðin talist vera góð, enda kannast allir við orðtakið „með illu skal illt út reka“. Til dæmis er sjaldgæft að kvikmyndir sýni áhorfendum annars konar leiðir þegar mæta þarf þeim öflum sem fara um með ofbel...
Er hægt að færa rök fyrir tilvist Guðs út frá mögulegum útskýringum á tilvist alheimsins?
Tilvist alheimsins hefur verið mönnum nokkurt undrunarefni svo langt sem heimildir ná, og að öllum líkindum lengur, svo að ekki þarf að koma á óvart þótt reynt hafi verið að leita svara við slíkum spurningum í tímans rás. Hefðbundið svar felst í svonefndum „heimsfræðirökum“, sem eru ein af nokkrum sígildum rökfærs...
Hvernig get ég fundið út fjölda nifteinda í kjarna frumeindar ef ég þekki fjölda róteinda?
Í svari við spurningunni Hver er munurinn á frumefni og frumeind? kemur þetta fram:Frumeindir samanstanda af kjarna, sem er í miðju frumeindarinnar, og neikvætt hlöðnum rafeindum (e. electrons), sem sveima í kringum kjarnann. Kjarninn er svo samsettur úr jákvætt hlöðnum róteindum (e. protons) og óhlöðnum nifteindu...
Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari og ríkjandi áttum fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands? Ef átt er við árstímann er sumarið vissulega hagstæðast til siglinga milli landa. Vindurinn er að jafnaði hægastur á hlýjasta tíma ársins, í júní-ágúst. En líka er ...
Hvað er „vortices“ í heimspeki, eða heimsmynd, Descartes? Og hvaða íslenska orð hefur verið notað um þetta hugtak?
Því miður hefur lítið verið skrifað um náttúruspeki franska heimspekingsins René Descartes (1596–1650) á íslensku. Í inngangi sínum að Orðræðu um aðferð eftir Descartes skrifar Þorsteinn Gylfason: [Descartes] hafði þar með sýnt fram á það að um himneska hluti giltu sömu lögmál og gilda um jarðneska hluti. Í öllu ...
Af hverju hefur verið óvenjumikið um norðurljós um þessar mundir?
Spyrjandi bætir við:...ég hélt að norðurljósin sæjust aðallega um hávetur.Í svari Aðalbjarnar Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar við spurningunni 'Af hverju stafa norður- og suðurljósin?' segir meðal annars:Breytingar í sólvindinum valda því hins vegar að kragarnir geta stækkað eða minnkað og sjást þá ljósin á...
Hvernig töldu stóumenn að við gætum orðið dygðug?
Um stóuspeki er fjallað meira í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvað er stóuspeki? og Voru stóumenn skeytingarlausir um allt nema dygðina? Við bendum lesendum á að kynna sér þau svör. Stóumenn voru nauðhyggjumenn og töldu að allt sem gerðist væri fyrirfram ákveðið. Nauðhyggjan var óaðskiljanlegur hlut...
Hvað getið þið sagt mér um eiturfroskinn Dendrobates pumilio?
Frosktegundin Dendrobates pumilio nefnist strawberry poison-dart frog á ensku og vísar það heiti annars vegar til litarfars frosksins sem minnir á jarðaber og hins vegar til eiturs sem sérstakar frumur í húð hans seyta. Það mætti því kannski kalla hann jarðarberja-eiturfroskinn upp á íslensku. Froskur þessi er ...
Hvernig fara geimfarar í sturtu?
Með þessu svari er einnig svarað spurningu Theodórs Sigurðssonar (f. 1989):Hvernig losna geimfarar við úrgang sinn? Er það satt að hlandið harðni út í geimnum?Eftirfarandi svar er byggt á heimildum um aðbúnað geimfara í bandarísku geimskutlunum en gefur góða hugmynd um aðbúnað geimfara almennt. Þess má geta að spu...
Er það satt sem Express.co.uk segir að svarthol sé að koma til jarðar?
Spurningin í heild sinni var svona: Ég er að stressa mig útaf Express.co.uk sem segir að svarthol sé að koma til jarðar en stjúpmamma mín segir að þau hagi sér ekki þannig, er það satt? Stjúpmamma þín hefur alveg rétt fyrir sér. Engar líkur eru á því að svarthol komi og gleypi jörðina nokkurn tímann. Raunar...
Hvað gerist ef sólin hverfur?
Fyrst er rétt að nefna það að sólin er alls ekki að fara að hverfa! Sólin brennir vetnisforða sínum á mjög löngum tíma, líklega á um 10 milljörðum ára. Sólin er þess vegna rétt miðaldra núna. Hægt er að lesa meira um þetta í stuttu svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Ef sólin myndi hverfa skyndilega, h...
Hvað er búddismi?
Búddismi er trúarkenning og heimspeki boðuð í Indlandi af Gautama Buddha sem var uppi fyrir um 2500 árum (menn deila um nákvæmar dagsetningar en almennt er litið svo á að hann hafi fæðst um 563 og dáið um 483 fyrir Krist.) Búddistar líta svo á að allt í heiminum sé hverfult. Ekki bara líkami mannsins heldur han...