Hvort jörðin færi af sporbaug sínum um leið og sólin hyrfi fer eftir því hversu hratt þyngdaraflið berst. Um það má lesa nánar í fróðlegu svari Kristjáns Rúnars Kristjánssonar við spurningunni Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út?
Fljótlega mundi síðan allt líf á jörðinni deyja út því öll orka á jörðinni kemur frá sólinni, nema sú orka sem er í iðrum jarðar. Plöntur geta til dæmis ekki ljóstillífað án sólarljóssins. Mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.