Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Engar líkur eru á að sólin geti horfið skyndilega. Hún er af þeirri gerð sólstjarna sem brenna vetnisforða sínum á mjög löngum tíma, líklega nálægt 10 milljörðum ára, og er ekki nema miðaldra um þessar mundir.
Þegar hún hefur brennt öllu vetni sínu mun hún hins vegar þenjast út og verða að svokölluðum rauðum risa og enda síðan ævina sem hvít dvergstjarna.
Ljóst er að nægur tími gefst til að undirbúa flutning í annað sólkerfi með einhverjum aðferðum sem þróaðar verða í framtíð; það er ef mannkyninu hefur þá lærst að lifa í sátt og samlyndi og spilla ekki umhverfi sínu. Þá verður vonandi hægt að fylgjast með endalokum sólar úr öruggri fjarlægð.
Þorsteinn Þorsteinsson. „Ef sólin myndi hverfa skyndilega, hvenær og hvernig myndu jarðarbúar upplifa það?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=163.
Þorsteinn Þorsteinsson. (2000, 29. febrúar). Ef sólin myndi hverfa skyndilega, hvenær og hvernig myndu jarðarbúar upplifa það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=163
Þorsteinn Þorsteinsson. „Ef sólin myndi hverfa skyndilega, hvenær og hvernig myndu jarðarbúar upplifa það?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=163>.