Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er „vortices“ í heimspeki, eða heimsmynd, Descartes? Og hvaða íslenska orð hefur verið notað um þetta hugtak?

Henry Alexander Henrysson

Því miður hefur lítið verið skrifað um náttúruspeki franska heimspekingsins René Descartes (1596–1650) á íslensku. Í inngangi sínum að Orðræðu um aðferð eftir Descartes skrifar Þorsteinn Gylfason:

[Descartes] hafði þar með sýnt fram á það að um himneska hluti giltu sömu lögmál og gilda um jarðneska hluti. Í öllu efni væru hringiður eða hvirflar, og heimurinn samanstæði ekki af öðru en slíkum hvirflum. Í hvirflunum væri þyngdarlögmál að verki sem ylli því að reikistjörnurnar þeystu ekki í beina línu burt frá sólinni eins og þær ættu að gera samkvæmt tregðulögmálinu. Þær dragast að sólinni eins og pappírsbleðill dregst að miðju hringiðu í vatni.1

Þessi tilvitnun svarar líklega ekki spurningunni á fullnægjandi hátt og því er ekki úr vegi að skoða aðeins nánar eðlisfræði Descartes. Þar verður svokallað tregðulögmál fyrst fyrir okkur. Það er líklega þekktara sem fyrsta lögmál Newtons en það segir að hlutir á ferð haldi jafnri hreyfingu sinni nema á þá verki kraftar eða loftmótstaða. Kyrrir hlutir halda kyrru fyrir. Galileo Galilei (1564–1642) hafði fyrstur reynt að koma orðum að þessu lögmáli og tókst Descartes að betrumbæta skýringuna á því þannig að stundum er talað eins og hann hafi uppgötvað það.

Descartes útskýrði hreyfingu himneskra hluta með því að líkja henni við hvernig pappírsbleðill dregst að miðju hringiðu í vatni.

Tregðulögmálið er fremur hreinræktað eðlisfræðilögmál. Hitt grunnatriðið í heimsmynd Descartes er með öllu frumspekilegri undirtón. Eins mikla áherslu og Descartes lagði á stærðfræði og að koma öllum náttúruvísindalegum vangaveltum yfir á tungumál stærðfræðinnar þá er eftirtektarvert að þessir hvirflar sem hann talar um falla ekki undir þá hugmynd. Hið gagnstæða á raunar fremur við. Descartes er að notast við fjarska hversdagslegt líkingarmál. Líkingarmál sem við sem notum vatnssalerni í dag skiljum vel. En í raun er þetta meira heldur en líkingarmál. Hann er að segja að svona virki himnarnir bókstaflega. Og raunar allt efni og öll hreyfing í heiminum.

Í dag kann þetta að hljóma einkennilega en samkvæmt frumspekilegri heimsmynd Descartes, heimsmynd þar sem stærðfræði og reynsla koma ekki mikið við sögu, er nokkurs konar samasemmerki milli efnis og rúms. Þetta kemur okkur spánskt fyrir sjónir þar sem við erum vön hugmyndinni um að efni eins og gas geti þanist út og dregist saman í rúminu. Vatn sem frýs þenst vanalega út. En Descartes sagði að hið tóma rúm væri ekki til því það krafðist þess að hlutir gætu virkað hver á annan án þess að snertast. Og þar sem rúmið var fullt þá er hver hreyfing hluti af nokkurs konar hringrás. Þegar einn hlutur færist úr stað verður annar hlutur að færast sem því nemur. Og svo koll af kolli þangað til „gatið“ sem fyrsti hluturinn skildi eftir sig fyllist. Þess vegna má segja að rúmið – og þar af leiðandi allt efni – virki eins og vatnselgur sem er á stöðugri hringhreyfingu.

Efnið og rúmið er samkvæmt þessari heimsmynd aðeins einn og sami hluturinn („verund“ er hugtakið sem Descartes notar). Sú spurning vaknar óneitanlega hvernig hann útskýrir þá einstök fyrirbæri fyrst það er ekki tómarúm sem aðskilur þau. Það getur verið býsna erfitt að gera grein fyrir þeim hluta kenningar hans og glímdu margir hugsuðir á sautjándu öld við að leysa þá gátu. Það var þó ekki ætlun hans að draga tilvist einstakra fyrirbæra í efa heldur miklu fremur að benda á hversu ónauðsynleg og forgengileg þau séu. Eitt kemur í annars stað og er sérhver efnislegur hlutur einfaldlega tilfallandi samsetning í eilífri hringrás.

Tilvísun:

  • 1 René Descartes, Hugleiðingar um frumspeki, íslensk þýðing eftir Þorstein Gylfason (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001), bls. 43.

Mynd:

Höfundur

Henry Alexander Henrysson

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

21.11.2012

Spyrjandi

Jón Stefán Kristjánsson

Tilvísun

Henry Alexander Henrysson. „Hvað er „vortices“ í heimspeki, eða heimsmynd, Descartes? Og hvaða íslenska orð hefur verið notað um þetta hugtak?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2012, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57806.

Henry Alexander Henrysson. (2012, 21. nóvember). Hvað er „vortices“ í heimspeki, eða heimsmynd, Descartes? Og hvaða íslenska orð hefur verið notað um þetta hugtak? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57806

Henry Alexander Henrysson. „Hvað er „vortices“ í heimspeki, eða heimsmynd, Descartes? Og hvaða íslenska orð hefur verið notað um þetta hugtak?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2012. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57806>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er „vortices“ í heimspeki, eða heimsmynd, Descartes? Og hvaða íslenska orð hefur verið notað um þetta hugtak?
Því miður hefur lítið verið skrifað um náttúruspeki franska heimspekingsins René Descartes (1596–1650) á íslensku. Í inngangi sínum að Orðræðu um aðferð eftir Descartes skrifar Þorsteinn Gylfason:

[Descartes] hafði þar með sýnt fram á það að um himneska hluti giltu sömu lögmál og gilda um jarðneska hluti. Í öllu efni væru hringiður eða hvirflar, og heimurinn samanstæði ekki af öðru en slíkum hvirflum. Í hvirflunum væri þyngdarlögmál að verki sem ylli því að reikistjörnurnar þeystu ekki í beina línu burt frá sólinni eins og þær ættu að gera samkvæmt tregðulögmálinu. Þær dragast að sólinni eins og pappírsbleðill dregst að miðju hringiðu í vatni.1

Þessi tilvitnun svarar líklega ekki spurningunni á fullnægjandi hátt og því er ekki úr vegi að skoða aðeins nánar eðlisfræði Descartes. Þar verður svokallað tregðulögmál fyrst fyrir okkur. Það er líklega þekktara sem fyrsta lögmál Newtons en það segir að hlutir á ferð haldi jafnri hreyfingu sinni nema á þá verki kraftar eða loftmótstaða. Kyrrir hlutir halda kyrru fyrir. Galileo Galilei (1564–1642) hafði fyrstur reynt að koma orðum að þessu lögmáli og tókst Descartes að betrumbæta skýringuna á því þannig að stundum er talað eins og hann hafi uppgötvað það.

Descartes útskýrði hreyfingu himneskra hluta með því að líkja henni við hvernig pappírsbleðill dregst að miðju hringiðu í vatni.

Tregðulögmálið er fremur hreinræktað eðlisfræðilögmál. Hitt grunnatriðið í heimsmynd Descartes er með öllu frumspekilegri undirtón. Eins mikla áherslu og Descartes lagði á stærðfræði og að koma öllum náttúruvísindalegum vangaveltum yfir á tungumál stærðfræðinnar þá er eftirtektarvert að þessir hvirflar sem hann talar um falla ekki undir þá hugmynd. Hið gagnstæða á raunar fremur við. Descartes er að notast við fjarska hversdagslegt líkingarmál. Líkingarmál sem við sem notum vatnssalerni í dag skiljum vel. En í raun er þetta meira heldur en líkingarmál. Hann er að segja að svona virki himnarnir bókstaflega. Og raunar allt efni og öll hreyfing í heiminum.

Í dag kann þetta að hljóma einkennilega en samkvæmt frumspekilegri heimsmynd Descartes, heimsmynd þar sem stærðfræði og reynsla koma ekki mikið við sögu, er nokkurs konar samasemmerki milli efnis og rúms. Þetta kemur okkur spánskt fyrir sjónir þar sem við erum vön hugmyndinni um að efni eins og gas geti þanist út og dregist saman í rúminu. Vatn sem frýs þenst vanalega út. En Descartes sagði að hið tóma rúm væri ekki til því það krafðist þess að hlutir gætu virkað hver á annan án þess að snertast. Og þar sem rúmið var fullt þá er hver hreyfing hluti af nokkurs konar hringrás. Þegar einn hlutur færist úr stað verður annar hlutur að færast sem því nemur. Og svo koll af kolli þangað til „gatið“ sem fyrsti hluturinn skildi eftir sig fyllist. Þess vegna má segja að rúmið – og þar af leiðandi allt efni – virki eins og vatnselgur sem er á stöðugri hringhreyfingu.

Efnið og rúmið er samkvæmt þessari heimsmynd aðeins einn og sami hluturinn („verund“ er hugtakið sem Descartes notar). Sú spurning vaknar óneitanlega hvernig hann útskýrir þá einstök fyrirbæri fyrst það er ekki tómarúm sem aðskilur þau. Það getur verið býsna erfitt að gera grein fyrir þeim hluta kenningar hans og glímdu margir hugsuðir á sautjándu öld við að leysa þá gátu. Það var þó ekki ætlun hans að draga tilvist einstakra fyrirbæra í efa heldur miklu fremur að benda á hversu ónauðsynleg og forgengileg þau séu. Eitt kemur í annars stað og er sérhver efnislegur hlutur einfaldlega tilfallandi samsetning í eilífri hringrás.

Tilvísun:

  • 1 René Descartes, Hugleiðingar um frumspeki, íslensk þýðing eftir Þorstein Gylfason (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2001), bls. 43.

Mynd:

...