Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2043 svör fundust
Hvað er sérstakt við ómíkron-afbrigðið?
Veiran sem veldur COVID-19 hefur dreift sér um alla heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði veirunnar er skilgreint ef eitt eða fleiri atriði eiga við, til dæmis meiri smithæfni, alvarlegri einkenni, mikil dreifing á vissum svæðum eða sérstökum stökkbreytingum á erfðaefninu. Afbrigðin eru skilgreind a...
Hvað er Talmúð?
Orðið Talmúð þýðir „að læra“ á hebresku en vísar yfirleitt til safnrits margra bóka með lögum og margvíslegum túlkunum og útskýringum á ýmsum laga- og ritningargreinum. Næst á eftir Biblíunni, sem hjá gyðingum tekur aðeins til Gamla testamentisins, er Talmúð mikilvægasta rit gyðingdóms. Þetta mikla safnrit innihel...
Af hverju er ekki bara hægt að skera æxlið í burtu þegar menn fá krabbamein?
Eðlilegt að spurt sé. Við heyrum gjarnan af því að einhver sem við könnumst við hafi greinst með krabbamein og að sá hafi í kjölfarið farið í aðgerð til þess að fjarlægja æxlið. Oft heyrum við líka ekki annað en að vel hafi til tekist enda viðkomandi í flestum tilvikum alveg eins og hann á að sér í framhaldinu, þe...
Hvað er hampur, í hvað er hann notaður og er hann ræktaður á Íslandi?
Samkvæmt flokkun grasafræðinnar er Cannabis sativa ein tegund sem skiptist í tvær undirtegundir: C. sativa og C. indica. Upprunaleg heimkynni plöntunnar eru í Mið-Asíu og við Himalajafjöll. Undirtegundirnar urðu til þegar menn tóku að rækta plöntuna til mismunandi nota. Norðarlega á útbreiðslusvæði sínu var planta...
Hvað er orðið neinn, eins og þegar við segjum 'ekki neinn'?
Önnur spurning af sama tagi hljóðar svona:Allir vita hvað það þýðir þegar maður segist til dæmis 'ekki sjá neitt'. Þá er neitunin ekki hengd við orðið neitt, en hvað þýðir það orð þá?Neinn er óákveðið fornafn og er notað í merkingunni 'enginn eða ekkert er af því sem um er rætt'. Það er þannig til orðið að neituni...
Hversu gagnleg eru skattagrið til þess að auka skattskil og skatttekjur?
Stjórnvöld beita ýmsum aðgerðum og aðferðum til að ýta undir rétt og góð skattskil. Skattlagning byggir á skýrslugerð skattgreiðandans. Skattgreiðandanum er gert að gefa upplýsingar sem eru þess eðlis að upplýsingagjöfin getur verið honum fjárhagslega kostnaðarsöm. Af þeim sökum skulu skattyfirvöld afla upplýsinga...
Skipta launahækkanir höfuðmáli í þróun verðbólgu og þá hvers vegna?
Laun eru ein af þeim stærðum sem mestu skipta fyrir efnahagslífið. Þau eru helsti kostnaðarliðurinn í flestum atvinnurekstri og jafnframt helsta uppspretta tekna hjá flestum. Þegar samið er um hækkun launa hækkar kostnaður atvinnurekenda og tekjur launþega. Hvort tveggja getur ýtt undir verðhækkanir. Framleiðendur...
Mig langar að vita allt um beinhákarlinn, hvar er hann veiddur og fleira?
Beinhákarlinn (Cetorhinus maximus) nýtur talsverðar sérstöðu meðal hákarla. Hann er eini hákarlinn með beinkennda stoðgrind í stað brjóskkenndrar eins og hinar rúmlega 300 tegundirnar hafa. Þess vegna er hann flokkaður einn í ættina Cetorhinidae. Meðallengd fullorðinna beinhákarla er um 6,7-8,8 metrar en þeir stær...
Var óánægjan með Harald hárfagra eina ástæðan fyrir landnámi Íslands?
Í Landnámabók er sagt frá rúmlega 400 landnámsmönnum Íslands. Af þeim eru um 30 sagðir hafa flúið til Íslands undan ofríki Haralds konungs hárfagra eða af einhvers konar missætti við hann. Meðal þeirra voru nokkrir sem námu stór lönd og áttu mikið undir sér á Íslandi, Skalla-Grímur Kveldúlfsson á Borg á Mýrum, Þór...
Eru jarðskjálftar tengdir Kverkfjöllum?
Jarðskjálftavirkni í tengslum við Kverkfjallaeldstöðina er ekki mikil. Á skjálftakorti (sjá mynd hér fyrir neðan) má raunar sjá þyrpingu skjálfta í Kverkfjöllum. Virknin er fremur þrálát en skjálftarnir verða sjaldan stórir. Þeir bera einkenni hátíðniskjálfta og hafa yfirleitt mjög skýrar og skarpar S-bylgjur, sem...
Hvað er jökulhlaup?
Jökulhlaup eru snögg vatnsflóð frá lónum við jökuljaðar eða jökulbotn sem bræðsluvatn og regn safnast í. Jaðarlónin myndast þar sem jökull stíflar þverdal eða gil. Vatn rís uns það nær að þrengja sér undir ísstífluna og opna rásir. Í fyrstu eru þær örsmáar en víkka síðan við ísbráðnun vegna núningsvarma því að ísf...
Lifa snákar í vatni?
Já, til eru um 50 snákategundir sem lifa í vatni. Þessar tegundir eru eitraðar og nota beittar tennurnar til að sprauta eitrinu í bráð sína. Helsta fæða þeirra er álar og aðrir mjóir fiskar. Sjávarsnákar eru gjarnan um einn til einn og hálfur metri að lengd, nokkuð líkir þeim landsnákum sem við þekkjum en hafa þó ...
Af hverju er Rás 1 kölluð Gufan og stundum Gamla gufan?
Heitið gufan eða gamla gufan er vel þekkt í nágrannalöndunum um útvarpið. Það fór að heyrast sem the old steamradio, das alte Dampfradio og dampradioen í enskumælandi löndum, í Þýskalandi og Danmörku og sjálfsagt víðar fljótlega eftir að sjónvarp kom á markað. Margir töldu þá að dagar útvarpsins væru liðnir og...
Af hverju er vindur?
Ef loftþrýstingur er breytilegur frá einum stað til annars verður vindur. Dæmi: Inni í uppblásinni blöðru er meiri loftþrýstingur en utan hennar. Ef stungið er gat á blöðruna streymir loftið út og úr verður vindur sem leitar frá meiri þrýstingi í átt að minni. Vindinn lægir þegar loftþrýstingur er orðinn sá sa...
Af hverju kemur vetur?
Veturinn kemur af því að möndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar. Hins vegar vísar hann alltaf í sömu stefnu í geimnum. Þess vegna snýr norðurpóll og norðurhvel jarðar stundum frá sól, mest á vetrarsólhvörfum. Þá er vetur vegna þess að minna sólarljós fellur á hverja flatareiningu heldur en á su...