Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2325 svör fundust
Gætu verið til óuppgötvuð handrit Íslendingasagna einhvers staðar?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Gætu mögulega verið til óuppgötvuð handrit eða Íslendingasögur á Íslandi eða erlendis? Það er mögulegt að til séu óuppgötvuð handrit Íslendingasagna en það er ekki líklegt. Það koma annað veifið handrit til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnunar Ár...
Hvers konar dí er í því sem er dísætt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hverjar eru orðsifjar orðsins 'dísætt'? Ég skil þetta sætt en hvað er þetta dí? Orðið dísætur er kunnugt í málinu allt frá 17. öld í merkingunni ‘mjög sætur’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:116) getur Ásgeir Blöndal Magnússon sér þess til að orðið sé tökuorð úr dönsku og ben...
Hvers vegna er koleinildi hættulegt mönnum?
Koleinildi, kolsýrlingur eða kolmonoxíð (CO) er lofttegund sem myndast við ófullkominn bruna, til dæmis vegna þess að hiti er ekki nógur, eldsneytið ekki nógu gott eða streymi súrefnis að brunanum ekki nægilegt. Í svari við spurningunni Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? segir Alda Ásgeirsdóttir þetta um sk...
Geta vinir mínir heyrt í útvarpsbylgjum sem ég sendi þeim?
Nei, vinir okkar heyra ekki í útvarpsbylgjum sem við sendum þeim - nema þeir séu með útvarp við höndina. Við getum ekki skynjað útvarpsbylgjur með skynfærunum á sama hátt og við skynjum hljóð. Einu rafsegulbylgjurnar sem skynfæri okkar nema eru ljósið. Það spannar aðeins örmjótt bil á tíðnikvarða rafsegulbylgna...
Hvað er díoxín og hvaðan kemur það?
Díoxín, fúran og díoxínlík PCB-efni (Polychlorinated Biphenyls) eru þrjú af tólf þrávirkum lífrænum mengunarefnum sem eru sérstakt áhyggjuefni vegna áhrifa þeirra á umhverfið og heilsu almennings. Efnin geta borist í matvæli úr umhverfinu. Þau hafa ekki áhrif á heilsu okkar samstundis, en geta valdið vandamálum ef...
Er meira áfengi í bjórfroðu en í bjórnum sjálfum?
Froðurannsóknir í bjór eru erfiðar þar sem froðan er síbreytileg. Þéttni froðunnar er mun minni en bjórsins en þó er vitað að froðan hefur nokkurn veginn sömu samsetningu og bjórinn sjálfur. Hlutfall prótína og humlaefna er þó eitthvað hærra í froðunni því hún er að einhverju leyti vatnsfælin (e. hydrophobic). Vat...
Af hverju getur geislavirkni valdið fæðingargöllum?
Fæðingargalli er það þegar barn fæðist með óeðlilega gerð, starfsemi eða efnaskipti sem leiða til andlegrar eða líkamlegrar fötlunar. Yfir 4000 mismunandi fæðingargallar eru þekktir. Sumir þeirra eru vægir en aðrir banvænir. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Er það rétt að börnum sé hættara við ...
Hvernig hefur munnvatn úr leðurblöku áhrif á storknun blóðs?
Í munnvatni leðurblaka af tegundum Desmodus spp. sem í daglegu tali eru nefndar vampírur er efni hefur áhrif á storknun blóðs. Þetta efni er hvati sem nefnist á fræðimáli desmoteplase (DSPA). Hann hefur það hlutverk að óvirkja storkuprótín í blóði fórnarlambsins og koma í veg fyrir storknun þess svo blóðið flæði ó...
Hversu algengt er frumefnið neon og hversu hættulegt er efnið?
Frumefnið neon (Ne) er það sem kallast eðalgastegund. Það hefur fullskipað rafeindahvolf og hvarfast þess vegna ekki við önnur efni og getur því ekki brunnið. Nánar má lesa um frumefnið í svari Dags Snæs Sævarssonar við spurningunni Hvað er neon? Neon er einungis 0,0018% andrúmsloftsins á jörðinni. Þrátt fyrir ...
Eru atóm alls staðar og í öllu? Hver er þá munurinn á uppbyggingu manns og steins?
Spurningin í heild var svona:Eru atóm alls staðar og í öllu? Og ef svo er, hver er þá munurinn á uppbyggingu til dæmis manns og steins? Er það þéttleiki atóma og/eða uppröðun? Að lokum, eru öll atóm eins? Og er möguleiki á því að atóm séu lífverur?Atóm (grískt orð yfir "ódeilanlegur") voru lengi talin minnsta bygg...
Er lögfræðinám forritun á hugsunarhætti? Hvernig er námið skipulagt?
Eitt af viðfangsefnum lögfræðinnar er að fjalla um sig sjálfa, ef svo má að orði komast. Lögfræðin leitar þannig svara við því hvernig lögfræðingar komist að niðurstöðum um hvað séu gildandi lög, en álitamál sem þessi eru nátengd spurningum um almenn einkenni eða eðli laga. Lögfræðin fæst því til dæmis við að skýr...
Hvað er selen og til hvers þurfum við það?
Frumefnið selen (e. selenium), táknað Se, hefur sætistöluna 34 í lotukerfinu og mólmassann 78,96 g/mól. Selen finnst í jarðvegi, vatni og í sumu fæði, svo sem smjöri, hvítlauk, sólblómafræjum, valhnetum, rúsínum og ýmsum innmat eins og lifur og nýrum svo eitthvað sé nefnt. Selen gegnir mikilvægu hlutverki við ý...
Er eitthvað hitastig í algjöru tómarúmi?
Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda. Hiti í gasi er þannig í beinu hlutfalli við meðaltalið af hreyfiorku eindanna í gasinu. Ef algjört tómarúm væri til væru augljóslega engar efniseindir þar og ekkert hitastig skilgreint. Algjört tómarúm er hins vegar hvergi til, tómarúm geimsins kemst næst því. Efnis...
Hefur úrdráttur og útdráttur sömu merkingu?
Hugtökin útdráttur og úrdráttur hafa löngum vafist fyrir mönnum enda einungis einn stafur sem skilur orðin að og auðvelt að skilja þau bæði á sama hátt. Þau hafa hins vegar gjörólíka merkingu. Útdráttur felur í sér styttingu á texta þannig að aðalatriði eru dregin fram. Mikilvægt er að lykilsetningar upprunaleg...
Er gagnlegt að sofa með skorinn lauk á náttborðinu til að eyða veirum og bakteríum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn. Oft er talað um að gott sé að skera lauk og setja á náttborð ef fólk er með flensu þar sem laukurinn „sogi“ til sín vírus einnig er talað um að það sé varhugavert að geyma lauk sem búið er að skera í ísskápnum þar sem hann dregur í sig eiturefni og bakteríur. Er þet...