Geislun og geislavirk efni geta haft ýmis áhrif á umhverfið. Svonefnd jónandi geislun getur til að mynda valdið varanlegum breytingum á efni sem hún fer um. Hún getur meðal annars valdið stökkbreytingum (e. mutations) í erfðaefni lífvera. Stundum hafa þessar breytingar engin áhrif á lífveruna eða afkomendur hennar. Sumar breytingarnar hafa hins vegar slæm áhrif og gætu þá orsakað fæðingargalla í afkvæmum lífverunnar. Heimildir og frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni? eftir Kristján Leósson og Þorstein Vilhjálmsson
- Af hverju verða stökkbreytingar? eftir Guðmund Eggertsson
- Hvað er Geiger-nemi? Hvað mælir hann og hvernig virkar hann? eftir Jónínu Guðjónsdóttur
- Making Waves. Sótt 5.4.2011
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.