Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4912 svör fundust
Hver var Christian Jürgensen Thomsen og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?
Hvernig er hægt að vita hversu gamall gripur er? Löngu áður en algildar tímasetningaraðferðir eins og kolefnisaldursgreining voru þróaðar um og eftir miðja 20. öld, höfðu fornleifafræðingar fundið leiðir til að raða gripum í tímaröð eftir efni og gerð. Gerðfræði, eða typologia, fæst við að flokka gripi, að ákveða ...
Ef samkynhneigður maður í sambandi með öðrum karlmanni breytir um kyn, hættir þá hinn aðilinn að vera hommi?
Það að beina sjónum að maka, og nánar tiltekið kynhneigð maka, þeirra sem fara í kynskiptaaðgerð, er satt að segja harla einkennileg og gátukennd aðferð. Sannarlega eru dæmi um að fólk sem fer í kynskiptaaðgerð eigi sambönd eða hjónabönd að baki og því má alveg eins spyrja hvort kona sem gift er karlmanni sem síða...
Hvað varð um Manna, bróður Jóns Sveinssonar (Nonna)?
Nonnabækur Jóns Sveinssonar (1857-1944) komu út á árunum 1913-1944 og eru tólf talsins. Bækurnar fjalla um ævintýri Jóns Sveinssonar og ferðalög hans, bæði á æsku- og fullorðinsárum. Aðalpersónan er Nonni sjálfur en Manni, yngri bróðir Nonna, leikur einnig stórt hlutverk. Þetta á einkum við um bókina Nonni og Mann...
Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Ég hef séð á mörgum kortum af landinu að Langjökull er nefndur Baldjökull. Hvenær og af hverju átti þessi nafnabreyting sér stað? Nafnmyndin Baldjökull er eldra nafn á Eiríksjökli eða norðvesturhluta Langjökuls og er upphaflega nafnmyndin Balljökull (nefndur til dæmis í Harða...
Hvað þýðir orðið Grindill og hvaðan kemur það?
Grindill er bær í Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Nafnið er í Landnámu, “á Grindli” (Íslensk fornrit I:243). Í sumum handritum stendur Grilli og eru dæmi frá 15. öld um þá mynd (Íslenskt fornbréfasafn IV:250). Myndin Grillir hefur verið algengust í mæltu máli fram á þennan dag. Nafnið telur Margeir Jónsson upphaf...
Við hvað sýsla menn? Af hverju er sagnorðið dregið?
Í eldra máli var notað kvenkynsorðið sýsl í merkingunni ‛starf, embætti; embættissvæði’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur í Íslenskri orðsifjabók (1989:1012) að sögnin að sýsla ‛annast, starfa, fást við’ sé leidd af því orði fremur en kvenkynsorðinu sýsla. Samsvarandi sagnir finnast í grannmálunum, saman...
Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?
Ólíklegt er að nokkuð muni gerast eða að einhver „sönnun" af því tagi sem spyrjandi gerir ráð fyrir muni hafa eitthvert raunverulegt gildi. Sannast sagna hafa vísindamenn og heimspekingar oft talið sig hafa lagt fram fullgild rök og jafnvel sannanir fyrir annað tveggja tilveru Guðs eða hinu að hann hafi aldrei ver...
Hvað getið þið sagt mér um Jón Þorláksson frá Bægisá?
Árið 1774 komu út í Hrappsey Nokkur þess alþekkta danska skálds sál. herr Christ. Br. Tullins kvæði, með litlum viðbætir annars efnis, á íslensku snúin af J. Th. Þýðandinn sem þannig var skammstafaður var Jón Þorláksson (1744-1819), síðar prestur, og fylgdu nokkur frumkveðin ljóð eftir hann sjálfan. Voru þetta fyr...
Gætu nýjar hákarlategundir komið til Íslands þar sem hitastig er að hækka vegna gróðurhúsaáhrifa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Þar sem hitastig jarðar fer hækkandi vegna gróðurhúsaáhrifanna er þá möguleiki að stærri rándýr eins og hákarlar, sem sækjast í heitari sjó, komi til sjávar í kringum Ísland á næstunni? Hitastig hefur farið hækkandi á jörðinni síðastliðin ár. Til að mynda hefur hitastig á s...
Er sannað að greindarpróf verki?
Greindarpróf sýna meðal annars talsverða fylgni, sem kallað er, við almennan námsárangur manna eða gengi í almennum skólum. Þau nýtast því til dæmis vel við greiningu og meðferð námserfiðleika. Hins vegar hefur ekki tekist að gera próf sem segi fyrir um árangur á tilteknum, afmörkuðum sviðum eins og tónlist eða íþ...
Hvaða rök eru fyrir efahyggju?
Efahyggja er almennt hugtak sem nær yfir hugmyndir um að ekki sé hægt að öðlast þekkingu á tilteknum hlutum eða þáttum. Oft takmarkast efahyggjan við einhverja tiltekna hluti eða þætti mannlegs lífs. Til dæmis er talað um trúarlega efahyggju þegar efast er um að hægt sé að vita að Guð sé til. En efahyggja getur lí...
Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna afneita margir loftslagsbreytingum af mannavöldum þegar 97% vísindamanna eru sammála um að þær eigi sér stað? Það er ekki rétt að margir afneiti loftslagsbreytingum af mannavöldum, að minnsta kosti ekki hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. ...
Hvaða textar eru í Flateyjarbók og hvenær var hún skrifuð?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hver er stærst íslenskra skinnbóka og hvar er hún geymd? Flateyjarbók er stærst íslenskra miðaldahandrita og telur 225 blöð alls, fallega skrifuð og lýst (myndskreytt). Í gerð bókarinnar tóku þátt tveir skrifarar, prestarnir Jón Þórðarson og Magnús Þórhallsson s...
Þegar þið segið að "ekkert" sé fyrir utan heiminn ef hann er endanlegur, hvað er þá "ekkert"?
Spurningin í heild var sem hér segir:Mig langar að spá meira í eina spurningu sem var "Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann?" Þarna talið þið um að EF alheimurinn er endanlegur þá sé EKKERT fyrir utan. Þá spyr ég: HVAÐ ER EKKERT? Svarið er að "ekkert" er einmitt það sem ek...
Hvort er réttari þýðing á orðum Sesars: "Teningnum er kastað" eða "Teningunum ..."?
Spurningin í heild var sem hér segir: Ég hef bæði lesið að Júlíus Sesar hafi sagt "Teningnum er kastað" og "Teningunum er kastað." Þetta skiptir máli fyrir mig því ég er að vinna að verkefni þar sem þetta þarf helst að vera á hreinu. Treystið þið ykkur til að skera úr um eintöluna og fleirtöluna?Ekki er víst að ti...