Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1083 svör fundust
Eru Grýla, Leppalúði og jólakötturinn til í dag?
Nokkrir lesendur af yngri kynslóðinni hafa spurt Vísindavefinn um Grýlu. Það sem helst brennur á krökkunum er hvort hún sé enn á lífi og hvað hún sé þá eiginlega gömul? Nemendur í Hamraskóla vilja síðan fá að vita um allt í senn: Grýlu, Leppalúða og sjálfan jólaköttinn! Við Vísindavefinn starfar þverfaglegt jól...
Hvaða ávöxtur óx á skilningstrénu?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona: Hvaðan kemur þessi rótgróna hugmynd um að ávöxtur skilningstrésins hafi verið epli? Það er ekki með nokkru móti hægt að vita hvers lags ávöxtur óx á skilningstré góðs og ills vegna þess að hinn hebreski frumtexti Biblíunnar í 1. Mósebók 3.6 talar aðeins um „áv...
Af hverju blikkar maður augunum og hversu oft blikkar maður að meðaltali á mínútu?
Augnlokin gegna ákaflega mikilvægu hlutverki og má segja að hér eigi við hið fornkveðna: "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur". Þau verja augun fyrir umhverfi sínu, svo sem aðskotahlutum, ryki og ljósi, og halda auganu röku með því að dreifa táravökva yfir það með reglulegu millibili. Tárin verja a...
Hvað er ofurflæði?
Ofurflæði (superfluidity) er sá eiginleiki vökva að geta streymt án núnings. Ofurflæði er einungis þekkt í tveimur helínsamsætum, He-4 og He-3. Ástæða þess er sú að önnur efni hafa þegar breyst úr vökva í fast efni við það lága hitastig sem þarf til að ofurflæði geti átt sér stað. Sem dæmi má nefna að ofurflæði í ...
Hvað eru kronotropismi, inotropismi og dromotropismi í starfsemi hjartans?
Hjartað í okkur hefur innbyggðan gangráð sem myndar rafboð um það bil 100 sinnum á mínútu. Það gerir hjartanu mögulegt að starfa án utanaðkomandi áhrifa frá taugum eða hormónum. Þetta sést best ef hjarta er flutt úr einum einstaklingi í annan en þá þarf það að starfa án tengsla við taugakerfið þar sem enn er ekki ...
Hvað er keyta?
Í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar frá 1983 er gefin eftirfarandi skýring á orðinu keyta:staðið (geymt) hland (notað m.a. til þvotta)Í þvagi er mikið af efni sem kallast þvagefni (urea) og er tiltölulega einfalt, lífrænt efnasamband. Þegar það brotnar niður myndast meðal annars ammóníak, NH3, og á það mikinn þá...
Í bókinni Leyndardómar Snæfellsjökuls er farið gegnum op á jöklinum inn í iður jarðar. Hefur þetta op fundist?
Já, þetta op sem franski rithöfundurinn Jules Verne (1828-1905) segir frá hefur að sjálfsögðu fundist en yfirvöld og vísindamenn hafa kosið að halda því leyndu af ýmsum ástæðum. Þannig vilja vísindamenn fá sem best næði til að rannsaka opið og njóta góðs af því með ýmsum hætti. Yfirvöld vilja koma í veg fyrir óski...
Hver er helsti útlitsmunur á núlifandi deilitegundum tígrisdýra?
Aðeins sex deilitegundur tígrisdýra eru eftir á jörðinni. Þær eru amur-(ussuri)tígrisdýrið (Panthera tigris altaica) sem stundum er nefnt Síberíu-tígrisdýr, suður-kínverska tígrisdýrið (Panthera tigris amoyensis), bengaltígrisdýrið (Panthera tigris tigris), indókínverska tígrisdýrið (Pantera tigris corbetti), ...
Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?
Harðsperrur eru afleiðing skemmda sem verða í vöðvum þegar þeir framkvæma vinnu. Harðsperrur koma helst þegar vöðvi myndar kraft um leið og hann lengist en það kallast eftirgefandi vöðvastarf eða bremsukraftur. Krafturinn sem einstakar vöðvafrumur geta myndað er mestur undir slíkum kringumstæðum. Vöðvasýni ú...
Hvað er vegið meðaltal fjármagnskostnaðar?
Vegið meðaltal fjármagnskostnaðar fyrirtækis (e. Weighted Average Cost of Capital, WACC) er meðalkostnaður fyrirtækisins við öflun fjármagnsins sem það notar til þess að standa undir rekstrinum. Fyrirtæki hafa ýmsar leiðir til að afla fjár. Eigendur geta lagt fram fé til rekstursins eða það haldið eftir einhver...
Af hverju þarf ég að borga stefgjöld af tómum geisladiskum sem ég nota til löglegra hluta?
Gjaldtakan sem slík er heimiluð með 3. og 4. málsgrein 11. greinar höfundalaga nr. 73/1972, eins og þeim var breytt með lögum nr. 60/2000, en þær hljóða svo:Höfundar verka, sem útvarpað hefur verið eða gefin hafa verið út á hljóðriti eða myndriti, eiga rétt á sérstöku endurgjaldi vegna upptöku verka þeirra til ein...
Hafið þið svör við öllum spurningum?
Já, satt að segja er ég farinn að halda að við eigum "svör" við öllum spurningum ef tíminn væri nægur. Þá á ég við að það sé sama hvað þú spyrð okkur, um sveppasósu eða blaðgrænu, himinblámann eða um eðli spurninga, til dæmis hvaða spurning sé erfiðust, þá eiga vísindi og fræði alltaf eitthvað í handraðanum um mál...
Stóll sem gerður er úr tré, getur hann orðið lifandi ef maður vökvar hann nóg?
Þetta fer að sjálfsögðu eftir hönnun stólsins, viðartegund og fleiru. Ef hann er til dæmis úr harðviði sem þrífst ekki á Íslandi, vel heflaður, slípaður og lakkaður, er ekki líklegt að spyrjanda takist að koma lífi í hann. En ef maður smíðar sér stól til að mynda úr Alaskavíði (Salix alaxensis), lætur vera að taka...
Hvernig eru kívíávextir ræktaðir?
Kívíávextir, eða loðber, eru aldin klifurplantna af ættkvíslinni Actinidia; Wikipedia nefnir Actinidia deliciosa og Encyclopædia Britannica Actinidia chinensis. Hægt er að lesa meira um kívíávöxtinn í svarinu Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til? eftir EMB. Einnig má benda á svar Jóns Más Halldórsso...
Af hverju er gull svo verðmætt?
Upphaflega ástæðan til þess að gull varð verðmætt er sú að það er sjaldgæft í náttúrunni, en þó ekki sjaldgæfara en svo að menn vissu að það var til. Menn hafa einnig tekið snemma eftir því að það fellur ekki á þennan málm; hann breytist afar hægt með tímanum við venjulegar aðstæður, en járn ryðgar, spanskgræna fe...