Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 854 svör fundust
Geta hástökkvarar stokkið hærra ef þeir eru hátt yfir sjávarmáli?
Svarið er já, það geta þeir, ef þeir geta náð sama upphafshraða í stökkinu. Þeir þurfa þó að vera í meiri hæð yfir jörð en hæstu fjöll til að aukin stökkhæð mælist greinilega. Ástæðan fyrir meiri stökkhæð er minna þyngdarsvið sem kallað er, með öðrum orðum minni þyngdarkraftur á hvert kg í massa. Geimfarar geta lí...
Hvað heitir eitraðasta slangan eða snákurinn?
Gera verður greinamun á hver er hættulegasti snákurinn og hver er eitraðastur því að eitruðustu snákarnir eru kannski ekki alltaf þeir hættulegustu af því að þeir bíta ekki eins oft og hinir. Í Bandaríkjunum eru hættulegustu snákarnir skröltormar (rattlesnakes) sem eru kallaðir eystri og vestari diamondbacks. S...
Hver er ríkasti maður í heimi?
Það er ekki hlaupið að því að finna áreiðanlegar heimildir um eignir ríkasta fólks í heimi enda er allur gangur á því hvort þeir sem til greina koma vilja gefa upp hve mikið þeir eiga. Jafnvel er til í dæminu að þeir reyni að ýkja eða draga úr auði sínum. Sumir vita svo sjálfsagt ekki aura sinna tal! Engu að sí...
Í hvaða skáldsögu koma fyrir flest nöfn á ám eða fljótum?
Það er óhætt að fullyrða að flest nöfn á ám eða fljótum komi fyrir í skáldsögu James Joyce Finnegans Wake. Gagnrýnendur telja að í fjórða og síðasta hluta bókarinnar, svonefndum Anna Livia Plurabelle-kafla, séu á bilinu 800 til 1.100 heiti á ám. Nákvæmasta talningin hljóðar upp á 1.036 fljótanöfn, ef mismunandi he...
Hver tók myndina af Neil Armstrong þegar hann tók fyrstu skrefin á tunglinu?
Þessi spurning kemur oft upp þegar fólk byrjar að efast um að NASA hafi farið til tunglsins. Margir samsæriskenningasmiðir hafa notað þetta sem vísbendingu um að fyrsta tunglferðin hafi jafnvel öll verið fölsuð í myndveri. En eins og svo oft áður byggja þeir rök sín á mjög ótraustum grunni og þegar allt kemur til ...
Hver er rökstuðningurinn á bak við hátekjuskatt?
Skattar eru lagðir á með lögum sem sett eru af stjórnmálamönnum og rökstuðningurinn fyrir tilteknum skatti þarf ekki að vera annar en að það sé meirihluti fyrir honum á löggjafarþinginu. Það er þó hægt að tína til ýmsa kosti og galla við mismunandi skatta með hagfræðilegri greiningu og niðurstöður úr slíkri vinnu ...
Hvað er vitað um ferjumanninn Karon í grískri goðafræði?
Samkvæmt grískri goðafræði var Karon ferjumaður sem flutti sálir látinna yfir fljótið Akkeron til undirheima, stundum sá hann um að ferja hina dauðu yfir fljótið Stýx. Til forna tíðkaðist það að setja pening undir tungurót látinna til að þeir gætu greitt Karoni ferjutoll. Þeir sem höfðu ekki fengið tilhlýðilega...
Er búið að finna tíundu reikistjörnuna?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu, og Sedna fellur ekki undir hana. Þann 15. mars 2004 tilkynntu þrír stjörnufræðingar við Caltech- og...
Hver er algengasta fuglategund í heimi?
Heimildir eru ekki á einu máli um hvaða fuglategund telur flesta einstaklinga en hér á eftir verður gerð stuttlega grein fyrir nokkrum tegundum sem eru mjög fjölmennar. Sennilega er fjölskipaðasta fuglategund heims grímuvefarinn (Quelea quelea, e. red-billed quelea) af ætt vefarafugla (Ploceidae, e. weaverbird...
Hvað er bílveiki?
Bílveiki er ein tegund af ferðaveiki (e. motion sickness) sem fólk getur fundið fyrir þegar það ferðast í bíl, flugvél, skipi, lest eða fer í tívolítæki. Ástæðan fyrir veikinni er sú að heilanum berast misvísandi boð frá hinum ýmsu skynfærum líkamans um stöðu hans og afleiðingin er vanlíðan. Skynfærin sem nema...
Hvenær var síðasta aftakan á Íslandi?
Síðasta aftakan fór fram í Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu 12. janúar 1830. Þá voru tekin af lífi Agnes Magnúsdóttir vinnukonu á Illugastöðum og Friðrik Sigurðsson bóndasonur frá Katadal. Þau höfðu verið dæmd til dauða fyrir morð á tveimur mönnum aðfararnótt 14. mars 1828, Nathans Ketilssonar bónda á Illugastöðum ...
Hafa ljósmyndir eitthvert gildi sem sönnunargögn fyrir íslenskum dómstólum?
Mál fyrir dómstólum eru annað hvort einkamál eða opinber mál. Ákæruvaldið höfðar opinber mál til refsingar en einkamál eru höfðuð án aðildar ákæruvalds. Um margt gilda líkar reglur um meðferð einka- og opinberra mála fyrir dómstólum, en í sumum efnum er grundvallarmunur þar á. Um einkamál gilda lög nr. 91/1991, en...
Hvað merkir menningararfleifð?
Spyrjandi bætir við: Hvað þarf að líða langur tími áður en eitthvað fyrirbrigði verður menningararfleifð? Menning á sér tvenna merkingu: Annars vegar er orðið notað á gildishlaðinn hátt um það besta sem hugsað og sagt hefur verið, og hins vegar nær það yfir það sem tiltekinn hópur fólks gerir. Í fyrri merkingunn...
Hvað er síðnýlendustefna?
Síðnýlendustefna er ýmist þýðing á neo-colonialism eða post-colonialism. Bæði hugtökin skírskota til afleiðinga af nýlendustefnu (e. colonialism) 18.-20. aldar í þriðja heiminum og á Vesturlöndum. Kenningar um neo-colonialism byggja einkum á marxískum hugmyndum um samband fyrrum nýlendna og nýlenduherra. Þótt nýle...
Er satt að danski fangavörðurinn Sigvardt Bruun hafi á 18. öld nauðgað 60 föngum í Reykjavík og myrt þá?
Víst var Sigvardt Bruun til en að hann hafi nauðgað og myrt 60 fanga er vafasamara. Bruun var ráðinn fangavörður við tukthúsið á Arnarhóli 1785 og 1786 tók hann við starfi ráðsmanns þar. Þessum störfum sinnti Bruun á miklum harðindaárum. Móðuharðindi ríktu í kjölfar eldgosanna 1783 og jarðskjálftahrina gekk yfir S...