Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1251 svör fundust
Hvaða maður fattaði upp á fyrsta skólanum og hvað heitir hann?
Þessari spurningu er ekki hægt að svara með því að nefna einn mann og segja að hann hafi fyrstur allra "fattað upp á" skóla. Skólar eru stofnanir sem veita kerfisbundna fræðslu. Samkvæmt Íslensku alfræðiorðabókinni er hægt að rekja upphaf skólahalds allt aftur til Egypta og Súmera á þriðja árþúsundi f. Kr. Þar vo...
Hvaða tvær stjörnur sjást í norðvestri þessa dagana um kl. 21.00?
Undanfarnar vikur hafa reikistjörnurnar Venus og Júpíter skinið skært á kvöldhimninum í vestri. Venus hefur smám saman verið að hækka á lofti á meðan Júpíter lækkar þegar hann nálgast sólina. Venus er næstbjartasta fyrirbæri stjörnuhiminsins og Júpíter þriðja bjartasta. Aðeins tunglið er bjartara. Venus er o...
Hversu margir búa í Bandaríkjunum?
Áætlað er að í upphafi árs 2010 hafi Bandaríkjamenn verið rúmlega 308 milljónir og er landið það þriðja fjölmennasta í heimi á eftir Kína og Indlandi. Á vef bandarísku hagstofunnar U.S. Census Bureau má sjá að áætlað er að á hverjum 8 sekúndum komi einn Bandaríkjamaður í heiminn, á hverjum 12 sekúndum verði eit...
Hvert er stærsta rándýr á landi?
Stærstu rándýr á landi eru kodiak-birnir (U. arctos middentorffi) og kamtsjatka-birnir (U. arctos beringianus), sem eru hvort tveggja deilitegundir brúnbjarna (Ursus arctos). Ekki er óalgengt að karldýr kodiak-bjarnarins vegi meira en 700 kg og dæmi eru um dýr sem voru felld og vógu meira en tonn. Kamtsjatka-birni...
Hvers konar þúfu er hægt að gera að féþúfu?
Elsta dæmi um orðið féþúfa í söfnum Orðabókar Háskólans er frá miðri 17. öld og kemur þar fyrir í orðasambandinu að gera féþúfu úr einhverju en algengastu myndirnar eru að gera sér eitthvað að féþúfu ‛hagnast á einhverju (oft með vafasömum hætti)’ og hafa einhvern að féþúfu ‛féfletta e-n’. Það var t...
Hver er uppruni orðsins mannbroddar og hvaðan kemur það?
Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:957) eru mannbroddar ‘broddajárn (oft með fjórum broddum) fest neðan á skó til að ganga á þegar hált er’. Orðið broddajárn er ekki fletta í orðabókinni. Elst dæmi um mannbrodda í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Tímariti Máls og menningar frá 1990 en mun eldri dæmi e...
Hvers konar menn voru flugumenn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í Íslendingasögunum er oft talað um flugumenn. Hvað er þetta orð gamalt í málinu og hver er upphafleg merking orðsins flugumaður? Orðið flugumaður þekkist þegar í fornum heimildum, til dæmis Flateyjarbók, Víga-Glúms sögu og fleiri ritum. Í orðabók Johans Fritzners yfi...
Hvernig verka verkjatöflur?
Það fer eftir því hvaða virka efni er í verkjatöflunum hvernig þær vinna. Í grófum dráttum er verkjastillandi lyfjum skipt í þrjá flokka. Í fyrsta lagi eru svokölluð ópíöt en innan þeirra eru morfín og kódeín líklega þekktust. Í öðru lagi eru verkjalyf af öðrum uppruna en ópíöt, til dæmis magnýl og parasetamól, se...
Hvað bendir til þess að Kína verði eitt af stórveldum 21. aldarinnar?
Kína gæti vel orðið eitt af stórveldum 21. aldarinnar. Þar skiptir mestu stærð efnahagskerfis landsins og pólitísk staða Kína. Vissulega hefur kreppan sem nú gengur yfir áhrif á efnahagskerfi landsins, eins og svo margra annarra landa, en ólíklegt er að hún muni hafa áhrif á stöðu Kína sem stórveldis á sviði efnah...
Hvaða land er það vanþróaðasta í heimi?
Staðlar: GNP og HDI Eins og fram kemur í ritinu Þróun og þróunaraðstoð eftir Jón Orm Halldórsson (1992), hafa flestar forsendur þróunaraðstoðar í heiminum reynst rangar (sjá einnig í Crewe og Harrison, 1999). Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, The Human Development Report 2003, kemur fram að síðastliðin tíu ár hafi ...
Hver var Stjörnu-Oddi Helgason og fyrir hvað er hann þekktur?
Eitt merkasta framlag Íslendinga á miðöldum til viðfangsefna raunvísinda er svokölluð Odda tala sem er eignuð norðlenska vinnumanninum Stjörnu-Odda,1 en hann virðist hafa verið uppi á tólftu öld, líkast til fyrri partinn.2 Þá er ritöld hafin á Íslandi og vitað að tiltekin erlend rit um stjarnvísindi og fleira þeim...
Hvernig urðu siðareglur til?
Ein leið til að svara þessari spurningu er að beita aðferðum og röksemdum mannfræðinnar til að skýra tilurð siðareglna. Það verður ekki gert hér. Þess í stað verður sagt frá röksemdum enska heimspekingsins Thomas Hobbes (1588-1679) fyrir því að samlíf manna sem ekki lýtur siðareglum og viðurlögum við broti á þeim ...
Hvers vegna hafna konur kynlífi tímabundið fyrir eða eftir blæðingar?
Upplýsingar um kynlífshegðun fólks gefa okkur ekki tilefni til að ætla að konur hafni almennt kynlífi fyrir eða eftir blæðingar. Konur eru með mismunandi þrár og langanir til kynlífs sem tengjast margvíslegum þáttum sem reynt verður að minnast á í þessu svari en fyrst mun ég fjalla um blæðingar og viðhorf til þeir...
Hversu barnaleg þarf pæling að vera til að geta ekki talist heimspekileg?
Sá sem pælir í tilverunni leggur stund á heimspeki. Þetta á við hvort sem menn velta fyrir sér tilgangi lífsins eða því hvort alheimurinn geti verið endalaus eða hvort sé nú betra að eyða laugardagspeningunum í vikulegan nammiskammt eða safna þeim saman og kaupa eitthvað bitastæðara þegar upphæðin er orðin álitleg...
Hver er tvöföldunartími verðlagsins Simbabve og hver er reiknireglan til að finna hann út?
Fréttir af verðbólgu í Simbabve eru nokkuð á reiki þótt óumdeilanlega sé hún mjög mikil. Í júlí 2008 var opinbera talan 2,2 milljónir prósenta og verður miðað við hana hér. Verðbólga er yfirleitt skilgreind sem hækkun verðlags á einu ári. Alla jafna byggja útreikningarnir á einhvers konar verðlagsvísitölu. Þann...