Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1181 svör fundust
Hver eru helstu verk Friedrichs Nietzsches?
Ritverkum Friedrichs Nietzsches (1844-1900) er vanalega skipt í þrjú tímabil: Æskuverkin (1872-1877), miðárin (1878-1882) og síðustu árin (1883-1888). Þar sem áhrifa Nietzsches gætir meðal listamanna, arkitekta, heimspekinga, félagsfræðinga, sálfræðinga, rithöfunda, tónlistarmanna, mannfræðinga, kvikmyndagerðarman...
Hver er syndafallskenning Rousseaus?
Að tala um „syndafall“ í kenningum svissneska heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau (1712-1778) er líklega villandi þar sem hann fjallaði ekki um eiginlega „synd“ í kristilegum skilningi. Í ritinu Ritgerð um uppruna og grundvöll ójöfnuðar meðal manna (Discours sur l'origine et les fondements de l'inégualité parmi ...
Hver eru merkustu rit Jóns lærða?
Um Jón lærða er fjallað í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund:Hver var Jón lærði Guðmundsson?Hvernig var ævi Jóns lærða Guðmundssonar?Fremst í fyrrnefnda svarinu er sagt frá notkun heimilda og á sú athugasemd einnig við um þetta svar. Sumarið 1637 fór Jón til Austurlands og dvaldist þar til æviloka 1658, e...
Hver var Ruth Benedict og hvert var hennar framlag til mannfræðinnar?
Þegar mannfræðingurinn Ruth Benedict var að hefja starfsferil sinn sótti hún um rannsóknarstyrk til The National Research Council sem hafnaði umsókninni með þeim orðum að “a person who has not already become established in University work [by age thirty-five] is not very promising material for development.” En þó ...
Hver er Steven Weinberg og hvert er framlag hans til eðlisfræðinnar?
Steven Weinberg fæddist í New York-borg árið 1933. Foreldrar hans voru innflytjendur úr hópi gyðinga en Steven sjálfur er yfirlýstur og virkur guðleysingi. Hann lauk BS-prófi frá Cornell-háskóla árið 1954 og hóf síðan framhaldsnám og rannsóknir við Stofnun Níelsar Bohrs í Kaupmannahöfn. Lauk doktorsprófi frá Princ...
Hversu lengi er hægt að geyma líffæri, til dæmis hjarta, áður en þau eru grædd í líffæraþegann?
Það er misjafnt eftir líffærum hversu langur tími má líða frá því að líffærið er tekið úr gjafanum og þar til það er komið í líffæraþegann. Hjarta deyr aðeins fjórum klukkustundum eftir að það er tekið úr líkama gjafans en önnur líffæri geta haldist lifandi í allt að sólarhring eftir að þau eru fjarlægð úr líkama ...
Hvenær byrjaði Árni Magnússon að safna handritum?
Árni Magnússon var rétt að verða tvítugur þegar hann fór til náms við háskólann í Kaupmannahöfn haustið 1683. Hann lærði guðfræði næstu tvö árin, líkt og langflestir íslenskir nemendur, en var svo lánsamur vorið 1684 að hreppa starf sem aðstoðarmaður hins konunglega fornfræðings Tómasar Bartholíns, sem vantaði Ísl...
Er vitað hvaðan spænska veikin kom?
Mannkynið hefur þurft að glíma við sex heimsfaraldra frá upphafi 20. aldar. Hugtakið heimsfaraldur er notað þegar faraldur smitsjúkdóms hefur náð sjálfstæðri dreifingu um heim allan. Tvennt eiga allir þessir heimsfaraldrar sameiginlegt: Þeir eru allir vegna veirusýkinga og bárust allir til manna úr dýrum og eru þe...
Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?
Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...
Geta hestar orðið þunglyndir?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Geta hross og önnur spendýr orðið þunglynd eða verið með annars konar geðraskanir eins og kvíða og streituröskun eða eitthvað álíka? Langt er síðan mönnum varð ljóst að mörgum villtum dýrum líður illa þegar frelsi þeirra er skert og þau fá ekki að njóta eðlilegra sam...
Hvað voru Púnverjastríðin?
Púnverjastríðin er samheiti yfir þrjú stríð á milli Rómverja og Karþagómanna sem áttu sér stað á tímabilinu 264 til 146 f.Kr. Þegar ófriðurinn hófst voru Karþagó og Róm voldugustu borgríkin við Vestur-Miðjarðarhaf en að síðasta stríðinu loknu, rúmri öld seinna, hafði Róm yfirburðastöðu og traustur grunnur var lagð...
Hvert var framlag Davids Ricardos til hagfræðinnar?
Nú á dögum er David Ricardo (1772-1823) almennt eignað að hafa mótað hina almennu tækni hagfræðinnar. Sá höfundur sem þeir Ricardo og Thomas Malthus vinur hans1 lásu einna mest um hagfræðileg efni var Adam Smith. Smith hafði mjög víðfeðma sýn en Ricardo þrengdi sjónarhornið. „Markmið mitt er að skýra lögmál og til...
Hvað stjórnar litaskiptunum hjá rjúpunum?
Fiður er mjög mikilvægt líffæri sem einkennir fugla. Fiðrið gegnir fyrst og fremst því hlutverki að vera einangrunarlag, sem temprar líkamshitann, og er einnig mjög mikilvægt flugtæki. Auk þess er fiðrið mikilvægt vegna litar og munsturs, sem er venjulega til þess fallið að fuglinn verður minna áberandi, en er ein...
Hvað eru hvíthol?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað er hvíthol og hvað gerist ef svarthol og hvíthol rekast saman? (Arnljótur Sigurðsson) Er til eitthvert fyrirbæri (að því sjörnufræðingar telja) sem er andhverfa svarthols? (Bragi Kristjánsson)Hvíthol (e. white hole) eru algjörlega ímynduð fyrirbæri, það er reist á...
Hvað eru margar kandelur í einu vatti ljósmagns?
Kandela og vatt eru í rauninni ekki sambærilegar einingar. Kandela er eining um ljósstyrk frá ljósgjafa og lýsir því hversu mikið ljós hann gefur frá sér. Ljósstyrknum er að vísu hægt að lýsa með tölu í vöttum um afköst eða orku á tímaeiningu en þá er aðeins átt við ljósorku. Ljósgjafinn gefur hins vegar alltaf fr...