Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1214 svör fundust
Hvers vegna, eftir milljóna ára þróun, þurfa flestar lífverur að sofa?
Rannsóknir á líffræði svefns eru enn á nokkurs konar bernskuskeiði. Þó vita visindamenn sitthvað um hvað gerist í líkama dýra í svefnástandi. Í þúsundir ára töldu menn sig vita svarið um leyndardóm svefnsins. Hann væri einfaldlega hvíld. Sumir lífeðlisfræðingar telja ennþá að það sé hið rétta svar en flestir efas...
Er einhver leið til þess að nálgast lista yfir bestu háskóla í heiminum til að stúdera stærðfræði í?
Það eru til listar sem geta hjálpað til við að finna góða skóla en ekki er til neinn listi yfir „bestu“ skólana á heimsvísu. Hvað er „besti“ skólinn fer eftir mörgum atriðum. Nám sem hentar einum kann að vera hundónýtt fyrir annan. Síðan koma inn í atriði eins og kostnaður við námið og hvernig það er að búa á v...
Hvað er frunsa?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Getið þig sagt mér hvað frunsa er? Hvers vegna fær sumt fólk frunsu en annað ekki? Er hægt að koma í veg fyrir frunsumyndun?Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Eru frunsur smitandi? Ef svo er, geta þær smitast um allan líkamann? Frunsur eða áblástur er veirusýkin...
Hver er sagan á bak við hinn gríska þurs Argos? Hverjar eru grunnheimildir?
Argos hafði viðurnefnið panoptes á grísku, en það þýðir bókstaflega 'alsjáandi' enda var skrokkur hans alsettur 100 augum. Í grískum goðsögum kemur hann mest við sögu í einu af mörgum framhjáhöldum Seifs. Mynd af morði Argosar á fornum grískum vasa. Hermes leggur til Argosar og Íó í kvígulíki stendur hægra me...
Verða kettir veikir og hvaða sjúkdómseinkenni fá þeir þá?
Kettir geta veikst rétt eins og öll önnur dýr. Margir vel þekktir sjúkdómar leggjast á ketti, bæði smitsjúkdómar og sjúkdómar af erfðafræðilegum toga. Meðal helstu einkenna sem koma fram hjá veikum ketti eru minni matarlyst og aukin svefnþörf. Kettir eru í eðli sínu afar íhaldssamir og því getur verið auðvelt...
Hvernig verkar klukkan?
Menn hafa frá örófi alda notað ýmis ráð til að mæla tíma, til dæmis yfir daginn. Þannig getum við rekið lóðrétt prik í jörðina og fylgst með því hvernig skugginn af því breytist yfir daginn. Slíkt áhald nefnist sólsproti (gnomon). Skylt því og heldur þægilegra í notkun er svokallað sólúr (sundial) en teinninn í þv...
Hvernig getur maður orðið vísindamaður þegar maður verður stór?
Vísindamenn má skilgreina sem fólk sem leitar traustrar þekkingar og beitir til þess kerfisbundnum rannsóknum. Þeir geta tilheyrt mörgum ólíkum fræðasviðum og rannsóknir þeirra spanna allt frá þróun tungumála til aðdráttarafls svarthola. Vísindamenn eru því breiður hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa mikinn...
Hverjir voru Rómúlus og Remus?
Samkvæmt þjóðsögum voru tvíburarnir Rómúlus og Remus stofnendur Rómar. Venjan er að miða við dagsetninguna 21. apríl árið 753 f.Kr. þegar sagt er að farið hafi verið að grafa fyrir borgarmúrunum. Rómúlus og Remus voru synir Rheu Silvíu, dóttur Númitors sem var konungur í borginni Alba Longa. Númitor átti yngri...
Eru til mannætur einhvers staðar í heiminum?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvernig við skilgreinum mannætur. Ef spyrjandi á við ættbálka sem leggja sér mannakjöt til munns, þá er svarið við spurningunni að ekki eru lengur til ættbálkar sem eru mannætur. Mannát tíðkaðist þó sums staðar, meira að segja langt fram á síðustu öld. Mannfræðingar hafa ...
Hvar lifa sæskjaldbökur?
Á íslensku virðist orðið sæskjaldbaka bæði notað sem heiti á skjaldbökuættinni Cheloniidae og í víðari merkingu sem samheiti yfir þær skjaldbökuættir sem lifa í sjó og kallast á ensku sea turtles. Í þessu svari er orðið notað í víðari merkingunni. Til sæskjaldbaka teljast sjö tegundir, sex þeirra eru innan ætt...
Gæti það verið merki um misnotkun ef 4-5 ára börn kyssast í laumi eða er það fullkomlega eðlileg hegðun?
Það er fullkomlega eðlileg hegðun hjá fjögurra til fimm ára gömlum börnum að kyssast í laumi, enda verða börn oft vitni að slíku, til dæmis í myndum, á heimilinu eða annars staðar í umhverfi sínu. Ekkert kynferðislegt er tengt forvitni barna um kynfæri og kossa á þessum aldri. Búast má við því að flest börn sýn...
Hvaðan kom orðið hetja, hver var fyrsta hetja Íslands og eru til kvenhetjur?
Orðið hetja ‛kappi, hraustmenni, hugrakkur maður’ þekkist þegar í fornu máli. Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu er kafli um það hvernig nefna skuli menn í kveðskap. Þar stendur til dæmis: „Þeir menn eru, er svá eru kallaðir: kappar, kempur, garpar, snillingar, hreystimenn, harðmenni, afarmenni, hetjur.“ Í 11. ...
Af hverju hafa páfuglar svona langar stélfjaðrir?
Páfugl (Pavo cristatus) er ein af tveimur tegundum páfugla af ættkvíslinni Pavo sem er innan ættar Phasianidae eða fasanaættar. Hin tegundin er grænpáfuglinn (P. muticus) sem lifir í Indókína. Páfuglinn, sem einnig er nefndur indverski páfuglinn (e. indian peafowl), er þjóðarfugl Indlands. Þar þykir hann mikil ger...
Hver var fyrsta plantan á Íslandi?
Neðarlega í fjöllum á ystu nesjum Vestfjarða hafa fundist trjábolaför sem eru elstu menjar um gróður á Íslandi eins og landið lítur út í dag. Þannig för hafa til dæmis fundist í Lónafirði í Jökulfjörðum. Ekki hefur tekist að greina förin til tegunda og trúlega reynist það erfitt, en mjög líklega eru þau eftir einh...
Hvernig á að setja upp vindhana?
Upphaflega spurningin var svona: Þegar vindhani er settur upp, á þá að festa áttirnar þannig að örin bendi undan vindi eða á örin að benda í þá átt sem vindurinn kemur úr? Aðalatriðið er að koma vindhana þannig fyrir að hann hreyfist ekki í logni og sýni strax rétta vindstefnu um leið og smáandvari kemur. Það þa...