Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar lifa sæskjaldbökur?

Jón Már Halldórsson

Á íslensku virðist orðið sæskjaldbaka bæði notað sem heiti á skjaldbökuættinni Cheloniidae og í víðari merkingu sem samheiti yfir þær skjaldbökuættir sem lifa í sjó og kallast á ensku sea turtles. Í þessu svari er orðið notað í víðari merkingunni.

Til sæskjaldbaka teljast sjö tegundir, sex þeirra eru innan ættarinnar Cheloniidae en ein tegund tilheyrir ætt leðurskjaldbaka (Dermochelyidae). Sæskjaldbökur finnast aðallega í heittempruðum sjó hringinn í kringum jörðina. Þær eru algengastar í heitum sjó við miðbaug, sérstaklega í stóru úthöfunum; Kyrrahafi, Indlandshafi, Atlantshafi og í Karíbahafi þar sem líklega er flestar sæskjaldbökur að finna.



Útbreiðsla og varpstaðir leðurskjaldbökunnar (Dermochelys coriacea). Rauðir punktar sýna stærri varpstaði og gulir minni staði.

Sæskjaldbökur koma upp á land til þess að verpa og velja þá sendnar strendur. Sem dæmi um útbreiðslu og varpstaði má nefna að græna skjaldbakan (Chelonia mydas) verpir meðal annars víða í Suður- og Mið-Ameríku og á eyjum Karíbahafs, við norðurströnd Ástralíu og á eyjum bæði í Indlands- og Kyrrahafi. Leðurskjaldbakan (Dermochelys coriacea), sem er stærst allra núlifandi skjaldbaka, er algengust í Karíbahafi og þar er stærstu varpstaðina að finna. Hins vegar er leðurskjaldbakan mun betur aðlöguð köldu umhverfi en margar aðrar sæskjaldbökur og teygir útbreiðslu sína því bæði norðar og sunnar en margar aðrar tegundir.

Sæskjaldbökur hafa einstaka sinnum sést hér við land. Sjálfsagt berast þær norður á bóginn með hafstraumum. Nýlegasta dæmið var þegar ein slík sást á sundi skammt frá Reykjanesi fyrir fáeinum árum. Þar var sennilega um leðurskjaldböku að ræða en ein slík fannst dauð á haustmánuðum árið 1963 í Steingrímsfirði á Ströndum.



Einar Hansen og sæskjaldbakan sem hann rakst á í Steingrímsfirði á leið heim úr róðri í október árið 1963. Frásögn af þessu skjaldbökuævintýri má lesa á Strandir.is

Þess má geta að í gömlum annálum er sumstaðar sagt frá ókennilegum kvikindum sem komu röltandi frá sjó og skutu fólki eðlilega skelk í bringu. Í einstaka tilfellum töldu menn sig heyra einhvers konar skrölt frá þessum gestum og voru þau í framhaldi af því oft kölluð skeljaskrímsli, því hljóðin minntu á þegar skeljum er slegið saman. Það er mögulegt að þarna hafi verið um sæskjaldbökur að ræða þótt ekki sé fullyrt um það hér.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um skjaldbökur, til dæmis:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.10.2008

Spyrjandi

Daníel Ágúst Ágústsson, f. 1996

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar lifa sæskjaldbökur?“ Vísindavefurinn, 10. október 2008, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48624.

Jón Már Halldórsson. (2008, 10. október). Hvar lifa sæskjaldbökur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48624

Jón Már Halldórsson. „Hvar lifa sæskjaldbökur?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2008. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48624>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar lifa sæskjaldbökur?
Á íslensku virðist orðið sæskjaldbaka bæði notað sem heiti á skjaldbökuættinni Cheloniidae og í víðari merkingu sem samheiti yfir þær skjaldbökuættir sem lifa í sjó og kallast á ensku sea turtles. Í þessu svari er orðið notað í víðari merkingunni.

Til sæskjaldbaka teljast sjö tegundir, sex þeirra eru innan ættarinnar Cheloniidae en ein tegund tilheyrir ætt leðurskjaldbaka (Dermochelyidae). Sæskjaldbökur finnast aðallega í heittempruðum sjó hringinn í kringum jörðina. Þær eru algengastar í heitum sjó við miðbaug, sérstaklega í stóru úthöfunum; Kyrrahafi, Indlandshafi, Atlantshafi og í Karíbahafi þar sem líklega er flestar sæskjaldbökur að finna.



Útbreiðsla og varpstaðir leðurskjaldbökunnar (Dermochelys coriacea). Rauðir punktar sýna stærri varpstaði og gulir minni staði.

Sæskjaldbökur koma upp á land til þess að verpa og velja þá sendnar strendur. Sem dæmi um útbreiðslu og varpstaði má nefna að græna skjaldbakan (Chelonia mydas) verpir meðal annars víða í Suður- og Mið-Ameríku og á eyjum Karíbahafs, við norðurströnd Ástralíu og á eyjum bæði í Indlands- og Kyrrahafi. Leðurskjaldbakan (Dermochelys coriacea), sem er stærst allra núlifandi skjaldbaka, er algengust í Karíbahafi og þar er stærstu varpstaðina að finna. Hins vegar er leðurskjaldbakan mun betur aðlöguð köldu umhverfi en margar aðrar sæskjaldbökur og teygir útbreiðslu sína því bæði norðar og sunnar en margar aðrar tegundir.

Sæskjaldbökur hafa einstaka sinnum sést hér við land. Sjálfsagt berast þær norður á bóginn með hafstraumum. Nýlegasta dæmið var þegar ein slík sást á sundi skammt frá Reykjanesi fyrir fáeinum árum. Þar var sennilega um leðurskjaldböku að ræða en ein slík fannst dauð á haustmánuðum árið 1963 í Steingrímsfirði á Ströndum.



Einar Hansen og sæskjaldbakan sem hann rakst á í Steingrímsfirði á leið heim úr róðri í október árið 1963. Frásögn af þessu skjaldbökuævintýri má lesa á Strandir.is

Þess má geta að í gömlum annálum er sumstaðar sagt frá ókennilegum kvikindum sem komu röltandi frá sjó og skutu fólki eðlilega skelk í bringu. Í einstaka tilfellum töldu menn sig heyra einhvers konar skrölt frá þessum gestum og voru þau í framhaldi af því oft kölluð skeljaskrímsli, því hljóðin minntu á þegar skeljum er slegið saman. Það er mögulegt að þarna hafi verið um sæskjaldbökur að ræða þótt ekki sé fullyrt um það hér.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör um skjaldbökur, til dæmis:

Myndir:

...