Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2528 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þurfa sæskjaldbökur að anda?

Öll dýr þurfa á súrefni að halda til þess að bruni, sem myndar orku, geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir í þeim efnum, eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra? Hægt er að skipta leiðum súrefn...

category-iconEfnafræði

Getið þið gefið mér upp efnaformúluna fyrir glervatn?

Með "glervatni" er væntanlega átt við það sama og kallað hefur verið "Wasserglas" á þýsku. Engin ein efnaformúla er til fyrir glervatn, en um er að ræða vatnsleysanleg natríum- og/eða kalíumsiliköt eða megnar vatnslausnir þeirra. Framleiðslan fer fram með því að bræða saman SiO2, til dæmis kvartssand, og natríumka...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér eitthvað um plánetuna Venus?

Venus er önnur reikistjarnan frá sólu en fjarlægðin er um 108.210.000 km. Þvermál hennar er um 12.104 km sem þýðir að hún er sjötta stærsta reikistjarna sólkerfisins og aðeins minni en jörðin. Massi Venusar er 4,865*1027 g eða 81,5% af massa jarðar. Eðlismassinn er 5,20 g/cm3. Þyngdarhröðun við miðbaug reikistjörn...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?

Á norðurhveli jarðar er Vega næst bjartasta stjarna næturhiminsins, á eftir Síríusi, rétt aðeins bjartari en Kapella í Ökumanninum og fimmta bjartasta stjarna himins. Stjarnan er af birtustigi 0,03. Vega er pólhverf, það er sest aldrei frá Íslandi séð en er samt oft bara rétt ofan við sjóndeildarhringinn. Stjarnan...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um köfun sjófugla?

Nafnið sjófuglar á við fugla sem lifa í nánum tengslum við sjóinn. Fæða þeirra er að mestu eða öllu leyti sjávarfang og varpstöðvar eru yfirleitt við strandlengjuna. Sjófuglum má skipta í þrjá hópa eftir því hvort þeir nota fætur, vængi eða hvoru tveggja til sundsins (Storer, 1960b). Fuglar sem nota vængi til sund...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um svörtu ekkjuna?

Svarta ekkjan er heiti sem í raun er notað um ýmsar tegundir innan ættkvíslarinnar Latrodectus (Theridiidae). Alls eru tegundirnar nú taldar vera 31 en heitið svarta ekkjan á sér í lagi um þrjár tegundir sem eiga upprunaleg heimkynni sín í Norður-Ameríku: L.mactans, L.hesperus og L.variolus. Einnig má nefna hi...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um frelsisstríð Bandaríkjanna?

Aðdragandi frelsistríðsins voru miklar tolla- og skattaálögur Breta á þrettán nýlendur í Bandaríkjunum. Íbúar nýlendanna í Norðurríkjunum voru ósáttir við stjórnunarhætti Breta og mikil óánægja var vegna þess að nýlendurnar áttu engan fulltrúa á breska þinginu. Nýlendurnar stóðu vel efnahagslega og mótmæltu háum t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um vöðvavefi dýra?

Helstu flokkar vöðvavefja hjá hryggdýrum eru sléttir vöðvar, þverrákóttir vöðvar og hjartavöðvinn. Þessir vöðvavefir hafa mismunandi eiginleika og útlit. Þverrákóttir vöðvar samanstanda af löngum frumum sem geta orðið allt að 4 cm á lengd. Þessar frumur eru sívalar og innihalda marga kjarna (ekki einn kjarna ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um James Watt?

James Watt var skoskur uppfinningamaður og verkfræðingur. Hann er frægastur fyrir endurbætur sínar á gufuvélinni sem lögðu grunninn að vélvæðingu iðnbyltingarinnar. Goðsagan um að Watt hafi fundið upp gufuvélina eftir að hafa horft á ketil móður sinnar sjóða yfir eldi, er ekki sönn. Gufuvélin var þegar til en uppf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra?

Dýr hafa þróað með sér ýmsar „lausnir“ við öndun. Það fer mikið eftir stærð dýra hvort þau hafa sérstök líffæri til þess að fanga súrefni úr umhverfinu eða beita ósérhæfðum aðferðum eins og öndun gegnum húð. Öndunarfærum má skipta í fjóra meginflokka: húð, tálkn, loftgöng og lungu. Eftir því sem dýrið er s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um indverska nashyrninginn?

Indverski nashyrningurinn (Rhinoceros unicornis) er ein fimm núlifandi tegunda nashyrninga í heiminum. Hann er ólíkur stóru afrísku tegundunum að því leyti að hann hefur aðeins eitt horn (líkt og hinar tvær asísku tegundirnar) eins og latneska heitið gefur til kynna. Hann finnst víða á Indlandi, í Bangladess, Nepa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um indverska fílinn?

Indverski fíllinn, eða öllu heldur asíski fíllinn (Elephas maximus) eins og réttara er að nefna hann, er ein af tveimur núlifandi tegundum fíla. (Deilur eru nú í gangi hvort afríski gresjufíllinn og afríski skógarfíllinn séu í reynd tvær aðskildar tegundir fremur en deilitegundir.) Núverandi heimkynni asíska fíl...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð?

Frá öndverðu hefur mönnum verið ljóst að plöntur nærast öðruvísi en dýr. Aristóteles (384-322 f. Kr.) velti þessu fyrir sér eins og flestu öðru og komst að þeirri (rökréttu) niðurstöðu að plöntur nærðust á jarðvegi. Kenningin var prófuð á 16. öld af Belganum Jan Baptista van Helmont (1580-1644). Hann plantaði p...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um Staðardagskrá 21?

Staðardagskrá 21 (e. Local Agenda 21) er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun, í Rio de Janeiro 1992. Sem alþjóðleg ályktun er hún ekki þjóðréttarlega bindandi, eins og ef um staðfestan alþjóðlegan sáttmála væri að r...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?

Skógarmörðurinn (Martes martes) lifir eins og nafnið gefur til kynna í skóglendi og finnst víða í Evrópu og Mið-Asíu. Skógarmörðurinn er af vísluættinni og mælist 42-52 cm á lengd, með um 20 cm langa rófu. Hæð hans yfir herðakamb er um 15 cm og hann vegur yfirleitt um 1-2 kg. Vistfræðirannsóknir hafa sýnt að by...

Fleiri niðurstöður