Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Með "glervatni" er væntanlega átt við það sama og kallað hefur verið "Wasserglas" á þýsku. Engin ein efnaformúla er til fyrir glervatn, en um er að ræða vatnsleysanleg natríum- og/eða kalíumsiliköt eða megnar vatnslausnir þeirra. Framleiðslan fer fram með því að bræða saman SiO2, til dæmis kvartssand, og natríumkarbónat (sóda) eða kalíumkarbónat. Koldíoxíð rýkur þá burt og eftir stendur glært, glerkennt efni með samsetningu sem er breytilegt hlutfall af M3HSiO4, M2H2SiO4 og MH3SiO4 (M = Na, K). Ef kvarts, sódi og kalk (kalsíumkarbónat) eru brædd saman fæst hins vegar venjulegt gler eins og notað er til dæmis í rúður og drykkjarflöskur.
Sem verslunarvara er glervatn yfirleitt á formi megnrar vatnslausnar sem fæst með því að leysa fasta glervatnið upp í mjög heitu vatni undir háum þrýstingi (150 °C og 5 bar). Slíkar lausnir eru meðal annars notaðar sem "keramískt" lím til að líma saman gler og keramík, til að netja yfirborð trjá- og vefnaðarvöru (tefur eld) og í ýmsan efnaiðnað. Glervatn er hættulegt maga og meltingarvegi og inntaka þess getur leitt til dauða. Það finnst ekki í náttúrunni þar sem það er vatnsleysanlegt, ólíkt öðrum silikötum.
Ingvar Árnason. „Getið þið gefið mér upp efnaformúluna fyrir glervatn?“ Vísindavefurinn, 3. október 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=962.
Ingvar Árnason. (2000, 3. október). Getið þið gefið mér upp efnaformúluna fyrir glervatn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=962
Ingvar Árnason. „Getið þið gefið mér upp efnaformúluna fyrir glervatn?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=962>.