Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1087 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Grikkland stórt og hvað búa margir þar?

Grikkland nær yfir syðsta hluta Balkanskaga og á landamæri í norðri að Albaníu, Makedóníu, Búlgaríu og Tyrklandi. Eitt af einkennum Grikklands er nálægð við sjóinn, en haf umlykur landið á þrjá vegu. Í austri liggur Grikkland að Eyjahafi, að Miðjarðarhafi í suðri og Jónahafi í vestri. Hvergi á Grikklandi eru meir...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna notar fólk í prentiðnaði nær eingöngu Apple-tölvur?

Víðast hvar í heiminum notar meirihluti fyrirtækja í prentiðnaði Apple-tölvur. Ein ástæðan fyrir því er líklega sú að umbrotsforritið PageMaker, sem var í rauninni fyrsta forritið sem gerði notanda kleift að sjá hvað hann var að gera beint á skjánum, keyrir á Apple-tölvum. Einnig skiptir máli að á þeim áru...

category-iconVísindi almennt

Hvers konar sjúkdóma getur erfðafræði ráðið við?

Svarið við þessari spurningu kann að vera nokkuð umdeilt. Hér verður því haldið fram að þekking á erfðafræði sjúkdóma geti komið að haldi í baráttunni gegn velflestum sjúkdómum þó að hún geti hins vegar væntanlega ekki "ráðið við" þá ein og sér. Þessi þekking er þó ekki skilvirkasta vopnið að svo stöddu gegn þeim ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það rétt að afkastageta tölva aukist þegar innra minni er stækkað?

Upphafleg spurning var svona: Ég hef heyrt að með því að stækka innra minni í tölvu þá aukist afkastagetan. Er þetta rétt? Eða á þetta eingöngu við þegar mörg forrit eru opin í einu og skiptir engu máli þegar verið er að vinna í einu forriti? Í afar stuttu máli sagt þá er þetta rétt. Meira minni eykur afkast...

category-iconHugvísindi

Er Búkolla alíslensk þjóðsaga eða á hún sér einhverjar hliðstæður?

Búkolla er kynjavera í gömlu íslensku ævintýri. Hún er tekin upp í Vættatali Árna Björnssonar (bls. 28) og þar sögð „ævintýraleg kýr sem kann mannamál”. Búkolla er ekki „vættur” í hefðbundnum skilningi þess orðs en hún er engu að síður „yfirnáttúruleg vera" og réttlætir það veru hennar í vættatalinu. Sagan ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verkar geðlyfið Haldol?

Haldol eða halóperídól er elsta lyfið af flokki bútýrófenónafbrigða með kröftuga geðlæga verkun. Lyfið er sefandi (neuroleptic) og er því notað til að meðhöndla ýmiss konar geðraskanir. Verkun halóperídóls er á þann veg að það dregur úr virkni taugaboðefnisins dópamíns í heilanum. Lesa má meira um dópamín í svari ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er Touretteheilkenni og erfist það?

Touretteheilkenni (e. Tourette Syndrome (TS) eða Tourette Disorder) er taugakvilli sem einkennist af kækjum - ósjálfráðum, hröðum, skyndilegum hreyfingum eða hljóðum sem koma endurtekið fyrir á sama hátt. Algengt er að sjúkdómnum fylgi einnig áráttu- og þráhyggjueinkenni, athyglisbrestur og ofvirkni. Mismunandi er...

category-iconNæringarfræði

Hvaða áhrif hefur hungurverkfall á líkamann?

Við föstu eða svelti þarf líkaminn að treysta á eigin birgðir af orkugefandi næringarefnum. Fyrst um sinn nýtir hann birgðir sínar af kolvetnum og fitu, en kolvetnabirgðirnar sem eru fyrst og fremst á formi glúkósa (þrúgusykurs) í glýkógensameindum klárast á aðeins nokkrum klukkustundum. Þar sem heilinn, ásamt ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað ræður kyni barns?

Í stuttu máli má segja að kyn barns ráðist af því hvort Y-kynlitningur er í okfrumunni sem fóstrið þroskast af eða ekki. Þar sem Y-kynlitningar eru bara í körlum er það faðirinn eða öllu heldur sáðfruma hans sem ákvarðar kyn barns. Skoðum þetta aðeins nánar. Upphaf nýs einstaklings er þegar tvær frumur, eggfrum...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru fílar með rana?

Til að svara þessari spurningu er rétt að við byrjum á því að velta fyrir okkur í hvað raninn er notaður. Til hvers nota fílar ranann? Þeir sem þekkja til atferli og lífshátta fílsins vita að hlutverk ranans er í rauninni margþætt. Fyrst og fremst er hann þó notaður til fæðuöflunar. Fílar eru jurtaætur og lifa ein...

category-iconLæknisfræði

Er tíðni krabbameina í heiminum að aukast?

Krabbamein eru margir ólíkir sjúkdómar sem eiga uppruna í ólíkum líffærum og batahorfur eru ákaflega misjafnar, stundum góðar og stundum slæmar. Nýgengi og dánartíðni vegna hinna ólíku meina er mismunandi eftir þjóðum. Í dag eru krabbamein í efsta sæti varðandi sjúkdómavalda þegar litið er til alls heimsins og tal...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegnir mænan í okkur og hvernig starfar hún?

Mænan er langur, mjór strengur úr taugavef og stoðfrumum sem liggur frá heilanum, nánar tiltekið mænukylfu, niður eftir bakinu að lendaliðum þar sem hún greinist í knippi sem kallast mænutagl. Saman mynda mænan og heilinn miðtaugakerfi líkamans. Mænan liggur í gegnum hrygginn, sem verndar hana fyrir hnjaski. Hún e...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru til einhverjar plöntur á Íslandi sem éta kjöt?

Plöntur sem 'éta kjöt' stunda svokallað ránlífi, það er veiða sér dýr til matar. Með því fá þær mest af næringarefnum úr vefjum dýra. Það eru aðallega skordýr eða aðrar tegundir liðfætla (Arthropoda) sem finnast á matseðli slíkra plantna. Þessar plöntur mætti nefna ránplöntur. Þær hafa aðlagast aðstæðum í nærin...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru vítamín og til hvers þurfum við þau?

Vítamín eru lífræn efni sem líkaminn þarfnast í litlum mæli til þess að tryggja líf, heilbrigði, vöxt og fjölgun. Hvert vítamín gegnir sérhæfðu hlutverki en meginhlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta líkamans. Vítamínin fáum við aðallega úr fæðunni. Ef eitthvert þessara efna skortir í fæðuna getur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um steinfiska, eru þeir mjög eitraðir?

Steinfiskar eru tegundir fiska af ættkvíslinni Synanceia. Innan þessarar ættkvíslar eru þekktar fimm tegundir. Steinfiskar finnast aðallega á grunnsævi við Indlandshaf og Kyrrahaf en einnig eru dæmi um steinfiska í ísöltum sjó og í ám í Suðaustur-Asíu. Steinfiskar eru mjög eitraðir og jafnvel eitraðastir allra núl...

Fleiri niðurstöður