1975: 5,9 milljónir 2000: 10,1 milljón 2002: 10,9 milljónir 2008: 12,7 milljónirÞví er spáð að 22 milljónir3 manna muni greinast með sjúkdóminn árið 2030, sem er 75% aukning miðað við árið 2008 (hlutfallslega meira í lág- og meðaltekjulöndum). Aukninguna má fyrst og fremst rekja til mannfjöldaaukningar á heimsvísu (6,7 milljarðar 2008, áætlað 8,3 milljarðar árið 2030) og þess að meðalaldur flestra þjóða hefur farið hækkandi, en nýgengi krabbameina eykst mjög með hækkandi aldri. Áætlað er að í lág og meðalinnkomulöndum muni félags- og efnahagsaðstæður breytast þannig að þessi lönd líkist frekar vestrænum löndum og mynstur krabbameinstilfella verða líkari því sem er á Vesturlöndunum, það er lækkandi tíðni krabbameina í leghálsi og maga, en aukningu á krabbameinum í brjóstum, blöðruhálskirtli og ristli og endaþarmi. Tilvísanir:
- 1World cancer factsheet - World Health Organization.
- 2GLOBOCAN 2008.
- 3 Bray F, Jemal A, Grey N, Ferlay J, Forman D. Global cancer transitions according to the Human Development Index (2008-2030): a populationbased study. Lancet Oncol. 2012.
- Women’s cancer run organisers mustering Sunderland recruits - All News - Sunderland Echo. (Sótt 15. 2. 2013).
Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er tíðni krabbameins í heiminum að aukast? Eru fleiri að greinast með einhvers konar krabbamein á fystu árum þessarar aldar en á síðustu 15-20 árum 20 aldar?