Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1052 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað er að vera "strýheill"?

Orðið strýheill merkir 'alveg heill, ógallaður'. Forliðurinn strý- er þarna notaður til áherslu og orðið er sjálfsagt myndað með orðið stráheill að fyrirmynd. Stráheill er annars vegar notað um strá í heyi sem ekki hafa brotnað en hins vegar í yfirfærðri merkingu um það sem er heilt og óskaddað. Orðið strý er ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan kemur nafngiftin á Faxaflóa?

Eldra nafn Faxaflóa var Faxaós, sem fyrir kemur í Fjarðatali, sem talið er frá því um 1200 (Íslenskt fornbréfasafn III:13-17) og í Landnámabók (Íslenzk fornrit I: 38, 39, 55). Í Lýsingu Útskálaprestakalls 1839 eftir sr. Sigurð B. Sívertsen er nefnd Faxabugt (Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 72). Á korti Björns...

category-iconLæknisfræði

Hvað er serótónínheilkenni og hverjar eru orsakir þess?

Serótónín er taugaboðefni í heila. Serótónínheilkenni er lífshættulegt ástand í líkamanum sem stafar af of miklu serótóníni. Þetta ástand kemur oftast fram þegar tvö lyf eru tekin samtímis sem örva losun serótóníns eða hamla endurupptöku þess. Dæmi um slíka lyfjatöku er þegar samtímis er tekið svokallað triptanlyf...

category-iconLæknisfræði

Eru til pillur sem halda hundaofnæmi í skefjum?

Andhistamín, er hópur lyfja, sem við Íslendingar köllum rangnefninu ofnæmistöflur. Andhistamín keppa um sæti á svo kölluðum histamín-viðtækjum við histamín, sem er eitt aðalboðefnið við ofnæmisviðbrögð og veldur miklum roða, kláða og bjúg í húðinni og bjúg og samdrætti í sléttum vöðvum í innri líffærum. Andhis...

category-iconLögfræði

Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa?

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (nr. 33/1944) segir í 33. gr.: “Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt.” Lög um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000) hafa að geyma svipað ákvæði. Hið sama gildir um sveitarstjórna...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið hlúð um tehettu?

Öll spurningin hljómaði svona: Eldri fjölskyldumeðlimur, (1916-2002) uppruni að Gröf í Laugardal, sagði gjarnan „hlúð“ um tehettu. En ekkert nafnorð finnum við í orðabókum um orðið hlúð. Finnst það hjá ykkur? Takk fyrir. Í ritinu Alþjóðamál og málleysur eftir Þórberg Þórðarson rithöfund eru talin upp allmör...

category-iconLandafræði

Hvaða þjóð er með hæsta meðalaldur og hvaða þjóð er með lægsta?

Í fljótu bragði tókst ekki að finna upplýsingar um meðalaldur hjá þjóðum heims. Hins vegar má finna upplýsingar um „miðaldur“ (e. median age), til dæmis á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna og í The World Factbook. Miðaldur er það sem venjulega er kallað miðgildi í tölfræði; þá er öllum hópnum (í þessu tilfelli allri þj...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er fátækt á Íslandi? Hvað er afstæð fátækt?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hefur dregið úr fátækt á Íslandi undanfarin 10 ár eða hefur hún aukist? (Elísabet) Algild og afstæð fátæktarmörk Skipulagðar rannnsóknir á fátækt eiga sér rúmlega hundrað ára sögu. Meðal áhrifaríkra frumkvöðla var breski fræðimaðurinn Seebohm Rowntree sem skilgreindi svoköll...

category-iconHugvísindi

Hvernig var blekið búið til sem notað var við skriftir handritanna?

Blek er litarefni í vökvaformi og hefur sem slíkt verið notað í aldaraðir til að skrifa með og teikna. Bleki má skipta í tvo megin flokka sótblek (kolefnablek) og sútunarsýrublek. Notkun á bleki má upphaflega rekja til Kína og Egyptalands frá því um 2500 f.Kr. Blekið sem þar var notað var gert úr sóti og/eða ös...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir?

Ösp (Populus) er ættkvísl stórvaxinna lauftrjáa. Innan ættkvíslarinnar eru 25-35 tegundir sem fyrirfinnast víða á norðurhveli jarðar. Aspir eru yfirleitt 15-50 metra háar og getur trjástofn stærstu tegunda orðið allt að 250 cm í þvermál. Venjulega er trjábörkur ungra aspa frá hvítum lit upp í grænleitt. Í eldri tr...

category-iconBókmenntir og listir

Úr hvaða ritum fékk Snorri Sturluson sína vitneskju um fljótið Tanais sem nú kallast Don?

Snorri Sturluson getur fljótsins Tanais í Heimskringlu. Þar segir í upphafi Ynglingasögu: Úr norðri frá fjöllum þeim, er fyrir utan eru byggð alla, fellur á um Svíþjóð, sú er að réttu heitir Tanais; hún var forðum kölluð Tanakvísl eða Vanakvísl; hún kemur til sjávar inn í Svartahaf. Í Vanakvíslum var þá kallað Van...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig er best að geyma stafræn gögn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað endast tölvugögn lengst með núverandi tækni, svo sem á harðdiskum, minnislyklum og geisladiskum? Ef trúa má "Gróu á Neti" er hámarkstími um 30 ár. Varla viðunandi fyrir einstaklinga, hvað þá bóka- og skjalasöfn. En hvaða úrræði standa þá helzt til boða? Þetta er s...

category-iconHugvísindi

Hvar og hvenær voru fyrstu lögin sett?

Fljótlega eftir að menn fóru að búa saman í samfélögum hafa fyrstu reglurnar tekið að mótast. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvenær þetta gerðist enda voru fyrstu reglurnar eflaust sjálfsprottnar og óformlegar. Eftir því sem samfélögin stækkuðu og urðu flóknari jókst þörfin fyrir skýrari reglur sem yrði fylg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað gera íslenskufræðingar þegar þeir mæla með rithætti sem enginn í landinu notar, en allir skrifa á annan hátt?

Spyrjandi lét einnig fylgja með spurningunni: Það sem ég geri þegar ég er óviss um stafsetningu, er að slá því inn í Google. Fyrirfram er með 1,4 milljónir dæmi, fyrir fram með miklu færri. Hér verður gerð tilraun til að gefa þrjú möguleg svör við spurningunni en leggja verður áherslu á orðin „tilraun“ og „...

category-iconHagfræði

Hver var Thomas Malthus og fyrir hvað er hann helst þekktur?

Thomas Robert Malthus var hagfræðingur og prestur. Hann fæddist í febrúar 1766 á sveitasetri föður síns í Surrey á Englandi og dó í desember 1834 í Bath á Englandi. Hann er talinn einn áhrifamestu klassísku hagfræðinganna, ásamt þeim Adam Smith, David Ricardo og John Stuart Mill (1806-1873).1 Daniel Malthus (1...

Fleiri niðurstöður