Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1528 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvað er að guðlasta?

Í 125. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum, segir svo:Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.Orðabók M...

category-iconSálfræði

Hversu háa einkunn er mögulega hægt að fá í greindaprófi?

Spyrjandi bætir við: Ef maður fær hæstu einkunn, fer maður þá í enn flóknara próf? Greindarpróf eru mismunandi svo einkunnir úr þeim geta líka verið ólíkar. Kvarði flestra greindarprófa nær samt ekki lengra en um 3-4 staðalfrávik yfir meðaleinkunn. Þegar fólk er sagt þremur staðalfrávikum yfir meðaltali á grein...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er jarðefnaeldsneyti stór hluti af orkunotkun á Íslandi og í heiminum öllum?

Á vef Hagstofu Íslands er að finna upplýsingar um orkunotkun Íslendinga, skipt eftir uppruna. Til þess að fá raunhæfan samanburð er orkan úr mismunandi orkulindum umreiknuð í eina mælieiningu, eðlisfræðilega orkueiningu sem kallast júl (J=joule). Samkvæmt vef Hagstofunnar var orkunotkun Íslendinga árið 2008 a...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað geta margir samhljóðar komið fyrir í röð í einu orði?

Hversu margir samhljóðar fara saman í einu orði fer eftir því hvort um grunnorð er að ræða, þ.e. ósamsett orð, eða hvort það er samsett. Ef orð er ósamsett eru ekki fleiri en þrír samhljóðar í framstöðu, þ.e. fremst í orðinu. Orð sem byrja á sp-, st-, sk- geta t.d. bætt við sig þriðja samhljóða og þeim fjórða ef h...

category-iconHugvísindi

Af hverju tölum við um Holland en íbúar þess lands um Niðurlönd?

Opinbert nafn á því landi sem við venjulega köllum Holland er Nederland (notað í eintölu) en í þýsku er notuð fleirtölumyndin Niederlande þótt nafnið Holland sé einnig mjög algengt í daglegu tali. Holland er í raun nafn á vesturhluta landsins. Það takmarkast í vestri af Norðursjó og í austri af Ijsselmeer og s...

category-iconSálfræði

Af hverju nota sálfræðingar svartar klessumyndir og spyrja sjúklingana út í þær?

Þær klessumyndir sem spyrjandi vísar í eru hluti af Rorschach blekklessuprófinu (Rorschach Inkblot Test) sem oftast er bara kallað Rorschach-próf. Klessumyndirnar eru 10 talsins og í raun ekki allar svartar heldur eru sumar í lit. Rorschach-prófið er stundum notað af klínískum sálfræðingum, geðlæknum eða öðrum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru konur einu dýrin sem fara í gegnum tíðahvörf, hvað með önnur spendýr eins og simpansa?

Með tíðahvörfum er átt við síðustu blæðingar kvenna en áður en þau verða fer að draga úr framleiðslu hormónanna estradíóls og prógesteróns í eggjastokkum. Eftir tíðahvörf hætta blæðingar og slímhimnan í legi og leggöngum rýrnar. Á síðfósturskeiði verða eggfrumur til við meiósuskiptingu og við fæðingu eru meybör...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hjólin undir bíl á ferð virðast stundum snúast í hina áttina. Af hverju?

Ásdís Birgisdóttir: Af hverju snúast dekkin á bílum alltaf öfugan hring í bíómyndum? Einar Bragi: Af hverju sýnast hjólin snúast aftur á bak í sjónvarpi og bíó?Sumir virðast halda að þetta gerist alltaf en það er ekki rétt; það gerist bara stundum! Í fyrsta lagi duga ekki hjól af venjulegustu gerð til að þe...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig var fyrsta eldflaugin gerð og af hverju var hún búin til?

Talið er að Forn-Grikkir hafi verið fyrstir til að láta hlut hreyfast eins og eldflaugar nútímans gera. Hreyfing eldflauga er allt annars eðlis en hreyfing flugvéla eða annarra farartækja. Eldflaugar senda frá sér efni með miklum hraða og það verkar til baka á eldflaugina með krafti sem er gagnstæður hreyfingarste...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um bavíana og félagskerfi þeirra?

Einnig er svarað spurningunum: Hvað vitið þið um fjallabavíana (e. chacma baboon)? Getið þið sýnt mér myndir af bavíönum? Til eru fimm tegundir bavíana. Fjórar tilheyra ættkvíslinni Papio: Gulbavíani (Papio cynocephalus), fjallabavíani (Papio ursinus), ólífubavíani (Papio anubis) og hamadrýasbavíani (Papio hama...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær komu kettir fyrst til Íslands?

Líklegt er að landnámsmenn hafi flutt ketti með sér til Íslands strax á 9. öld líkt og önnur húsdýr; hunda, kindur, geitur, svín, nautgripi og hesta. Húsdýrin þjónuðu öll ákveðnum tilgangi en kettir hafa að líkindum verið fluttir til landsins til að hafa hemil á músagangi (Páll Hersteinsson, 2004). Til að fræðast ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða gróður kemur fyrst upp undan skriðjökli?

Hér á landi hefur gróðurframvinda í kjölfar þess að jöklar hopa verið lítið rannsökuð ólíkt því sem gert hefur verið víða erlendis. Að sögn Sigurðar H. Magnússonar gróðurvistfræðings hefur ekki farið fram nein heildstæð rannsókn á framvindu við jökuljaðra síðan Åke Person rannsakaði breytingar á jarðvegi og gróðri...

category-iconSálfræði

Hver var greindarvísitala Alberts Einsteins?

Hæfileikar fólks eru flóknari og margbrotnari en svo að á þá verði lagðir einfaldir mælikvarðar og þar með sé öllu svarað. Engu að síður hafa sálfræðingar búið til hugtakið greindarvísitölu sem kemur stundum að gagni og getur til dæmis sagt fyrir um getu og hæfileika fólks á tilteknum sviðum. Orri Smárason segir í...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver var Jane Addams og hvert var framlag hennar til fræðanna?

Erum við öll börnin hennar Jane frænku? Á þessa leið hljómaði spurning lítillar sex ára frænku Jane Addams við fjölmenna útför hennar árið 1935. Spurningin er til vitnis um hið mikla starf frumkvöðulsins Jane Addams og þann hug sem hún bar til samfélagsins. Jane bar mikla virðingu fyrir fólki og áttaði sig vel á þ...

category-iconHeimspeki

Hver var Immanuel Kant?

Immanuel Kant var einn merkasti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann fæddist árið 1724 í bænum Königsberg í Prússlandi og dó þar áttatíu árum síðar, árið 1804. Í yfirliti sínu yfir sögu mannsandans segir Ágúst H. Bjarnason meðal annars: Ævi Kants er líkt farið og flestra annara andans mikilmenna; hún er ærið viðbu...

Fleiri niðurstöður