Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 828 svör fundust
Hvað þýðir orðið penta í grísku?
Því er fljótsvarað: penta, eða pente, þýðir "fimm"! Þetta er eitt af töluorðunum í forngrísku, en frumtölurnar og raðtölurnar upp að tíu eru sem hér segir: FRUMTÖLURRAÐTÖLURkk./öll kynkvk.hk.1eismiaenprótos2duodeuteros3treistreistriatritos4tessarestessarestessaratetartos5pentepemptos6hexhektos7heptahebdomos8okt...
Er einhver byggð á Baffinslandi?
Baffinsland liggur á milli meginlands Kanada og Grænlands. Baffinsland er stærsta eyja Kanada, 507.471 km2 að flatarmáli. Eyjan er nefnd eftir breska landkönnuðinum William Baffin (1584-1622) sem kannaði meðal annars hafsvæðið vestur af Grænlandi í leit að norðvesturleiðinni til Kyrrahafs. Nokkur lítil þorp o...
Hvenær er áætlað að Cassini lendi á Titan?
Cassini geimfarinu var skotið á loft hinn 15. október árið 1997 frá Canaveral höfða í Flórída. Ferðin er samvinnuverkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA og evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA. Helstu markmið ferðarinnar eru að varpa nýju ljósi á eðli Satúrnusar, það er hringina, lofthjúpinn, segulhvolfið...
Hvað er skötuormur og hvernig lítur hann út?
Spurningin í heild sinni er sem hér segir:Líffræði og útlit skötuorms? Hversu mikilvægur er skötuormur fyrir tilvist urriða og bleikju? Er hægt að sjá mynd af dýrinu?Skötuormurinn (Lepidurus arcticus) er eini fulltrúi barðskjöldunga (Notostraca) í íslenskri náttúru. Skötuormurinn Skötuormurinn er einnig stærst...
Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?
Miltað tilheyrir vessakerfi líkamans og er stærsta líffærið í líkamanum úr eitilvef. Það er þakið hylki úr þéttum bandvef og liggur milli maga og þindar. Í miltanu eru ýmsar gerðir af blóðfrumum, þar með talin rauðkorn, átfrumur og hvítfrumur. Miltað síar ekki vessa eins og önnur líffæri vessakerfisins en það i...
Hver er höfuðborg Brasilíu?
Höfuðborg Brasilíu heitir einfaldlega Brasilía. Hún varð höfuðborg 21. apríl 1960 en áður hafði Rio de Janeiro verið höfuðborgin. Borgin Brasilía er í Sambandshéraðinu (pg. Distrido Federal) og er miðstöð stjórnsýslu landsins, auk þess sem þar er að finna erlend sendiráð. Brasilíumenn höfðu lengi haft á dagskrá...
Hvað voru stærstu grameðlutennurnar stórar?
Að öllum líkindum er Tyrannosaurus rex, eða grameðlan, þekktasta ráneðlan af hópi risaeðlna (dinasauria). Hún var hrikaleg ófreskja, rúmlega fimm metra há, gat orðið 14 metra löng og vó um 6 tonn. Hún lifði að öllum líkindum ránlífi og lagðist sennilega einnig á hræ. Steingervingafræðingar hafa á síðari tímum g...
Hver eru lengstu göng Íslands?
Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vegagerðarinnar eru tíu jarðgöng á vegakerfinu. Lengstu veggöngin eru Héðinsfjarðargöng sem opnuð voru 2. október 2010. Þau eru 11.000 m löng og eru í raun tvenn göng sem tengja saman Siglufjörð og Ólafsfjörð með viðkomu í Héðinsfirði. Göngin milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar ...
Hversu stór er Cray X1 ofurtölvan?
Þessi spurning er líklega til komin vegna myndarinnar hér að neðan af Cray X1 tölvu sem stundum prýðir forsíðu Vísindavefsins. Þegar myndin var fyrst birt var tölvan enn á hönnunarstigi, en er nú komin á markað. Hægt er að fá X1 ofurtölvuna í mörgum stærðum, allt frá 1 og upp í 64 skápa sem hver um sig hefu...
Er steypireyður stærri en stærstu risaeðlurnar voru?
Almennt er talið að þyngsta risaeðla sem með vissu var uppi hafi verið finngálkn (Brachiosaurus) sem vó um 55 tonn og var um 25 m á lengd. Finngálkn var þó ekki lengsta risaeðlan þar sem trölleðla (Supersaurus) var um 42 m löng. Hún hefur líklega vegið um 50 tonn og því verið nokkru léttari en finngálknið. Nýle...
Hvað er Frakkland mörgum sinnum stærra en Ísland?
Flatarmál Íslands er um það bil 103 þúsund km2 (ferkílómetrar) en Frakklands um 544 þúsund km2. Frakkland er því um 5,28 sinnum stærri en Ísland. Þess má geta að Frakkland er þriðja stærsta land Evrópu á eftir Rússlandi og Úkraínu en Ísland lendir í 16 sætinu þegar löndum álfunnar er raða eftir flatarmáli. ...
Hvað er þéttefni og þéttefnisfræði?
Þéttefnisfræði (e. condensed matter physics) er stærsta undirsvið nútíma eðlisfræði og miðar að því að athuga og útskýra stórsæja (e. macroscopic) eiginleika "þéttra" efna, það er að segja fastra efna og vökva. Hér er oftast um að ræða kristölluð efni eins og málma, hálfleiðara eða ofurleiðara, einangrandi kristal...
Hvað eru til margar tegundir af hestum?
Tegund er hópur lífvera sem eru eins í meginatriðum og geta átt saman frjó afkvæmi. Hestar (Equus caballus) eru hófdýr af ættinni Equidea og tilheyra allir sömu tegundinni. Því er venjan að tala frekar um mismunandi hestakyn en hestategundir, rétt eins og talað er um hundakyn og kattakyn frekar en hunda- eða katta...
Hvar eru helstu lúðumið í Faxaflóa og út af Reykjanesi?
Ef rýnt er í gögn Hafrannsóknastofnunar sem unnin eru úr afladagbókum íslenskra fiskiskipa kemur fram að afli á hvern ferkílómetra sjávar í Faxaflóa er á bilinu 10 til 100 kg. Aflinn er nokkuð jafnt dreifður yfir allan flóann og því er ekki hægt að tilgreina eitt svæði í Faxaflóa sem betri stað til lúðuveiða en ön...
Hvernig var fyrsta forritið búið til ef það þarf forrit til að búa til forrit?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvaða forrit eru til fyrir forritun? Forrit eru búin til með hjálp annarra forrita Það er rétt að forrit eru notuð til að skrifa forrit. Til þess eru helst notaðir ritill og þýðandi. Þegar hafist er handa við smíð forrits er byrjað á að slá texta á tilteknu forritunarm...