Til gamans má einnig bera saman mannfjölda í þessum tveimur löndum en á Vísindavefnum er að finna svör um íbúafjölda þeirra beggja (sjá hér fyrir neðan). Frakkar, sem eru fjórða fjölmennasta þjóð Evrópu á eftir Rússum, Þjóðverjum og Bretum, eru rétt um 60 milljónir talsins. Ísland er hins vegar mjög aftarlega á lista yfir fjölmennustu ríki Evrópu eða í fertugasta sæti með tæplega 300.000 íbúa. Frakkar eru því um 200 sinnum fleiri en Íslendingar þó land þeirra sé aðeins rúmlega 5 sinnum stærra. Skoði einnig:
- Hver er nákvæm íbúatala Íslands? eftir Klöru J. Arnalds.
- Hvað búa margir í Frakklandi? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur.
- Hvað búa margir í Evrópu? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur.
- Hvar er hægt að finna upplýsingar um hversu margir búa í tilteknu landi? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur.
- Íslenska alfræðiorðabókin. Reykjavík, Örn og Örlygur. 1990.
- The Wold Factbook.
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2005.