Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8379 svör fundust
Eru til dýr með fleiri en eitt hjarta? Hefur gíraffi 7 hjörtu til að dæla blóði upp hálsinn?
Gíraffinn hefur ekki sjö hjörtu heldur, líkt og önnur spendýr, aðeins eitt hjarta sem sér um að dæla blóði um líkamann. Þó eru til dýr sem hafa fleiri en eitt hjarta. Meðal annars eru það liðdýr (annelida) sem hafa svokölluð pípuhjörtu (e. tubular hearts). Þessi hjörtu eru ólík þeim hjörtum sem spendýr bera í...
Hverjir byggðu píramídana og hversu gamlir eru þeir?
Píramídi í Giza í Norður-Egyptalandi. Píramídar hafa fundist í Mið- og Suður-Ameríku, Súdan, Eþíópíu, Grikklandi, Kýpur, Ítalíu, Indlandi, Tælandi og á nokkrum eyjum í Kyrrahafi. Frægustu píramídarnir eru þó í Giza í Norður-Egyptalandi (sjá mynd). Þeir eru meðal sjö undra veraldar og voru reistir á árunum 2575-2...
Hvað eru til margir menn og konur í heiminum?
Á síðu Manntalsskrifstofu Bandaríkjanna er teljari sem sýnir áætlaðan mannfjölda í heiminum. Þar kemur fram að þegar þetta svar er endurskoðað (28. júní 2019) er áætlaður mannfjöldi í heiminum:7.581.592.200eða rétt rúmur sjö og hálfur milljarður. Okkur er ekki kunnugt um síðu á vefnum þar sem konur og karlar ...
Hvað eru mörg hreindýr í öllum heiminum?
Hreindýr (Rangifer tarandus) lifa allt í kringum norðurpól; í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þau greinast í sjö deilitegundir og má lesa nánar um þær í svari við spurningunni Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu? Stærstu villtu hreindýrahjarðir í heiminum í dag eru líklega í Alaska. Heildarstofnstærð ala...
Hvernig verða lög til?
Þegar talað er um lög í daglegu tali er oftast nær átt við þau lög sem Alþingi hefur samþykkt og forseti Íslands staðfest. Hugtakið lög nær hins vegar yfir mun víðara svið en margir gera sér grein fyrir. Í lagalegum skilningi er talað um sett lög, bæði í þrengri og rýmri merkingu. Lög í þrengri merkingu má f...
Hvaða rannsóknir hefur Hjalti Hugason stundað?
Hjalti Hugason er prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands. Hjalti hefur einkum fjallað um íslenska kirkjusögu. Má þar nefna trúarbragðaskiptin á Íslandi, Guðmund Arson Hólabiskup og samtíð hans og siðaskiptin á Íslandi. Í því sambandi hefur hann bæði fjallað um rannsóknarviðhorf, túlkanir og aðferðir en líka eins...
Hvernig myndast þrumur og eldingar?
Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstraumi sem hleypur milli staða í skýjum eða milli skýja og yfirborðs jarðar. Rafstraumurinn sem myndar eldinguna hitar loftið í næsta nágrenni svo snöggt að úr verður sprenging og hljóðbylgja sem við köllum þrumu berst í allar áttir. Elding er þráðlaga ljósblossi frá rafstr...
Hafa sauðnaut verið flutt til Íslands?
Eftir fyrri heimsstyrjöldina komu upp hugmyndir á Íslandi um að nýta auðlindir Grænlands. Meðal annars þótti vænlegt að flytja inn sauðnaut og rækta þau hér. Forvígismenn þeirrar hugmyndar voru Ársæll Árnason bókbindari og bókaútgefandi í Reykjavík, Þorsteinn Jónsson útgerðar- og kaupmaður frá Seyðisfirði, og ...
Er vitað með vissu að Freysdagur hafi verið svo nefndur en ekki Friggjardagur eða Freyjudagur?
Svarið er nei; þetta er hreint ekki vitað með vissu heldur er þetta rangt! Í Norðurlandamálunum þremur, dönsku, norsku og sænsku, eru nöfn vikudaganna nokkurn veginn eins: Söndag, mandag/måndag, tirsdag/tisdag, onsdag, torsdag, fredag, lördag. Þessi nöfn voru líka notuð á Íslandi þangað til Jón helgi Ögmundsson...
Hvaða merkingu hefur það í stærðfræði að eitthvað sé ,,lokað undir'' samlagningu og margföldun og svo framvegis?
Í stærðfræði er mengi sagt vera lokað undir einhverri aðgerð ef útkoman úr aðgerðinni er aftur í menginu. Formlega skilgreiningin er svona: Látum X vera mengi, n vera náttúrlega tölu, og b : Xn → X vera vörpun. Þá segjum við að X sé lokað undir b ef að b(x1, ..., xn) er í X, fyrir öll x1, ..., xn í X. Se...
Var Herðubreið eldfjall og gæti hún gosið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Var Herðubreið eldfjall? Ef svo er, hvenær kulnaði hún og af hverju? Herðubreið hefur oft verið nefnd drottning íslenskra fjalla. Hún skipar enda mikilvægan sess í huga margra Íslendinga og var raunar kosin „þjóðarfjall“ Íslendinga í óformlegri kosningu árið 2002, á ári fja...
Getið þið sagt mér allt um krókódíla?
Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra. Þetta þykir afar merkilegt, sérstaklega þar sem talið er að fuglar séu komnir af hinum stórvö...
Hvað eru nýrnasteinar og hvað veldur þeim?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvers vegna fær fólk nýrnasteina og hvers vegna leggjast þeir fekar á eldra fólk? Er einhver leið til að sporna við þeim? Nýrnasteinar eru einn af þeim sjúkdómum sem valda hvað sárustum verkjum. Erfitt er að bera saman verki en margir telja nýrnasteinaverki vera þá verstu sem...
Hvað eru líkþorn og hvað veldur þeim?
Sigg er húð sem orðið hefur þykk og hörð vegna núnings, þrýstings eða ertingar. Nánar tiltekið er hér um að ræða þykknun á hyrnislagi yfirhúðarinnar. Það myndast til að vernda vefi sem liggja dýpra í húðinni. Ef núningurinn er mikill myndast blaðra frekar en sigg. Sigg á fótum myndast oftast við miklar göngur eða ...
Hvað eru aurskriður og hvað veldur þeim?
Hér á Íslandi er hugtakið aurskriður notað yfir nokkuð margar gerðir ofanflóða, en ofanflóð er samheiti yfir flutning efnis (þar með talið snjór, berg, set eða jarðvegur) vegna áhrifa þyngdarafls. Flokkunarkerfi skriðufalla sem mest er notað hér á landi í seinni tíð byggir á flokkun sem sett var fyrst fram á sj...