Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Eftir fyrri heimsstyrjöldina komu upp hugmyndir á Íslandi um að nýta auðlindir Grænlands. Meðal annars þótti vænlegt að flytja inn sauðnaut og rækta þau hér.
Forvígismenn þeirrar hugmyndar voru Ársæll Árnason bókbindari og bókaútgefandi í Reykjavík, Þorsteinn Jónsson útgerðar- og kaupmaður frá Seyðisfirði, og Kristján Kristjánsson skipstjóri frá Barðaströnd. Þeir stofnuðu félagið Eiríkur rauði og sóttu um styrk til Alþingis árið 1928, sem samþykkti styrkveitingu fyrir 20.000 kr.
Eftir erfiða flutninga komu sauðnaut til Íslands árið 1929 að Gunnarsholti. Fyrstir voru sjö kálfar en þeir drápust fljótlega. Síðar komu önnur sjö dýr sem urðu sömu örlögum að bráð. Talið er að næringarskortur hafi orðið sauðnautunum að aldurtila.
Sauðnaut, eða moskusuxar (Ovibos moschatus) eru klaufdýr af undirætt geitfjár. Þau nærast einkum á grasi, mosa og skófum, og lifa í 20-30 dýra hjörðum á freðmýrum N-Ameríku og á Grænlandi.
Heimildir og mynd:
Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Margrét Einarsdóttir. „Hafa sauðnaut verið flutt til Íslands?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2002, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2912.
Margrét Einarsdóttir. (2002, 27. nóvember). Hafa sauðnaut verið flutt til Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2912
Margrét Einarsdóttir. „Hafa sauðnaut verið flutt til Íslands?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2002. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2912>.