Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2168 svör fundust
Hvernig er dýralíf á Grænlandi?
Á Grænlandi er afar sérstætt og fjölbreytt dýralíf. Við fyrstu sýn virðast kannski grænlensku óbyggðirnar lífvana vegna þeirrar óblíðu veðráttu sem þar ríkir. En þannig er því ekki farið því að á Grænlandi lifa alls níu tegundir villtra landspendýra, það er að segja fleiri en á Íslandi til dæmis. Ástæða þess er að...
Breytist útlit minka eftir árstíma eða kyni?
Útlit minka er breytilegt milli árstíða. Stafar það af breytingum á feldinum og líkamsástandi dýranna. Kynjamunur er á stærð minka en að öðru leyti eru kynin lík í útliti. Minkar fara úr hárum tvisvar á ári og nýr feldur vex. Þeir fara í sumarbúning í apríl og vetrarbúning í september og október. Nokkur mun...
Hvað er tannsteinn og hvers vegna myndast hann?
Í svari Höllu Sigurjóns við spurningunni Hvers vegna gerir tannkrem tennurnar hvítar og sykur þær svartar? segir meðal annars um tannsýklu:Utan á tennur setjast óhreinindi og litur sem gera þær dökkar. Þar á meðal er tannsýklan sem er mjúkur, þunnur hjúpur, myndaður úr matarleifum, bakteríum, munnvatni og dauðum f...
Gáta: Hvernig geta glæponarnir bjargað sér úr steypunni?
Þegar lögreglan braust inn í falda vöruskemmu Als Capones í þriðja skiptið í sama mánuði varð hann sannfærður um að það væri uppljóstrari á hans snærum. Eftir að hafa gert ítarlega úttekt á sínu liði voru aðeins fjórir manna hans sem komu til greina, þeir Tony, Sunny, Donny og Jimmy. Ævareiður yfir þessum sviku...
Hver er stærsti fleygi fugl í heimi?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað þar sem nokkrar tegundir eru áþekkar að stærð. Þrjár tegundir koma helst til greina:risadoðra (Ardeotis kori) trölldoðra (Otis tarda)hnúðsvanur (Cygnus olor) Mælingar á meðalþyngd þessara fugla gefa til kynna að risadoðran sé þeirra stærst. Karlfuglinn sem er um þrisvar sinnum þ...
Er nóg að geyma farangur úti í kulda og frosti yfir nótt og þvo beint upp úr töskunum til að losna við silfurskottur sem gætu hafa fylgt manni frá útlöndum?
Silfurskottur (Lepisma saccharina) sækjast eftir dimmu, röku og hlýju umhverfi en kunna illa við sig utandyra. Algengast er að þær verpi í glufum og sprungum, og dimmum og rökum skotum í húsnæðinu. Nýklakið ungviði og ungviði á fyrstu stigum getur þó þvælst víða og berst auðveldlega í fatnað. Þannig geta menn bori...
Af hverju erum við með tær?
Tærnar gegna mikilvægu hlutverki þegar við göngum eða hlaupum og einnig við að halda jafnvægi. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Til hvers þurfum við tær? segir til dæmis: Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar virka sem stökkbretti. Allar tærnar taka þátt í gang- og hlaupahreyfing...
Hvað er nýrómantík?
Þegar talað er um nýrómantík í bókmenntum er átt við stefnu sem spratt upp í evrópsku borgarsamfélagi undir lok 19. aldar. Nýrómantíkin er framhald af táknsæisstefnunni (e. symbolism) og var í andstöðu við raunsæi og natúralisma (e. naturalism) sem mikið bar á fyrr á öldinni. Nýrómantíkin var því að mörgu leyti af...
Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur?
Austur er höfuðátt í kristinni trú. Það var gamall siður að þegar fólk var komið á fætur að morgni dags gekk það út undir bert loft, sneri sér til austurs og signdi sig. Kallaðist þetta að sækja daginn. Í kirkjugörðum vísa grafir einnig í austur og vestur og horfir ásjóna hins látna mót austri. Á sama hátt hafa...
Í hvaða löndum er tommukerfið notað?
Eftir því sem næst verður komist er metrakerfið hið opinbera kerfi mælieininga í öllum löndum heims að Líberíu, Mjanmar (Búrma) og Bandaríkjunum undanskildum. Þrátt fyrir að þessi þrjú lönd noti annað mælieiningakerfi þá sjást einingar úr metrakerfinu þar í sumum tilfellum. Kortið sýnir um það bil hvenær lönd ...
Hver var Þorgils gjallandi?
Rithöfundurinn sem kallaði sig Þorgils gjallanda hét réttu nafni Jón Stefánsson (1851-1915) og var þingeyskur bóndi. Hann spratt úr því menningarumhverfi sem þróaðist á heimaslóðum hans í Suður-Þingeyjarsýslu undir lok 19. aldar þar sem ungt fólk sameinaðist um að kaupa og lesa nýjar og róttækar norrænar bókmennti...
Hvað er „vortices“ í heimspeki, eða heimsmynd, Descartes? Og hvaða íslenska orð hefur verið notað um þetta hugtak?
Því miður hefur lítið verið skrifað um náttúruspeki franska heimspekingsins René Descartes (1596–1650) á íslensku. Í inngangi sínum að Orðræðu um aðferð eftir Descartes skrifar Þorsteinn Gylfason: [Descartes] hafði þar með sýnt fram á það að um himneska hluti giltu sömu lögmál og gilda um jarðneska hluti. Í öllu ...
Hvaða rannsóknir hefur Ásdís Egilsdóttir stundað?
Ásdís Egilsdóttir er prófessor emerita við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Ásdís hefur lagt áherslu á ýmis minna þekkt svið íslenskra miðaldabókmennta, svo sem heilagra manna sögur, helgikvæði, fornaldar- og riddarasögur. Meðal mikilvægustu rita Ásdísar má telja útgáfu hennar á biskupasögunum Hungu...
Hvenær var nafni Arnarfellsjökuls breytt og heitið Hofsjökull tekið upp?
Hofsjökull er heitið sem flestir nota í dag um jökulinn sem er á milli Langjökuls og Vatnajökuls. Nafnið er dregið af jörðinni Hofi í Vesturdal í Skagafirði en hún er fyrir norðan jökulinn. Annað heiti jökulsins er Arnarfellsjökull. Það hefur bæði verið notað um jökulinn allan og einnig syðri hluta hans. Nafnið...
Hvað er átt við með umframbyrði skatta?
Þótt heimasniðnir sauðskinnskór þekkist ekki lengur og handprjón teljist fremur tómstundagaman en heimilisverk er þó enn eitthvert lífsmark með heimilisiðnaði. Ef einhverju er að þakka virðist það helst vera nær óseðjandi þörf velferðarkerfisins fyrir skattheimtu. Tölvunarfræðingurinn eða tannlæknirinn sem hressir...