Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 756 svör fundust
Hvað á John Stuart Mill sameiginlegt með nýfrjálshyggju?
Það er erfitt að svara þessari spurningu vegna þess að merking orðsins nýfrjálshyggja er á reiki. Það er þýðing á enska orðinu neoliberalism sem hefur helst verið notað af andstæðingum frjálshyggju. Þeir hafa, margir hverjir, reynt að ljá því neikvæðan blæ, án þess að skilgreina eða skýra á hvern hátt þessi „nýja”...
Hvað er martröð og hvað orsakar hana?
Martröð er óþægilegur draumur, en draumar eru meðvitundarástand sem er til staðar í svefni. Annars vegar er um að ræða straum tilfinninga og hins vegar atburðarás sem fólk upplifir og sér fyrir sér. Myndin er skynjuð í lit og líkist raunveruleikanum. Draumar með atburðarás eru líklega einkum á því stigi svefns sem...
Hversu hátt hlutfall fæðu manns þarf að vera fita?
Fita er líkamanum nauðsynleg og hún er mikilvægur hluti af mataræði hvers manns. Manneldismarkmið Íslendinga, sem taka mið af mataræði þjóðarinnar og nýjustu rannsóknum í næringarfræði, telja hæfilegt að fullorðnir fái 25-35% orkunnar úr fitu, og þar af komi ekki meira en 15% orkunnar úr harðri fitu, það er mettuð...
Hvers vegna eru ein auðugustu fiskimið jarðarinnar í kringum Ísland?
Grundvöllur hinna auðugu fiskimiða við Ísland er mikil framleiðni svifþörunga við landið. Svifþörungar eru smásæjar plöntur sjávar. Á sumrin hafast þeir við í yfirborðslögum þar sem þá rekur með straumum. Eins og plöntur á landi búa svifþörungarnir yfir þeim eiginleikum að þeir geta með hjálp sólarljóssins myndað ...
Hvernig finnur maður út hversu marga möguleika talnaruna (t.d. leyninúmer) getur haft á uppröðun?
Fjöldi uppraðana í talnarunu í tugakerfinu er alltaf talan 10 í veldinu n, þar sem n táknar fjölda tölustafa í talnarununni. Leyninúmer (PIN-númer) sem notuð eru í bankaviðskiptum hér á landi eru fjórir tölustafir sem hver getur verið frá 0-9. Fjöldi mismunandi leyninúmera er því:104 = 10 ∙ 10 ∙ 10...
Af hverju er sagt að Leifur heppni hafi fundið Ameríku þegar Indíánar voru þar langt á undan?
Þetta er góð og umhugsunarverð spurning. Þegar menn segja að Leifur heppni eða Kristófer Kólumbus hafi „fundið“ Ameríku lýsir það í rauninni fyrst og fremst sjálfmiðjun Evrópumanna. Upphaflega var Ameríka tengd við Asíu með landbrú þar sem nú er Beringssund. Menn fóru um þessa brú frá Asíu til Ameríku fyrir tu...
Hversu mörgum eggjum verpir fýllinn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hversu gamlir geta múkkar (fýlar) orðið, hversu mörgum eggjum verpa þeir á vori og hvenær verða þeir kynþroska? Í svari við spurningunni Verður fýll allra fugla elstur? er fjallað um aldur fýla og kynþroska og er vísað hér í það svar. Flestir hafa líklega séð fýla (Fulmar...
Hafa fjölmiðlar áhrif á þróun íslenskrar tungu?
Vissulega geta fjölmiðlar haft áhrif á málfar almennings bæði til ills og góðs en mikilvægt er að þeir sýni gott fordæmi í hvívetna. Þeir eiga að vera fyrirmynd um vandað mál. Allir, sem orðnir eru læsir, lesa eitthvað í dagblöðum nær daglega og allir hlusta á útvarp og/eða sjónvarp. Ef við lítum fyrst á prent...
Gætu ljón lifað á grænmetisfæði?
Svarið við þessari spurningu er að öllum líkindum nei. Engu að síður eru dæmi um það að ljón hafi verið alin á grænmetisfæði. Snemma á seinustu öld var ljónshvolpinum Tyke bjargað úr kjafti móður sinnar sem hafði sært hann illa og drepið systkini hans. Hugrakkur dýragarðsstarfsmaður bjargaði Tyke og gaf hann hjónu...
Hvert er latneska heitið á apanum Marcel sem kemur fram í fyrstu þáttaröðinni um Vini eða Friends?
Í fyrstu þáttaröðinni af Vinum (e. Friends) kemur apinn Marcel nokkuð við sögu en hann var í eigu persónunnar Ross Geller sem leikinn var af David Schwimmer. Tveir kvenapar tóku að sér hlutverk Marcels í þáttunum og apinn var fyrsti vinurinn sem yfirgaf þáttaröðina fyrir frægð og frama í Hollywood. Aparnir tveir h...
Hvaða skáld samdi heilræðavísur og hvað má segja um slíkan kveðskap?
Upphaflega var spurningin: „Hver samdi heilræðavísur?“ Þekktustu heilræðavísur á íslensku eru eftir sr. Hallgrím Pétursson (1614–1674), en um hann má lesa í svari Kristjáns Eiríkssonar við spurningunni Getið þið sagt mér sem mest um Hallgrím Pétursson? Fyrsta erindi vísnanna hljómar eflaust kunnuglega í eyrum m...
Hvað gerist þegar maður fær heilahristing?
Heilinn er gerður úr mjög mjúkum og viðkvæmum vef. Hann er umlukinn heilahimnum og heilavökva sem ásamt höfuðkúpunni vernda hann. Þegar höfuðið verður fyrir áfalli eins og höggi kastast heilinn utan í harðan beinvef höfuðkúpunnar. Þetta getur valdið því að vefir í heilanum rifni eða togni og truflar það boðflutnin...
Af hverju kom Heimaeyjargosið svona flatt upp á alla, gerði það engin boð á undan sér?
Gosið í Heimaey byrjaði í janúar árið 1973. Þá höfðu menn ekki eins mikla þekkingu á eldgosum hér á landi og við höfum nú, og heldur ekki eins góð tæki til að fylgjast með hvers konar hreyfingum jarðskorpunnar. Eftir á gátu menn hins vegar séð að gosið hafði í rauninni gert boð á undan sér um 30 klukkustundum fyrr...
Hvað éta smokkfiskar?
Smokkfiskar (Teuthida) tilheyra flokki höfuðfætlinga (Cephalopoda) líkt og kolkrabbar (Octopoda) og nokkrir smærri hópar dýra. Um 300 smokkfiskategundir eru þekktar. Flestar eru tæplega stærri en 60 cm á lengd en sú stærsta, risasmokkfiskar (Architeuthis spp.), getur orðið allt að 13 metra löng. Smokkfiskar eru...
Hvað hafði Platon að segja um heilbrigði?
Platon fjallar hvergi í löngu máli um heilbrigði sem slíkt. Það er aðallega nefnt í tengslum við eitthvað annað. Þannig segir Hippías til að mynda í samræðunni Hippíasi meiri (291D-E) að best af öllu sé að vera auðugur, heilbrigður og njóta virðingar Grikkja, ná hárri elli, hafa heiðrað minningu foreldra sinna og ...