Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 674 svör fundust
Er löglegt að umpakka vörum og selja þær undir öðru nafni?
Spurningin í heild sinni var svona: Er það löglegt að „scrape-a“? Segjum sem dæmi ef ég keypti Samsung-skjá og setti í nýjan pakka og endurseldi undir öðru nafni. Eða gerði sama með Myllubrauð eða Fanta eða whatever. Væri það bara í fínu lagi. Vörumerkjaréttur er umdeilt álitaefni innan lögfræðinnar og því hafa ...
Hvað kvarða notar Veðurstofan til að mæla stærð jarðskjálfta og hvað mælir sá kvarði?
Á þeim síðum Veðurstofunnar sem gefa aðeins upp eina stærð skjálfta er átt við svonefnda vægisstærð, táknuð með MW eða aðeins M. Þetta er sú stærð sem jarðskjálftafræðingar nota mest nú á dögum. Sumar síður Veðurstofa Íslands tilgreina tvær tegundir stærða fyrir skjálfta sem mældir eru af íslenska skjálftamælan...
Hver var Eysteinn Ásgrímsson sem talinn er höfundur helgikvæðisins Lilju?
Árið 1343 var á margan hátt dæmigert fyrir íslenskan veruleika á 14. öld, ef marka má hinar knöppu frásagnir annálarita en í þeim er getið um helstu atburði hvers ár. Nafnkunnugt fólk dó drottni sínum og fjöldi manns fórst í sjóslysum úti fyrir ströndum landsins. Annað sem bar til tíðinda voru afbrot og refsingar ...
Hvers vegna lifa pöndur bara í Kína en ekki í nágrannaríkjunum?
Nú á tímum eru einu náttúrulega heimkynni risapöndunnar (Ailuropoda melanoleuca) bundin við mjög takmarkað svæði í miðhluta í Kína. Svo hefur þó ekki alltaf verið. Fundist hafa leifar risapöndu frá pleistósen-tímabilinu (sem stóð yfir frá því um það bil 2,6 milljón árum til loka síðustu ísaldar), í norður Mjan...
Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?
Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...
Hvað er vetrarbrautin okkar stór?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvar er sólkerfið okkar í stjörnuþokunni? (Guðmundur Harðarson, f. 1989)Get ég séð einhverja vetrarbraut á jörðu? Af hverju? (Ásta Magnúsdóttir, f. 1984) Sólin okkar myndar ásamt meira en 100 milljörðum annarra stjarna, stóra þyrpingu sem við nefnum Vetrarbraut. ...
Hvað er efnarafall og hvernig er hann smíðaður?
Fyrst er nauðsynlegt að segja nokkur orð um vetni, einföldustu frumeindina. Algengasta form vetnis hefur eina rafeind sem sveimar um eina róteind í kjarna. Í loftkenndu ástandi myndar vetni tvíatóma sameind, H2. Vetni er mjög hvarfgjarnt við súrefni og það brennur með mikilli varmamyndun og umbreytist í vatnsg...
Hvað getið þið sagt mér um ofvita?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Getið þið sagt mér eitthvað um ofvita (e. savant) og komið með dæmi um nokkra slíka í heiminum? Merking orðsins „ofviti" í íslensku er ekkert alltof vel afmörkuð. Oftast er það þó notað um fólk sem býr yfir óvenju mikilli og áberandi þekkingu, yfirleitt á einhverjum tilte...
Hvernig læknar artemisínin malaríu og hvenær var lyfið fundið upp?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er artemisinin eina lyfið sem læknar malaríu? hvenær var það fundið upp og hvernig virkar það? Hvað getið þið sagt mér um Artemisia annua? og Hvernig tengist það við Artemisinin og hvernig virkar Artemisinin? Til eru fjölmörg lyf sem notuð eru til að fyrirbyggja og meðhöndla m...
Til hvers voru menn sendir til tunglsins?
Eftir umfangsmiklar kannanir á tunglinu á sjöunda áratugnum, sem meðal annars fólu í sér nákvæma kortlagningu yfirborðsins og fimm lendingar ómannaðra geimfara, sendu Bandaríkjamenn níu mönnuð geimför til tunglsins. Fyrsta mannaða geimfarið sem fór á braut um tunglið var Apollo 8., sem flaug í desember 1968, og va...
Hvar eru upptök svartadauða?
Sjúkdómurinn sem nefndur er svartidauði, plága eða pest í mönnum er orsakaður af bakteríunni Yersinia pestis. Auk þess að geta lifað í mönnum lifir bakterían víða um heim við náttúrulegar aðstæður. Þar lifir hún góðu lífi í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Smitaðar flær gegna lykilhlutverk...
Er vitað hvar aldingarðurinn Eden var?
Þessari spurningu má svara á margan hátt eftir því hvað spyrjandi og lesendur hafa í huga, meðal annars hvort eða hvernig þeir trúa á Biblíuna eða fyrstu Mósebók þar sem sagt er frá Eden. Þannig er til dæmis ljóst að sá sem trúir alls ekki á Biblíuna telur spurninguna óþarfa og hið sama gildir líklega einnig um ma...
Hvenær byrja börn að ljúga?
Til þess að hægt sé að segja að barn sé að skrökva verður að ganga út frá því sem vísu að það geri greinarmun á því sem er satt og ekki satt. Sömuleiðis þarf barnið að gera sér grein fyrir því hvað aðrir vita. Á síðustu 20 árum hefur þetta efni orðið sérstaklega vinsælt í tengslum við nýtt rannsóknarsvið sálfr...
Fyrir hvaða rannsóknir hlaut Edmund Phelps Nóbelsverðlaun í hagfræði 2006?
Nú nýlega var tilkynnt að Edmund S. Phelps frá Columbia-háskóla í New York hljóti minningarverðlaun Nóbels í hagfræði 2006. Verðlaunin fær Phelps fyrir rannsóknir sínar á því hvernig hagstjórn getur haft mismunandi áhrif til skamms og langs tíma. Phelps hefur sérstaklega beint sjónum sínum að sambandinu milli ...
Hvenær ríktu Rómverjar?
Samkvæmt venju er stofnun Rómar talin hafa átt sér stað 21. apríl árið 753 f.Kr. Í fyrstu var Róm ekki nema lítið þorp við ána Tíber. Er fram liðu tímar óx borgin og Rómverjar seildust til áhrifa utan borgarinnar. Róm varð lýðveldi árið 510 eða 509 f.Kr. Á lýðveldistímanum varð Rómaveldi að stórveldi. Rómverjar ná...