Er það löglegt að „scrape-a“? Segjum sem dæmi ef ég keypti Samsung-skjá og setti í nýjan pakka og endurseldi undir öðru nafni. Eða gerði sama með Myllubrauð eða Fanta eða whatever. Væri það bara í fínu lagi.Vörumerkjaréttur er umdeilt álitaefni innan lögfræðinnar og því hafa ágreiningsefni af þessu tagi oft komið til kasta Evrópudómstólsins. Algengast er að þessar vangaveltur vakni um smásölu lyfja innan Evrópska efnahagssvæðisins. Hægt er að svara spurningunni á einfaldan hátt með vísun til fimm almennra skilyrða sem Evrópudómstóllinn hefur sett fram um umpökkun lyfja. Skilyrðin eru þessi:
- Umpökkunin þarf að hafa verið nauðsynleg vegna markaðsaðstæðna í því ríki sem smásalan á að fara fram.
- Nýju umbúðirnar mega ekki hafa áhrif á gæði vörunnar.
- Það á að koma skýrt fram á umbúðunum hver framleiddi vöruna upphaflega og hver hafi séð um umpökkun hennar.
- Umpökkunin má ekki rýra orðspor hins upphaflega framleiðanda.
- Sá sem hyggst umpakka vöru skal láta upphaflegan framleiðanda vita og afhenda eintak af vörunni í hinum nýju umbúðum, krefjist framleiðandi þess.
- Charlotte Waelde. o.fl.. Contemporary Intellectual Property: Law and Policy. 879. Google Books. Sótt 18.05.20
- Dómur Evrópudómstólsins í Bristol-Myers Squibb-málinu. EUR-Lex. (Sótt 18.05.20).
- Hector Armengod og Laura Melusine Baudenbacker. The Repackaging of Pharmaceutical Products and Parallel Trade in the EU.. RAJ Pharma . (Sótt 18.05.20).
- Íris Björk Ármannsdóttir. Tæming vörumerkjaréttar og afleiðingar hennar. Bakkalárritgerð við lagadeild HR. Skemman.is. Sótt 18.05.20.
- Julius Stobbs og Yana Zhou. Repackaging our Understanding of Legitimate Reasons in Parallel Imports. Kluwer Trademark Blog. (Sótt 18.05.20).
- Treaty on the Functioning of the European Union. EUR-Lex. (Sótt 18.05.20).
- Tablets - Pixabay. (Sótt 30.06.2020).