Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er löglegt að umpakka vörum og selja þær undir öðru nafni?

Baldur S. Blöndal

Spurningin í heild sinni var svona:
Er það löglegt að „scrape-a“? Segjum sem dæmi ef ég keypti Samsung-skjá og setti í nýjan pakka og endurseldi undir öðru nafni. Eða gerði sama með Myllubrauð eða Fanta eða whatever. Væri það bara í fínu lagi.

Vörumerkjaréttur er umdeilt álitaefni innan lögfræðinnar og því hafa ágreiningsefni af þessu tagi oft komið til kasta Evrópudómstólsins. Algengast er að þessar vangaveltur vakni um smásölu lyfja innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Hægt er að svara spurningunni á einfaldan hátt með vísun til fimm almennra skilyrða sem Evrópudómstóllinn hefur sett fram um umpökkun lyfja. Skilyrðin eru þessi:
  1. Umpökkunin þarf að hafa verið nauðsynleg vegna markaðsaðstæðna í því ríki sem smásalan á að fara fram.
  2. Nýju umbúðirnar mega ekki hafa áhrif á gæði vörunnar.
  3. Það á að koma skýrt fram á umbúðunum hver framleiddi vöruna upphaflega og hver hafi séð um umpökkun hennar.
  4. Umpökkunin má ekki rýra orðspor hins upphaflega framleiðanda.
  5. Sá sem hyggst umpakka vöru skal láta upphaflegan framleiðanda vita og afhenda eintak af vörunni í hinum nýju umbúðum, krefjist framleiðandi þess.

Smásala lyfja og lagaumhverfi þeirra er mismunandi eftir löndum sem veldur því að umpökkun þeirra er oft hagkvæm eða nauðsynleg.

Þessi skilyrði hafa verið nefnd Bristol-Mayer Squibb-skilyrðin og gilda um umpökkun lyfja. Mismunandi lög eru um smásölu lyfja innan Evrópska-efnahagssvæðisins og það veldur því að umpökkun þeirra er oft hagkvæm eða nauðsynleg. Þó skilyrðin séu sett fram í samhengi lyfsölu gefa þau ákveðna hugmynd um það til hvaða sjónarmiða dómstólar kunna að líta þegar vörumerkjaréttur framleiðanda kemur til álita.

Heimildir
  • Charlotte Waelde. o.fl.. Contemporary Intellectual Property: Law and Policy. 879. Google Books. Sótt 18.05.20
  • Dómur Evrópudómstólsins í Bristol-Myers Squibb-málinu. EUR-Lex. (Sótt 18.05.20).
  • Hector Armengod og Laura Melusine Baudenbacker. The Repackaging of Pharmaceutical Products and Parallel Trade in the EU.. RAJ Pharma . (Sótt 18.05.20).
  • Íris Björk Ármannsdóttir. Tæming vörumerkjaréttar og afleiðingar hennar. Bakkalárritgerð við lagadeild HR. Skemman.is. Sótt 18.05.20.
  • Julius Stobbs og Yana Zhou. Repackaging our Understanding of Legitimate Reasons in Parallel Imports. Kluwer Trademark Blog. (Sótt 18.05.20).
  • Treaty on the Functioning of the European Union. EUR-Lex. (Sótt 18.05.20).

Mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

30.6.2020

Spyrjandi

Jón Helgi

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Er löglegt að umpakka vörum og selja þær undir öðru nafni?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=79426.

Baldur S. Blöndal. (2020, 30. júní). Er löglegt að umpakka vörum og selja þær undir öðru nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=79426

Baldur S. Blöndal. „Er löglegt að umpakka vörum og selja þær undir öðru nafni?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=79426>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er löglegt að umpakka vörum og selja þær undir öðru nafni?
Spurningin í heild sinni var svona:

Er það löglegt að „scrape-a“? Segjum sem dæmi ef ég keypti Samsung-skjá og setti í nýjan pakka og endurseldi undir öðru nafni. Eða gerði sama með Myllubrauð eða Fanta eða whatever. Væri það bara í fínu lagi.

Vörumerkjaréttur er umdeilt álitaefni innan lögfræðinnar og því hafa ágreiningsefni af þessu tagi oft komið til kasta Evrópudómstólsins. Algengast er að þessar vangaveltur vakni um smásölu lyfja innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Hægt er að svara spurningunni á einfaldan hátt með vísun til fimm almennra skilyrða sem Evrópudómstóllinn hefur sett fram um umpökkun lyfja. Skilyrðin eru þessi:
  1. Umpökkunin þarf að hafa verið nauðsynleg vegna markaðsaðstæðna í því ríki sem smásalan á að fara fram.
  2. Nýju umbúðirnar mega ekki hafa áhrif á gæði vörunnar.
  3. Það á að koma skýrt fram á umbúðunum hver framleiddi vöruna upphaflega og hver hafi séð um umpökkun hennar.
  4. Umpökkunin má ekki rýra orðspor hins upphaflega framleiðanda.
  5. Sá sem hyggst umpakka vöru skal láta upphaflegan framleiðanda vita og afhenda eintak af vörunni í hinum nýju umbúðum, krefjist framleiðandi þess.

Smásala lyfja og lagaumhverfi þeirra er mismunandi eftir löndum sem veldur því að umpökkun þeirra er oft hagkvæm eða nauðsynleg.

Þessi skilyrði hafa verið nefnd Bristol-Mayer Squibb-skilyrðin og gilda um umpökkun lyfja. Mismunandi lög eru um smásölu lyfja innan Evrópska-efnahagssvæðisins og það veldur því að umpökkun þeirra er oft hagkvæm eða nauðsynleg. Þó skilyrðin séu sett fram í samhengi lyfsölu gefa þau ákveðna hugmynd um það til hvaða sjónarmiða dómstólar kunna að líta þegar vörumerkjaréttur framleiðanda kemur til álita.

Heimildir
  • Charlotte Waelde. o.fl.. Contemporary Intellectual Property: Law and Policy. 879. Google Books. Sótt 18.05.20
  • Dómur Evrópudómstólsins í Bristol-Myers Squibb-málinu. EUR-Lex. (Sótt 18.05.20).
  • Hector Armengod og Laura Melusine Baudenbacker. The Repackaging of Pharmaceutical Products and Parallel Trade in the EU.. RAJ Pharma . (Sótt 18.05.20).
  • Íris Björk Ármannsdóttir. Tæming vörumerkjaréttar og afleiðingar hennar. Bakkalárritgerð við lagadeild HR. Skemman.is. Sótt 18.05.20.
  • Julius Stobbs og Yana Zhou. Repackaging our Understanding of Legitimate Reasons in Parallel Imports. Kluwer Trademark Blog. (Sótt 18.05.20).
  • Treaty on the Functioning of the European Union. EUR-Lex. (Sótt 18.05.20).

Mynd:...