
Nokkrar línur úr vikulegum töflum Veðurstofunnar yfir jarðskjálfta. Næstseinasti dálkurinn sýnir vægisstærð og sá seinasti útslagsstærð.

Samanburður á mismunandi stærðarkvörðum. MW - vægisstærð, ML - útslagsstærð (Richterstærð), Ms - yfirborðsbylgjustærð, mb - rúmbylgjustærð og MJMA - japanskur stærðarkvarði. Eins og sést á myndinni sýnir Richter-kvarðinn (ML) ekki stærri jarðskjálfta en um það bil 6,9.
MW = 2/3 log M0 – 6,0.Lesendum sem vilja kynna sér efnið betur er bent á svar við spurningunni Eru til fleiri en einn kvarði til að ákvarða stærð jarðskjálfta? og einnig Hvað er átt við með mettun stærðarkvarða í jarðskjálftafræðum og af hverju er óvissa um stærð stórra skjálfta fyrst eftir að þeir verða? Heimild og myndir: