Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1056 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Getur verið að neanderdalsmaðurinn hafi ekki dáið út heldur blandast nútímamanninum?

Hinn vitiborni maður (Homo sapiens) er eina núlifandi manntegundin á jörðinni. Steingervingasagan sýnir að við erum komin af stórri fjölskyldu manntegunda, sem flestar bjuggu í Afríku en dreifðust einnig um gamla heiminn. Á hverjum tíma voru líklega uppi nokkrar misjafnlega skyldar manntegundir. Því er eðlilegt að...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getið þið sagt mér eitthvað um eyðimerkurref?

Eyðimerkurrefur (Vulpes zerda), sem stundum er kallaður fennec-refur, er smávaxinn refur sem finnst á eyðimerkursvæðum norður Afríku (Sahara) og á Arabíuskaga. Hann lifir víðsvegar í Norður-Afríku og í miðri Sahara-eyðimörkinni og virðist dafna vel á þurrustu og verstu eyðimerkursvæðunum í Norður-Sahara. Útbreiðs...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru afleiður og þá afleiðustöður og notkun þeirra í fyrirtækjarekstri?

Afleiður (e. derivatives) eru mjög víður flokkur verðbréfa sem öll hafa það sameiginlegt að greiðsluskylda útgefanda og þar með verðmæti afleiðanna fer eftir verðþróun annarrar eignar (hugsanlega margra). Nafnið vísar því til þess að verðmæti afleiðanna leiðir af verðþróun annarra eigna. Þær eignir sem afleiðurnar...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er munurinn á Rússlandi og Hvíta-Rússlandi?

Rússland er langstærsta land heims, um 17.098.000 km2 eða nær tvöfalt stærra en Kanada sem kemur þar á eftir. Landið er þó aðeins í áttunda sæti yfir fjölmennustu ríki heims með rúmlega 143 milljónir íbúa. Stærsti hluti Rússlands tilheyrir Norður-Asíu en svæðið vestan Úralfjalla tilheyrir Evrópu eins og lesa má um...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær og af hverju var byrjað að halda upp á áramótin á Íslandi?

Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á áramót. Sem dæmi má nefna að Kínverjar hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum. Í Evrópu var byrjun ársins lengi vel einnig mjög á reiki. Rómverjar höfðu í öndverðu látið árið hefjast 1. mars og mánaðarheitin bera...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var hinn íslenski Stjáni blái?

Stjáni er algengt stuttnefni karlmanna sem bera nafið Kristján. Stjáni blái er vel þekkt heiti á bandarískri teiknimyndapersónu sem kallast Popeye á frummálinu. Enska heitið vísar til þess sem er 'stóreygur' eða hefur 'útstæð augu' en teiknimyndapersónan hefur frá fyrstu tíð verið eineygð, með útstætt vinstra auga...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru aurskriður og hvað veldur þeim?

Hér á Íslandi er hugtakið aurskriður notað yfir nokkuð margar gerðir ofanflóða, en ofanflóð er samheiti yfir flutning efnis (þar með talið snjór, berg, set eða jarðvegur) vegna áhrifa þyngdarafls. Flokkunarkerfi skriðufalla sem mest er notað hér á landi í seinni tíð byggir á flokkun sem sett var fyrst fram á sj...

category-iconLífvísindi: almennt

Er plantan aloe vera kaktustegund og til hvers er hún notuð?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hver er ætt og latneskt heiti yfir aloe vera plöntuna? Hvað er svona merkilegt við aloe vera? Hvað er Aloe barbadensis miller? Hefur hún lækningarmátt? Plantan aloe vera sem nefnd hefur verið alvera eða alóvera[1] á íslensku, hefur þykk blöð og þyrna og líkist því óneitan...

category-iconHugvísindi

Hvernig kom Leníngrad við sögu í seinni heimsstyrjöldinni?

Leníngrad var glæsilegasta borg Sovétríkjanna og ein sú fjölmennasta fyrir seinni heimsstyrjöldina, en talið er að borgarbúar hafi þá verið tæpar 3,2 milljónir. Í stríðinu sátu herir Þjóðverja og Finna um borgina í nærri 900 daga. Fyrstu mánuði umsátursins sultu borgarbúar heilu hungri og ef Sovétmönnum hefði ekki...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf?

Ástralíu mætti kalla heimsálfu öfganna. Þar geta þurrkar varað árum saman og skyndilega kemur langþráð rigningin. Dýrastofnar hafa aðlagast þessum öfgum og lifa alls staðar í álfunni, meira að segja í heitustu eyðimörkum þar sem ótrúlegt er að nokkurt dýr geti lifað. Þar sem Ástralía er sunnan við miðbaug jarðar þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifir íslenski jaðrakaninn lengi?

Jaðrakan (Limosa limosa) er stór og háfættur votlendisfugl af snípuætt sem verpir meðal annars á Íslandi og víða í Mið-Evrópu og í Rússlandi allt austur að ströndum Kyrrahafs. Þeir jaðrakanar sem verpa hér á landi eru flokkaðir í deilitegundina islandica eins og þeir sem verpa í Færeyjum. Talið er að heimsstofninn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta allir fuglar synt á vatni og geta allir fiskar lifað bæði í ferskvatni og sjó?

Nei það geta ekki allir fuglar synt á vatni. Sumir fuglar eru vel aðlagaðir sundi á vatni, svo sem endur og mávar, enda hafa þessir fuglar sundfit. Fuglar sem ekki eru aðlagaðir sundi lenda hins vegar í erfiðleikum í vatni. Ef til dæmis örn eða fálki lentu á vatni mundu þeir að vísu fljóta um og sjálfsagt reyna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að aldursgreina fisk?

Hægt er að beita nokkrum aðferðum við aldursgreiningu á fiskum. Þær sem mest eru notaðar, meðal annars hér á landi, eru greiningar á hörðum líkamshlutum fisksins svo sem kvörnum og hreistri. Kvarnir eru litlar steinagnir sem finnast í pokalaga líffærum eða skjóðum í innra eyra allra beinfiska (Osteichthyes). Ár...

category-iconFélagsvísindi

Eru skessur tröll?

Já skessur eru tröll, að minnsta kosti ef marka má það sem fram kemur í bók Árna Björnssonar Íslenskt vættatal. Þar segir: „Tröllkarl heitir einnig jötunn, risi og þurs en tröllkerling er kölluð flagð og gýgur en oftast skessa.“ (bls. 23). Í bók Árna er skemmtileg lýsing á tröllum og fer hún hér á eftir í aðein...

category-iconHugvísindi

Hvað er orðið búsáhald gamalt í málinu?

Orðið búsáhald hefur verið óvenju mikið á vörum manna undanfarið ár enda svokölluð búsáhaldabylting margumtalaður viðburður. Það er sett saman úr nafnorðinu bú ‛búskapur, heimili’ og áhald ‛tæki, verkfæri’, það er áhald til þess að nota á heimilinu. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr f...

Fleiri niðurstöður