Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 461 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku? Þ.e.a.s. hversu hátt hlutfall orða er í karlkyni, kvenkyni og hvorugkyni? Hvernig er þessu háttað í öðrum tungumálum sem hafa málfræðilegt kyn, t.d. þýsku, norrænu málunum (sænsku, dönsku, norsku) eða latnesku málunum (latínu, frönsku, spæn...

category-iconHagfræði

Hver var Arnljótur Ólafsson og hvað getið þið sagt mér um hann?

Árið 1848 var byltingarár og konungar víða um Evrópu riðuðu til falls, en meðal annars varð konungur Dana að afsala sér einveldi sínu. Þeir Karl Marx (1818-1883) og Friedrich Engels (1820-1895) rituðu Kommúnistaávarpið og Jón Sigurðsson (1811-1879) „Hugvekju til Íslendinga“. Það var þó ekki fyrr en veturinn 1849-5...

category-iconHugvísindi

Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?

Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru í tveim hópum; var annar upprunninn í borginni Sale í Marokkó og kom skömmu fyrir Jónsmessu; hinn var frá Algeirsborg (sem nú er höfuðborg Alsírs) og birtist á Íslandi um hálfum mánuði síðar. Hvernig samfloti þeirra var háttað eða hvort og...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um ferð Þórs til Geirröðargarða í Snorra-Eddu?

Snorra-Edda er að miklu leyti á samtalsformi. Í þriðja hluta hennar sem nefnast Skáldskaparmál, segir Bragi, hið mikla skáld, frá ferð Þórs til Geirröðargarða. Þór var sterkastur ása og átti hann þrjá hagleiksgripi; hamarinn Mjölni, megingjarðirnar og járnglófana. Vegna þess hve skaftstuttur Mjölnir var þá þurf...

category-iconHeimspeki

Er það góð aðferð til að bæta heiminn að reka hið illa út með ofbeldi?

Hver veit nema engin aðferð sé skilvirkari þegar bregðast þarf við einhverju böli. Í þeim skilningi getur aðferðin talist vera góð, enda kannast allir við orðtakið „með illu skal illt út reka“. Til dæmis er sjaldgæft að kvikmyndir sýni áhorfendum annars konar leiðir þegar mæta þarf þeim öflum sem fara um með ofbel...

category-iconHeimspeki

Hver er skilgreining ykkar á hugtakinu „náttúruréttur“?

Náttúruréttur er sú hugsun að þau gæði sem hafa náttúrulegt aðdráttarafl fyrir alla menn eigi að vera siðferðilegur grundvöllur þeirra laga sem yfirvöld setja. Svokölluð „náttúrulög“ eru þau boð eða fyrirmæli sem skynsemi okkar telur að sýni þessum gæðum rétta virðingu. Mannlegar athafnir eru dæmdar siðferðilega ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvaða fornu heimildir segja frá goðsögunni um Evrópu?

Vísað er til goðsagnar um Evrópu í elstu varðveittu hetjuljóðum Grikkja, sem eignuð eru hinum fornu höfuðskáldum Hómer og Hesíodosi.[1] Í varðveittu kvæði um uppruna guðanna telur Hesíodos Evrópu meðal afkvæma guðsins Okeanosar.[2] Þau voru sett skör lægra en Ólympsguðir í stigveldi grískrar goðafræði. Þessi hugmy...

category-iconMálvísindi: íslensk

Finnst kóngafólk í íslenskum örnefnum?

Langt er nú umliðið síðan kóngur og drottning áttu ríki sitt á Íslandi. Síðustu konungshjónin yfir landinu voru Kristján X. Danakonungur (hét fullu nafni Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm) og Alexandrine drottning. Formlegu konungssambandi þeirra við Ísland lauk 17. júní 1944 enda þótt það hefði þá ...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör febrúarmánaðar 2017?

Í febrúarmánuði 2017 birtust 30 ný svör við spurningum lesenda. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Bólgur, hitakrem, einkavæðing, rafmagn, Kötlugos og Babýlon til forna komu við sögu í fimm mest lesnu s...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaðan eru kleinur upprunnar? Eru þær íslenskt fyrirbæri?

Kleinur eru í sínu einfaldasta formi mjöl og vökvi eins og öll önnur brauðdeig veraldarinnar íblandað eggjum og fitu sem er soðið eða steikt upp úr feiti. Það sem einkennir kleinur frá öðru soðbrauði er formið sem er einskonar slaufuform sem myndað er með því að gera rifu í miðjuna á útflöttum, tígullaga eða ferhy...

category-iconHeimspeki

Hvað er tími?

Öll þekkjum við tímann og notum hann á einn eða annan hátt. Við nýtum hann vel eða sóum honum (jafnvel drepum hann!), mælum hann með töluverðri nákvæmni og vísum til þessara mælinga með reglulegu millibili, og eftirsóknarvert þykir að hafa nóg af honum. Þrátt fyrir þetta lendum við gjarnan í ýmsum flækjum þegar vi...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna eru kristin fræði kennd í grunnskólum á Íslandi?

Kennsla í kristnum fræðum á sér gamlar rætur í íslensku samfélagi og er lagaákvæði um ákveðna lágmarksþekkingu í þeim fræðum að finna í elstu lögbók Íslendinga, Grágás. Allar götur síðan hefur verið gert ráð fyrir kristindómsfræðslu hér á landi í lögum og reglugerðum, þó með mismunandi sniði og áherslum. Frá og me...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt mér um iðustrauma?

Þegar vökvi streymir fer það eftir eiginleikum hans (til dæmis seigju) og hraða streymisins hvernig efnið hegðar sér: lagstreymi heitir það þegar efnið streymir hægt og án ólgu, en iðustreymi þegar hraðinn fer yfir ákveðin mörk og hvirflar myndast. Þetta er sýnt á myndinn hér til hægri og lýsir hinni eðlisfræðileg...

category-iconLæknisfræði

Hverjir voru helstu sjúkdómar á Íslandi á landnámsöld?

Áður en ráðist er í að svara þessari spurningu er mikilvægt að huga að því hvaðan við fáum upplýsingar um sjúkdóma í fornum samfélögum. Annars vegar geta ritaðar heimildir veitt innsýn í sjúkdóma til forna, bæði beinar lýsingar á sjúkdómseinkennum og mannlýsingar sem vísa í hugsanleg sjúkdómseinkenni. Við þetta mæ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er femínismi það sama og kvenfrelsi?

Hugtökin femínismi og kvenfrelsi hafa frá upphafi kvennahreyfingarinnar verið tengd hvort öðru. Femínismi er hugsjón um það samfélagslega réttlæti sem felst í jafnrétti kynjanna. Krafan um kvenfrelsi hefur gjarnan verið miðuð við það félagslega frelsi sem karlar hafa yfir að ráða. Hugtökin eru þannig bæði háð því ...

Fleiri niðurstöður