Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5924 svör fundust

category-iconLögfræði

Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar? Geta svona mál bara fyrnst?Einfalda svarið hér er nei. Hins vegar geta erfðamál verið óhemju snúin og oft spinnast deilur vegna þeirra. Börn eru skylduerfingjar og ef maður á börn má hann ekki ráðstafa ...

category-iconFélagsvísindi

Eiga skólar að sjá um uppeldi?

Svarið við spurningunni er ekki eins einfalt og einhver kynni að ætla í fyrstu. Í skólasamfélagi nútímans er lögð mikil áhersla á samvinnu heimilis og skóla. Jákvætt viðhorf foreldra og kennara til skóla og menntunar skilar sér í jákvæðara viðhorfi nemenda til náms og skólaumhverfisins. Þar sem mörg börn og un...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa leðurblökur sjón?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hér eru vangaveltur og veðmál í bekknum sem ég er að kenna um það hvort leðurblökur hafi sjón. Þannig að við spyrjum: Hafa leðurblökur sjón? Til er enskt orðatiltæki sem oft er notað um þá sem taka ekki eftir hlutunum. Þá er sagt um viðkomandi að hann sé 'blind as a bat...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru til menningarheimar þar sem fólk er nafnlaust?

Því engi er sá maður, hvorki meira háttar, né minna, að ekki fái eitthvert nafn, þá hann eitt sinn er til kominn, því allir foreldrar gefa heiti börnum sínum, þá þau eru fædd. (Sveinbjörn Egilsson 1948) Þetta lætur skáldið Hómer Alkinóus segja við hina róðrargjörnu Feaka í áttunda þætti Ódysseifskviðu en hún var o...

category-iconFélagsvísindi

Er virkilega haldinn árlegur tómataslagur á Spáni?

Eins undarlega og það hljómar er svarið já, árlega er haldinn risastór tómataslagur í smábæ á Spáni. Bærinn heitir Buñol og er um 40 kílómetra fyrir vestan Valencia. Þar búa að öllu jöfnu tæplega 10.000 manns, en síðasta miðvikudag í ágúst á hverju ári flykkjast þangað um 30.000 ferðamenn til þess eins að taka þát...

category-iconHugvísindi

Snúa allar kirkjur á Íslandi í vestur?

Austur er höfuðátt í kristinni trú. Það var gamall siður að þegar fólk var komið á fætur að morgni dags gekk það út undir bert loft, sneri sér til austurs og signdi sig. Kallaðist þetta að sækja daginn. Í kirkjugörðum vísa grafir einnig í austur og vestur og horfir ásjóna hins látna mót austri. Á sama hátt hafa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru einhver finnsk tökuorð eða nöfn í íslensku?

Fá tökuorð munu komin í íslensku úr finnsku. Þekktast er orðið sána ‛gufubað’ úr finnsku sauna í sömu merkingu. Sauna er fjölþjóðlegt tökuorð og er ekki endilega tekið að láni í íslensku beint úr finnsku. Í orðabók yfir forna málið eftir Jan de Vries (bls. xxxvii) er talið að orðin peita, píka, sóta og e...

category-iconJarðvísindi

Hvað er mór og hvernig myndast hann?

Mór er jarðlag úr jurtaleifum sem myndast hefur í votlendi og hægt er að nota sem eldsneyti. Í bók Þorleifs Einarssonar Myndun og mótun lands (1991, bls. 195) er stuttlega fjallað um mó. Þar segir: Á hverju hausti falla jurtir og visna. Á þurrlendi rotna plöntuleifarnar og blandast smám saman jarðveginum, en í mý...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað hafa margar hljóðbækur komið út á íslensku undanfarin ár?

Verk sem gefin eru út eða birt á Íslandi eru skilaskyld samkvæmt lögum. Með því er átt við að útgefendum ber að skila eintökum af verkum sem þeir gefa út til Landsbóksafns Íslands - Háskólabókasafns.[1] Söfnin sem taka á móti efninu gera síðan skrár yfir efni sem berst til þeirra í skylduskilum og þær eru birta...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru flæmingjar bleikir?

Einhvers staðar segir 'þú ert það sem þú étur'. Þetta má vel heimfæra á flamingóa, eða flæmingja eins og þeir eru líka kallaðir á íslensku, því bleiki eða ljósrauði liturinn sem einkennir þá er tilkominn vegna fæðunnar sem þeir innbyrða. Í reynd eru flæmingjar ljósgráleitir þegar þeir koma úr eggi og fá ekki þenna...

category-iconNæringarfræði

Er hægt að gera eitthvað til að losna við of mikið B12-vítamín í líkamanum?

Vítamín eru lífræn efni sem menn og önnur dýr þarfnast í litlum mæli. Helsta hlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta í líkamanum. Vítamín myndast ekki í líkamanum, nema D-vítamín, og þess vegna þurfum við að innbyrða þau. Yfirleitt fáum við vítamín úr fæðu. Ekki er vitað til þess að of mikið af B1...

category-iconÍþróttafræði

Geta vísindin sagt okkur hver sé besta leiðin til að byrja að hreyfa sig og viðhalda hreyfingu?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hver er besta leiðin til að byrja hreyfa sig og viðhalda hreyfingu? Núna dynja á okkur ýmiss konar gylliboð um einkaþjálfun og ótrúlegan árangur hjá millistjórnendum sem byrjuðu á einhverju hreyfingar- og/eða mataræðiprógrammi. En hvað segja vísindin, er einhver leið betri enn ö...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Gissur jarl Þorvaldsson og hvaða hlutverki gegndi hann á Sturlungaöld?

Gissur Þorvaldsson var höfðingjasonur í Árnesþingi, áttundi maður í beinan karllegg frá Ketilbirni gamla Ketilssyni, landnámsmanni á Mosfelli í Grímsnesi, sjötti maður frá Gissuri hvíta, forystumanni að kristnitöku Íslendinga, fimmti maður frá Ísleifi Gissurarsyni biskupi í Skálholti. Í móðurætt var Gissur sonur Þ...

category-iconLandafræði

Hvaða heimsálfu tilheyrir norðurpóllinn?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? er erfitt að skilgreina hugtakið heimsálfa á afdráttarlausan hátta. Það er þó yfirleitt notað sem samheiti yfir meginland og þær eyjar sem því tilheyra. Meginland er aftur á móti skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó. ...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Roman Jakobson og hvert var framlag hans til hugvísinda?

Jakobson var örugglega mest heillandi allra minna kennara. Að baki kennslu hans og skrifum var alltaf einhvers konar ráðgáta. Hann útskýrði hvaða vandamál vöktu forvitni hans og hvers vegna þau skiptu máli, hann gerði mann furðulostinn með afburðalausnum sínum á þeim en langaði mann sjálfan til að spreyta sig á sl...

Fleiri niðurstöður