
Hrossaþari getur myndað þaraskóg neðansjávar og skapað góð skilyrði fyrir ýmsar smærri þörungategundir og annað fjölbreytt dýralíf.
Hrossaþari er stórvaxin planta sem hefur greinótta festusprota sem festa þarann við botninn. Upp af festusprotunum gengur stilkur sem er lítið eitt hliðflatur og sveigjanlegur. Á stilknum situr þykkt leðurkennt blað sem oftast er klofið upp í margar misbreiðar ræmur. (Bls. 83).Stilkur hrossþarans, sem oft er einnig nefndur þöngull, er 1,5-2 metrar á lengd þegar þarinn er fullvaxinn en blaðið verður allt að 1,5 m. Þarinn vex fremur hægt fyrstu tvö árin en þá tekur hann kipp og hefur stilkurinn náð fullri lengd 6-7 ára.

Hrossaþari (Laminaria digitata).
- Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson og Ólafur Karvel Pálsson. 1998. Sjávarnytjar við Ísland. Reykjavík, Mál og menning.
- Brúnþörungar - Vistey.is. (Sótt 9.12.2020).
- The Seaweed Site: information on marine algae. (Sótt 9.12.2020).
- Kelp forest, Ardtoe © David Baird : Geograph Britain and Ireland. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 2.0 Generic leyfi. (Sótt 9.12.2020).
- Laminaria.jpg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar: Stemonitis. Birt undir Creative Commons Attribution 2.5 Generic leyfi. (Sótt 9.12.2020).