Hrossaþari er stórvaxin planta sem hefur greinótta festusprota sem festa þarann við botninn. Upp af festusprotunum gengur stilkur sem er lítið eitt hliðflatur og sveigjanlegur. Á stilknum situr þykkt leðurkennt blað sem oftast er klofið upp í margar misbreiðar ræmur. (Bls. 83).Stilkur hrossþarans, sem oft er einnig nefndur þöngull, er 1,5-2 metrar á lengd þegar þarinn er fullvaxinn en blaðið verður allt að 1,5 m. Þarinn vex fremur hægt fyrstu tvö árin en þá tekur hann kipp og hefur stilkurinn náð fullri lengd 6-7 ára.
- Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson og Ólafur Karvel Pálsson. 1998. Sjávarnytjar við Ísland. Reykjavík, Mál og menning.
- Brúnþörungar - Vistey.is. (Sótt 9.12.2020).
- The Seaweed Site: information on marine algae. (Sótt 9.12.2020).
- Kelp forest, Ardtoe © David Baird : Geograph Britain and Ireland. Birt undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 2.0 Generic leyfi. (Sótt 9.12.2020).
- Laminaria.jpg - Wikimedia Commons. Höfundur myndar: Stemonitis. Birt undir Creative Commons Attribution 2.5 Generic leyfi. (Sótt 9.12.2020).