Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 957 svör fundust
Getum við lifað á hundasúrum, grasi og öðru slíku eins og hestarnir og kýrnar?
Við fáum orku úr jurtum fyrst og fremst í formi sterkju sem er forðasykra plöntunnar, samsett úr glúkósasameindum. Aðalbyggingarefni og uppistaða í frumuveggjum plantna er svokallað beðmi eða sellulósi. Það er einnig úr glúkósasameindum en þær tengjast öðruvísi en glúkósasameindir sterkjunnar og meltingarensím man...
Af hverju drekkum við mjólk úr kúm en ekki hestum?
Aðalástæðan fyrir þvi að við notum kúamjólk frekar til manneldis en mjólk annarra spendýra eða jórturdýra, er líklega sú að nyt kúa er mun meiri en annarra dýrategunda. Það er einfaldlega hagkvæmara að mjólka kýr en hryssur, því kýrnar mjólka meira. Annars er mjólk annarra jórturdýra einnig notuð í einhverjum ...
Hvenær fékk Kanada sjálfstæði?
Kanada er annað stærsta land í heimi, aðeins Rússland er stærra. Í samræmi við það er saga landsins flókin, jafnvel þó aðeins sé miðað við þann tiltölulega stutta tíma sem evrópsk áhrif hafa verið ríkjandi, eða frá því að Kólumbus „fann“ Ameríku 1492. Kort af Kanada og nálægum löndum.Smellið til að skoða stærri ú...
Hvað getur maður lifað lengi á blautu grasi?
Við skiljum spurninguna svo að hér sé átt við að maðurinn borði blautt gras en einnig væri hægt að skilja hana á þann veg að spyrjandi vilji fá að vita hversu lengi maður geti legið eða staðið á blautu grasi. Það væri væntanlega hægt að lifa ansi lengi þannig, alveg jafn lengi og ef menn stæðu inni í skrifstofu eð...
Hvað er nýsköpun?
Nýsköpun í sinni einföldustu mynd er að skapa eða búa til eitthvað nýtt sem og endurbæta það sem þegar er til staðar. Á þetta jafnt við um nýja eða endurbætta vöru, þjónustu, tækni, aðferðafræði, framleiðsluaðferð, stjórnskipulag eða leið til sölu- og markaðssetningar. Nýsköpun er ekki það sama og ný hugmynd heldu...
Af hverju stökkbreytist allt?
Stökkbreytingar í erfðaefni einstakra lífvera verða af ýmsum ástæðum og á mismunandi skeiðum í erfðaferlinu. Sumar verða til dæmis þegar frumurnar eru að skipta sér og erfðaefnið raðast upp á nýtt í nýju frumunum, en aðrar verða í frumum án þess að neitt sérstakt sé um að vera, til dæmis fyrir áhrif ytri geislunar...
Voru til risaeðlur á Íslandi?
Nei, það voru aldrei risaeðlur á Íslandi þar sem þær dóu út áður en Ísland tók að myndast. Blómatími risaeðlanna var á miðlífsöld en á mörkum krítar- og tertíertímabilanna, fyrir 65 milljón árum, urðu miklar náttúruhamfarir sem talið er að hafi valdið aldauða um 70% allra tegunda lífvera sem þá lifðu, þar á me...
Geta hundar orðið þunglyndir?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er eitthvað líffræðilegt hjá hundum sem gerir það að verkum að þeir verði ekki þunglyndir? Í mjög einföldu máli má skilgreina þunglyndi sem ójafnvægi í boðefnabúskap í heila svo sem í seretóníni eða öðrum taugaboðefnum. Slíkt hendir ekki bara okkur mennina heldur ei...
Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?
Koltvísýringur sem einnig er nefndur koltvíoxíð og koltvíildi, er lofttegund sem hefur á síðustu árum vakið meiri athygli en ætla mætti af því hve sáralítið er af henni í andrúmsloftinu, en hlutfall koltvíoxíðs af rúmmáli lofthjúpsins er einungis 0,037%. Ef allt koltvíoxíð lofthjúpsins væri samankomið óblandað öðr...
Hver var Hómer og eru til einhverjar traustar heimildir um hann?
Einfaldast er að svara spurningunni á þá leið að Hómer sé skáldið sem Grikkir eignuðu elstu bókmenntaverk sín, Ilíonskviðu og Ódysseifskviðu. Um þetta skáld vitum við nánast ekki neitt og meira að segja hafa menn efast um að kviðurnar séu verk einhvers eins höfundar. Hómer í fornöld Grikkir eignuðu skáldinu ...
Hvenær voru lög um bann við ættarnöfnum samþykkt á Alþingi? Hvað yrði gert ef ég byggi til mitt eigið ættarnafn í dag?
Ættarnöfn komu mjög seint til sögunnar hér á landi og má heita að Íslendingar einir norrænna þjóða haldi hinum forna sið að kenna sig til föður eða móður. Er talið að fyrstu ættarnöfnin hér á landi séu frá 17. öld en þeim fjölgaði mjög á 19. öld vegna danskra áhrifa. Árið 1881 fluttu tveir alþingismenn frumvarp ti...
Hvað er flóðbið og hafnartími?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Fékk Casio úr sem sýnir sjávarföll með grafi. Þarf að setja inn "lunitidal interval" fyrir Reykjavík í klukkustundum og mínútum. Flóðbið er sá tími sem líður frá því að tungl er í hágöngu í suðri þar til háflóð er á viðkomandi stað. Þessi tími breytist verulega yfir árið auk...
Hafið þið íhugað að hafa á Vísindavefnum vettvang fyrir umræðu um spurningar og svör?
Þetta er góð spurning og svarið er já: Við höfum hugleitt þetta öðru hverju. Við höfum hins vegar verið svo önnum kafin að vinna með spurningar og svör að við höfum ekki getað gefið okkur tíma til að líta nánar á þetta. Auk þess má kannski segja að umræðan komi að nokkru leyti af sjálfu sér því að sumar spurningar...
Hvaða manngerða farartæki hefur komist hraðast?
Hraðskreiðasta farartæki sem gert hefur verið af mönnum er geimfarið Voyager 1 sem hefur verið á leið út að endimörkum sólkerfisins í um aldarfjórðung. Voyager 1 opnaði nýja sýn í heimi stjörnufræðinnar þegar hann flaug framhjá Júpíter og Satúrnus og Voyager 2 gerði slíkt hið sama þegar hann flaug framhjá Úran...
Hver er tíðni sykursýkistegundar II á Íslandi?
Sykursýki (Diabetes Mellitus) er efnaskiptasjúkdómur sem dregur nafn sitt af auknu sykurmagni í blóði. Sjúkdómurinn kemur fram þegar briskirtillinn framleiðir of lítið insúlín eða þegar líkaminn getur ekki nýtt sér það insúlín sem brisið framleiðir. Til eru tvær tegundir sykursýki: tegund 1 er insúlínháð sykurs...