Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafið þið íhugað að hafa á Vísindavefnum vettvang fyrir umræðu um spurningar og svör?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þetta er góð spurning og svarið er já: Við höfum hugleitt þetta öðru hverju. Við höfum hins vegar verið svo önnum kafin að vinna með spurningar og svör að við höfum ekki getað gefið okkur tíma til að líta nánar á þetta. Auk þess má kannski segja að umræðan komi að nokkru leyti af sjálfu sér því að sumar spurningar eru greinilega settar fram í framhaldi af fyrri svörum.

Aðsókn að Vísindavefnum og öll viðbrögð við honum virðast sýna að gestir okkar og lesendur séu tiltölulega ánægðir með hann eins og hann er, þó að ekki sé þar með sagt að við ætlum okkur að staðna og verða að nátttröllum. En yrðu gestir ánægðari ef við færum í ríkari mæli út í umræður eins og hér er spurt um? Það mundi líklega þýða að við kæmumst ekki yfir að birta jafnmörg svör við beinum spurningum. Hér spyr sá sem ekki veit en óneitanlega gæti verið gaman að heyra í lesendum, hvað þeir halda um þetta.

Eins og starfsemin er nú skipulögð og fjármögnuð ræður Vísindavefurinn við að svara 20-30 spurningum á viku eða að meðaltali 4-6 á hverjum virkum degi. Við höldum að það sé líka alveg nóg frá sjónarmiði gesta; fáir mundu óska eftir því að svarstreymið yrði meira en þetta, eða hvað?

Hins vegar viljum við gjarnan auka smám saman fjölbreytnina í starfseminni. Til þess koma þó fleiri leiðir til greina heldur en umræðuvettvangur, til dæmis að birta lengri ritsmíðar um efni sem eru ofarlega á baugi, safna tenglum og benda lesendum jafnóðum á áhugavert nýtt efni á veraldarvefnum, og svo framvegis.

Hér er líka vert að horfa til þess hvers konar efni byggist upp í hverju tilviki, en við höfum frá byrjun haft það ríkt í huga. Stíllinn sem við völdum í upphafi hefur þannig leitt til þess að við eigum núna á vefsetrinu verðmætt og þokkalega vandað efni í gagnagrind eða gagnagrunni sem gestir geta gengið að til ýmissa nota.

Þó að við höfum ekki beinlínis opnað umræðuvettvang á vefsetrinu þá höfum við alla tíð átt ánægjuleg og hvetjandi samskipti við gesti okkar með tölvupósti. Við vonum að svo verði áfram og til dæmis væri vel þegið að heyra viðbrögð lesenda við þessu svari.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

17.5.2001

Spyrjandi

Auðunn Baldvinsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hafið þið íhugað að hafa á Vísindavefnum vettvang fyrir umræðu um spurningar og svör?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1619.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2001, 17. maí). Hafið þið íhugað að hafa á Vísindavefnum vettvang fyrir umræðu um spurningar og svör? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1619

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hafið þið íhugað að hafa á Vísindavefnum vettvang fyrir umræðu um spurningar og svör?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1619>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafið þið íhugað að hafa á Vísindavefnum vettvang fyrir umræðu um spurningar og svör?
Þetta er góð spurning og svarið er já: Við höfum hugleitt þetta öðru hverju. Við höfum hins vegar verið svo önnum kafin að vinna með spurningar og svör að við höfum ekki getað gefið okkur tíma til að líta nánar á þetta. Auk þess má kannski segja að umræðan komi að nokkru leyti af sjálfu sér því að sumar spurningar eru greinilega settar fram í framhaldi af fyrri svörum.

Aðsókn að Vísindavefnum og öll viðbrögð við honum virðast sýna að gestir okkar og lesendur séu tiltölulega ánægðir með hann eins og hann er, þó að ekki sé þar með sagt að við ætlum okkur að staðna og verða að nátttröllum. En yrðu gestir ánægðari ef við færum í ríkari mæli út í umræður eins og hér er spurt um? Það mundi líklega þýða að við kæmumst ekki yfir að birta jafnmörg svör við beinum spurningum. Hér spyr sá sem ekki veit en óneitanlega gæti verið gaman að heyra í lesendum, hvað þeir halda um þetta.

Eins og starfsemin er nú skipulögð og fjármögnuð ræður Vísindavefurinn við að svara 20-30 spurningum á viku eða að meðaltali 4-6 á hverjum virkum degi. Við höldum að það sé líka alveg nóg frá sjónarmiði gesta; fáir mundu óska eftir því að svarstreymið yrði meira en þetta, eða hvað?

Hins vegar viljum við gjarnan auka smám saman fjölbreytnina í starfseminni. Til þess koma þó fleiri leiðir til greina heldur en umræðuvettvangur, til dæmis að birta lengri ritsmíðar um efni sem eru ofarlega á baugi, safna tenglum og benda lesendum jafnóðum á áhugavert nýtt efni á veraldarvefnum, og svo framvegis.

Hér er líka vert að horfa til þess hvers konar efni byggist upp í hverju tilviki, en við höfum frá byrjun haft það ríkt í huga. Stíllinn sem við völdum í upphafi hefur þannig leitt til þess að við eigum núna á vefsetrinu verðmætt og þokkalega vandað efni í gagnagrind eða gagnagrunni sem gestir geta gengið að til ýmissa nota.

Þó að við höfum ekki beinlínis opnað umræðuvettvang á vefsetrinu þá höfum við alla tíð átt ánægjuleg og hvetjandi samskipti við gesti okkar með tölvupósti. Við vonum að svo verði áfram og til dæmis væri vel þegið að heyra viðbrögð lesenda við þessu svari....